Hin tækjaleigan er farin að sýna mér áhuga. Vinn töluvert fyrir þá núna og þeir vilja endilega fá mig til að vinna hjá þeim eins mikið og ég get því að nú eru margir að fara í sumarfrí. Það er massaskemmtilegur mórall þar, minnir mig pínu á bílaleiguna í gamla daga.
Hljómar reyndar fínt að vinna fullt fyrir þá núna því að auglýsingarnar eru í rénun núna og gafferarnir sem ég vinn mikið fyrir eru farnir í frí, nokkrir af þeim amk. Þannig því ekki að fá inn aukapening hjá leigunni.
Já svo fór ég ekkert úr bænum, bretinn var whippaður af konunni til að halda sig heima, og þessvegna hafði ég ekkert far. En RedBull keppnin er í bænum, þannig ég fer á hana á Sunnudag, og svo er Annie Leibovitz með sýningu í bænum sem væri gaman að sjá. Þannig það er sunnudagurinn, svo er auðvitað þakpartý á morgun.
Pink Room
Friday, July 2, 2010
Tuesday, June 29, 2010
Laura Palmer
Ég er að fara að vinna í einhverri Ikea auglýsingu í dag, og eins og heima þá er myndað í búðinni eftir lokun, þannig næturvinna er á dagskrá. Tók þessvegna vökumaraþon í gær og byrjaði á að horfa á leikinn, en hætti eftir að Brasilía komst í 2-0, sá ekki Chile gera neitt comeback úr því. Svo setti ég á myndina Dogtooth, mjög sérstök Grísk mynd sem vann un certain regard á Cannes 2009. Ekki fyrir viðkvæma, heldur ekkert hátt tempo í myndinni. Svo tók við 4 þættir af Twin Peaks... þannig ég er frekar ringlaður í dag og Twin Peaks lagið spilaðist í draumum mínum, vaknaði svo við að einhver sænsk kona var að tala mjög hátt um að eitthvað ætti ekki að vera þar sem það væri ef að kóngurinn kæmi í heimsókn.
Ég hélt að þetta væru bara leifar af draumum í hausnum mínum, en svo var einhver kona að skammast í Bretanum, nágranna mínum, og sagði eitthvað á þessa leið. Hluturinn sem var á vitlausum stað var einhver stóll úti í garði... hvar sænski kóngurinn kom inn í myndina skildi ég samt aldrei alveg.
Annars er búið að bjóða mér á eitthvað rosalegt blakmót/strandpartý í Malmköping um helgina, það er á laugardaginn, svo ætla mínir frábæru grannar að reyna að smíða einhverja seglflugvél og taka þátt í RedBull seglflugvélakeppni á sunnudeginum þarna úti. Þá ætla þeir semsagt að hoppa fram af sex metra bjargi í þessari uppfinningu sinni og sjá hvað þeir geta flogið langt, sounds too good to miss.
Ef ég fer ekki úr bænum þá er þakpartý á Södermalm, þekki bara eina manneskju þar af 75 sem hafa boðað komu sína. Akkúrat núna hljómar betur að fara úr Stokkhólmi, en ætla að sjá til, verð að redda mér fari (vinn á föstudag og flestir ætla að fara á fimmtud) og ætla líka að skoða veðrið. Annars langar bretanum líka pínu á blakið, og hann bauðst til að bíða eftir mér bara á föstudaginn, en allt skýrist á fimmtudag.
Býst við rólegum júlí annars, en það er fínt eftir að það er búið að vera slatti að gera. Þannig ég bara sé til hvað gerist, jú og svo fæ ég kannski bíómynd uppúr miðjum ágúst. En á eftir að klára að semja, þannig það getur ennþá farið á hvorn vegin sem er.
Fire, walk with me.
Ég hélt að þetta væru bara leifar af draumum í hausnum mínum, en svo var einhver kona að skammast í Bretanum, nágranna mínum, og sagði eitthvað á þessa leið. Hluturinn sem var á vitlausum stað var einhver stóll úti í garði... hvar sænski kóngurinn kom inn í myndina skildi ég samt aldrei alveg.
Annars er búið að bjóða mér á eitthvað rosalegt blakmót/strandpartý í Malmköping um helgina, það er á laugardaginn, svo ætla mínir frábæru grannar að reyna að smíða einhverja seglflugvél og taka þátt í RedBull seglflugvélakeppni á sunnudeginum þarna úti. Þá ætla þeir semsagt að hoppa fram af sex metra bjargi í þessari uppfinningu sinni og sjá hvað þeir geta flogið langt, sounds too good to miss.
Ef ég fer ekki úr bænum þá er þakpartý á Södermalm, þekki bara eina manneskju þar af 75 sem hafa boðað komu sína. Akkúrat núna hljómar betur að fara úr Stokkhólmi, en ætla að sjá til, verð að redda mér fari (vinn á föstudag og flestir ætla að fara á fimmtud) og ætla líka að skoða veðrið. Annars langar bretanum líka pínu á blakið, og hann bauðst til að bíða eftir mér bara á föstudaginn, en allt skýrist á fimmtudag.
Býst við rólegum júlí annars, en það er fínt eftir að það er búið að vera slatti að gera. Þannig ég bara sé til hvað gerist, jú og svo fæ ég kannski bíómynd uppúr miðjum ágúst. En á eftir að klára að semja, þannig það getur ennþá farið á hvorn vegin sem er.
Fire, walk with me.
Monday, June 21, 2010
Gleymdi þessu
Gleymdi eiginlega að ég á bloggsíðu.
Anyhow, búið að vera brjálað að gera bara, strákarnir voru í heimsókn fram á fimmtudag, og ég byrjaði strax að vinna á föstudag, það sér enn ekki fyrir endan á þeirri törn. Mig langar aftur í frí eiginlega.
En í gær var ég að gera svoldið spes, konunglega brúðkaupið fór fram í kirkju í Gamla Stan, og við vorum 4 gaurar að vinna þar í gær að taka niður lýsinguna í kirkjunni. Blóminn voru ennþá á sínum stað þarna inni, og altarisklæðið frá 1600 og eitthvað var ennþá á altarinu, og við vorum bara skildir eftir með lykla að byggingunni. Ég skoðaði mig um á meðan við biðum eftir flutningabílnum þegar við vorum búnir, flott alltsaman. Og einhverra hluta vegna (ég skildi aldrei almennilega símtalið sem ég fékk fyrir djobbið) þá var ég með yfirumsjón á allri pakkningu og skipulagi á ljósunum þegar þau voru komin niður. Komst að því í dag að ég var ekki að vinna fyrir sömu gaura og hinir, ég var að vinna freelance fyrir Dagsljus á staðnum, þeir vildu hafa einhvern þar sem þeir þekkja i guess. En gott að þeir treysta mér.
Hmm... hvað annað, jú Midsommar er að koma hér, það er rosa hátíð framundan næstu helgi. Vinnufélagi er að reyna að fá mig á einhvern bar sem á böns af bjórtegundum á fimmtud til að byrja að halda uppá þriggja daga helgina. Svo eru maístangir byrjaðar að rísa á torgum hér og þar. Heiðingjaland sko, unnið á hvítasunnu en allt stoppað útaf einhverri elgamalli frjósemishátíð. En ekki kvarta ég, win some lose some.
Ég ætla ekkert að lofa að vera eitthvað duglegur hér, en ég skal reyna að vera betri en ég hef verið.
Anyhow, búið að vera brjálað að gera bara, strákarnir voru í heimsókn fram á fimmtudag, og ég byrjaði strax að vinna á föstudag, það sér enn ekki fyrir endan á þeirri törn. Mig langar aftur í frí eiginlega.
En í gær var ég að gera svoldið spes, konunglega brúðkaupið fór fram í kirkju í Gamla Stan, og við vorum 4 gaurar að vinna þar í gær að taka niður lýsinguna í kirkjunni. Blóminn voru ennþá á sínum stað þarna inni, og altarisklæðið frá 1600 og eitthvað var ennþá á altarinu, og við vorum bara skildir eftir með lykla að byggingunni. Ég skoðaði mig um á meðan við biðum eftir flutningabílnum þegar við vorum búnir, flott alltsaman. Og einhverra hluta vegna (ég skildi aldrei almennilega símtalið sem ég fékk fyrir djobbið) þá var ég með yfirumsjón á allri pakkningu og skipulagi á ljósunum þegar þau voru komin niður. Komst að því í dag að ég var ekki að vinna fyrir sömu gaura og hinir, ég var að vinna freelance fyrir Dagsljus á staðnum, þeir vildu hafa einhvern þar sem þeir þekkja i guess. En gott að þeir treysta mér.
Hmm... hvað annað, jú Midsommar er að koma hér, það er rosa hátíð framundan næstu helgi. Vinnufélagi er að reyna að fá mig á einhvern bar sem á böns af bjórtegundum á fimmtud til að byrja að halda uppá þriggja daga helgina. Svo eru maístangir byrjaðar að rísa á torgum hér og þar. Heiðingjaland sko, unnið á hvítasunnu en allt stoppað útaf einhverri elgamalli frjósemishátíð. En ekki kvarta ég, win some lose some.
Ég ætla ekkert að lofa að vera eitthvað duglegur hér, en ég skal reyna að vera betri en ég hef verið.
Thursday, May 27, 2010
E-ð stuff
Hér kemur smá test af video / linka uploadi á bloggið.
Hér áttu að geta séð fyrstu auglýsinguna sem ég vann í hér úti:
http://youtube.com/watch?v=v5Rph-oOVMw
Og Robyn videoið, fyrir þá sem fíla hana er hér:
http://blogs.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog.view&friendId=113865677&blogId=534694791
Það virkar ekki hjá mér að "embedda" þetta í bloggið, en fyrir þá sem vilja sjá þetta stuff þá er bara að copy/paste-a linkana.
Out for now
Hér áttu að geta séð fyrstu auglýsinguna sem ég vann í hér úti:
http://youtube.com/watch?v=v5Rph-oOVMw
Og Robyn videoið, fyrir þá sem fíla hana er hér:
http://blogs.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog.view&friendId=113865677&blogId=534694791
Það virkar ekki hjá mér að "embedda" þetta í bloggið, en fyrir þá sem vilja sjá þetta stuff þá er bara að copy/paste-a linkana.
Out for now
Saturday, May 22, 2010
Styttist
Í að Biggi og Helgi komi í heimsókn og að ég taki mér vikufrí. En það er búið að vera nokkuð gott um vinnu undanfarið og engin vika alveg dauð. Auglýsing á morgun og hinn.
Annars var drukkinn bjór í piparsveina-íbúð ársins í gær. Penthouse íbúð sem var frekar vel staðsett, með tvær hæðir, glergólf á efri hæðinni, sería á svölunum og fjólublá leðurbólstruð hurð að baðinu. Og miklu meira sem ég nenni ekki að telja upp. Var semsagt með Finna, hans frú og gömlum vinum hans. Mjög gaman.
Umm hvað meira, íbúðin mín að verða meira og meira mín með hverjum deginum, geri smávægilegar breytingar næstum á hverjum degi. Allt að koma
Annars var drukkinn bjór í piparsveina-íbúð ársins í gær. Penthouse íbúð sem var frekar vel staðsett, með tvær hæðir, glergólf á efri hæðinni, sería á svölunum og fjólublá leðurbólstruð hurð að baðinu. Og miklu meira sem ég nenni ekki að telja upp. Var semsagt með Finna, hans frú og gömlum vinum hans. Mjög gaman.
Umm hvað meira, íbúðin mín að verða meira og meira mín með hverjum deginum, geri smávægilegar breytingar næstum á hverjum degi. Allt að koma
Monday, May 17, 2010
No more Musicvideos
Það fyrra með Robyn (síðasta sunnudag) var uþb 19 tímar, þetta sem var í gær... var 25 tímar. Kom heim klukkan 07:00, fór út kl 05:15 í gærmorgun. Ætla að bíða með að taka annað músíkvideo.
Annars voru stjórnendurnir (tökumaðurinn og leikstjórinn) einhverjir þungavigtakallar hér úti, er búinn að skoða síðuna hjá öðrum þeirra og hún er mjög flott. Var búinn að lesa um sumt sem hann hafði gert en tengdi það ekki við nafnið.
Annars var aftur gott veður í dag, ég þurfti samt að ná upp smá svefni og vesenast aðeins hér og þar þannig ég gat ekki beint notið veðurblíðunnar, en fékk samt smá sól.
Annars voru stjórnendurnir (tökumaðurinn og leikstjórinn) einhverjir þungavigtakallar hér úti, er búinn að skoða síðuna hjá öðrum þeirra og hún er mjög flott. Var búinn að lesa um sumt sem hann hafði gert en tengdi það ekki við nafnið.
Annars var aftur gott veður í dag, ég þurfti samt að ná upp smá svefni og vesenast aðeins hér og þar þannig ég gat ekki beint notið veðurblíðunnar, en fékk samt smá sól.
Saturday, May 15, 2010
Það er komið sumar
Hitinn í dag var frábær, flutti, henti dótinu inn í íbúðina, tengdi modemið, heilsaði uppá grannana, fór svo bara á skyrtu og stuttbuxum í labbitúr um hverfið. Það var Sjóðandi heitt og fólk lá allstaðar í sólbaði. Fyrsti almennilegi dagurinn.
Fyrsta nóttin í nótt í íbúðinni, en annars verð ég að vakna um fimm, er að fara út á einhverja eyju að vinna á morgun. Músíkvideo fyrir Adiam Dymott, einhverja söngkonu. Langur dagur framundan í því dæmi, en það verður örugglega gaman.
Er annars með flotta granna, næstum bara ungt fólk býr í húsinu, og bretinn sem á heima hér beint á móti hannar verk undir og á hjólabretti. Er allataf vinnandi eða reykjandi, hann stakk upp á því að við fengjum okkur bjór við tækifæri, hann býr annars með dóttur konunnar sem á allt húsið.
Fyrsta nóttin í nótt í íbúðinni, en annars verð ég að vakna um fimm, er að fara út á einhverja eyju að vinna á morgun. Músíkvideo fyrir Adiam Dymott, einhverja söngkonu. Langur dagur framundan í því dæmi, en það verður örugglega gaman.
Er annars með flotta granna, næstum bara ungt fólk býr í húsinu, og bretinn sem á heima hér beint á móti hannar verk undir og á hjólabretti. Er allataf vinnandi eða reykjandi, hann stakk upp á því að við fengjum okkur bjór við tækifæri, hann býr annars með dóttur konunnar sem á allt húsið.
Thursday, May 13, 2010
L'apartment
Hún er klár, ég og frænka tókum tveggja tíma törn í henni, þrifum, þurrkuðum af, ryksuguðum og skúruðum.
Annars skilaði Ludwig henni nokkuð ágætri bara, var búinn að taka svona 50% af skítnum út. Þannig þetta er að verða helvíti fínt bara eftir að við tókum hin 50%. En netið mitt er ekki komið, verð að sjá til hvort að ég geti ekki pluggað því rugli í gang helst strax. Ég var búinn að hringja og panta, og það hefði átt að koma í gær, en ég þarf að tékka betur á þessu. Glatað að vera ekki með net og geta ekki skoðað vinnupóstinn sinn.
Þá verð ég bara að hlaupa út á 7/11, þeir eru með fríar nettengdar tölvur.
Annars er planið að flytja á laugardag, byrjaður að pakka, frænka fann fullt af matardiskum / hnífapörum sem hún notar aldrei og vill losna við, ég tek glaður við því. Ludwig var greinilega ekki oft með gesti, hann átti tvo gaffla og tvo hnífa. Svo held ég að það hafi verið skeið þarna líka. Kannski nennti hann bara ekki að vaska upp og henti öllu þegar hann fór, það er líka möguleiki. Allavega voru engir matardiskar þarna, bara djúpir diskar. Kannski var hann súpugaur, ég veit það ekki. Hann átti samt bara eina skeið þannig ég er ekki viss.
Hmm what else, jú svo nýtt músíkvideo á Sunnudag, einhverstaðar fyrir utan bæinn, og svo Dagsljus á mánudag, eftir það mega alveg koma 2-3 lausir dagar, svona á meðan ég er að koma mér fyrir í íbúðinni. Sé hvað gerist.
Annars skilaði Ludwig henni nokkuð ágætri bara, var búinn að taka svona 50% af skítnum út. Þannig þetta er að verða helvíti fínt bara eftir að við tókum hin 50%. En netið mitt er ekki komið, verð að sjá til hvort að ég geti ekki pluggað því rugli í gang helst strax. Ég var búinn að hringja og panta, og það hefði átt að koma í gær, en ég þarf að tékka betur á þessu. Glatað að vera ekki með net og geta ekki skoðað vinnupóstinn sinn.
Þá verð ég bara að hlaupa út á 7/11, þeir eru með fríar nettengdar tölvur.
Annars er planið að flytja á laugardag, byrjaður að pakka, frænka fann fullt af matardiskum / hnífapörum sem hún notar aldrei og vill losna við, ég tek glaður við því. Ludwig var greinilega ekki oft með gesti, hann átti tvo gaffla og tvo hnífa. Svo held ég að það hafi verið skeið þarna líka. Kannski nennti hann bara ekki að vaska upp og henti öllu þegar hann fór, það er líka möguleiki. Allavega voru engir matardiskar þarna, bara djúpir diskar. Kannski var hann súpugaur, ég veit það ekki. Hann átti samt bara eina skeið þannig ég er ekki viss.
Hmm what else, jú svo nýtt músíkvideo á Sunnudag, einhverstaðar fyrir utan bæinn, og svo Dagsljus á mánudag, eftir það mega alveg koma 2-3 lausir dagar, svona á meðan ég er að koma mér fyrir í íbúðinni. Sé hvað gerist.
Tuesday, May 11, 2010
flytja?
Fékk íbúðina á sunnudag, hef ekki náð að komast þangað enn sökum anna.
Var að gera tónlistarmyndband fyrir Robyn á sunnudeginum í uþb 20 tíma, svo heim að sofa í tvo tíma svo beint niðrá Dagsljus að vinna.
Í dag var síðasti vinnudagurinn minn í Jóladagatalinu hérna, það verður wrappað á morgun og partý um kvöldið. Það hefði verið gaman ef að ég væri búinn að flytja, en er að vinna á morgun hjá Dagsljus aftur og næ ekkert að gera í íbúðinni fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag. Þannig ég bara skipti um föt og fer í sturtu niðrí bæ bara, fer svo beint í partýið þaðan.
Hmm hvað annað.... ekkert spes framundan, nema nokkrir dagar hjá Dagsljus, og þá vonandi næ ég að flytja. Vonandi...
Var að gera tónlistarmyndband fyrir Robyn á sunnudeginum í uþb 20 tíma, svo heim að sofa í tvo tíma svo beint niðrá Dagsljus að vinna.
Í dag var síðasti vinnudagurinn minn í Jóladagatalinu hérna, það verður wrappað á morgun og partý um kvöldið. Það hefði verið gaman ef að ég væri búinn að flytja, en er að vinna á morgun hjá Dagsljus aftur og næ ekkert að gera í íbúðinni fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag. Þannig ég bara skipti um föt og fer í sturtu niðrí bæ bara, fer svo beint í partýið þaðan.
Hmm hvað annað.... ekkert spes framundan, nema nokkrir dagar hjá Dagsljus, og þá vonandi næ ég að flytja. Vonandi...
Friday, May 7, 2010
Týpískt
Fæ lyklana að íbúðinni í dag. Búinn að vera laus frá verkefnum alla vikuna, og auðvitað er ég fullbókaður fram á næsta fimmtudag núna. Ætla að reyna að þrífa og gera klárt á kvöldin bara en ég er ekki að sjá að ég geti flutt inn fyrr en í allrafyrsta lagi á fimmtudaginn næsta. Ef ekki þá, þá verður það um helgina þar á eftir.
Annars fór ég niður í bæ í gær og skoðaði Kungsträdgården, Hann er allur í kirsuberjatrjám og þau eru einmitt bleik um þetta leyti ársins. Aldrei séð þannig áður, mjög spes.
Annars fór ég niður í bæ í gær og skoðaði Kungsträdgården, Hann er allur í kirsuberjatrjám og þau eru einmitt bleik um þetta leyti ársins. Aldrei séð þannig áður, mjög spes.

Wednesday, May 5, 2010
Urrr
Gaurinn sem ég er að flytja inn til gefur mér tilefni til að taka fram og dusta af orði frá áttunda áratug síðustu aldar.... gufa. Ég hef aldrei hitt mann sem er meiri gufa, honum er skítsama um allt sem gerist í kringum sig. Engar áhyggjur, ég er samt að fá íbúðina um helgina... hann bara virðist ekki vita neitt. Ég hringdi í hann áðan til að fá að vita númer hvað íbúðin væri... ætlaði að panta net í hana og svona... hann vissi það ekki alveg, ætlaði að hringja og tékka. Hvert fær maðurinn póstinn sinn?! Hann lifir ekki fyrir einn dag í einu, hann lifir fyrir einn klukkutíma í einu.
En góðar fréttir fyrir komandi gesti, ég er að redda svefnsófa í staðinn fyrir sófan hans. Sem er gott stuff.
Bíð eftir góða veðrinu.
En góðar fréttir fyrir komandi gesti, ég er að redda svefnsófa í staðinn fyrir sófan hans. Sem er gott stuff.
Bíð eftir góða veðrinu.
Saturday, May 1, 2010
Frí jess
Núna virðist ég hafa nokkuð mikið að gera, amk síðustu 10 dagar voru frekar hektískir, og strax búið að bóka mig á 3 í næstu viku. Bara gott mál því mig er farið að langa svoldið í iPhone.... En ég ætla að standast freistinguna aðeins lengur amk.
Nú voru stelpurnar í Hej að bjóða mér á einhvern vorfögnuð á skrifstofunni, sem verður eflaust gaman að fara á, og svo fer að líða að wrappi á Jóladagatalinu... sem hefur verið duglegt að bóka mig svona 7-10 daga í mánuði... en núna eru auglýsingarnar byrjaðar að detta inn þannig að þetta ætti að bjargast.
Vonandi næ ég samt að flytja næstu helgi, það væri fínt að færa sig nær og allt það... hmm hvað annað er um að vera... tréin eru að fá lauf, hér var Valborgarmessa í gær þannig það voru brennur og pínu flugeldasýningar í gær. Mjög vinsæll dagur fyrir unglinga til að detta í það. Ég missti því miður af öllum brennum, var að gera Kókakóla auglýsingu í einhverju studioi til svona 10 í gærkvöldi og var ekki kominn heim fyrr en undir 11. En lestin var samt full af blekuðum ungmennum, þannig ég sá þau. Lestin ilmaði af alkóhóli og ilmvatni.
Þvottadagur í dag 1 af þrem vélum komin í gang...
Nú voru stelpurnar í Hej að bjóða mér á einhvern vorfögnuð á skrifstofunni, sem verður eflaust gaman að fara á, og svo fer að líða að wrappi á Jóladagatalinu... sem hefur verið duglegt að bóka mig svona 7-10 daga í mánuði... en núna eru auglýsingarnar byrjaðar að detta inn þannig að þetta ætti að bjargast.
Vonandi næ ég samt að flytja næstu helgi, það væri fínt að færa sig nær og allt það... hmm hvað annað er um að vera... tréin eru að fá lauf, hér var Valborgarmessa í gær þannig það voru brennur og pínu flugeldasýningar í gær. Mjög vinsæll dagur fyrir unglinga til að detta í það. Ég missti því miður af öllum brennum, var að gera Kókakóla auglýsingu í einhverju studioi til svona 10 í gærkvöldi og var ekki kominn heim fyrr en undir 11. En lestin var samt full af blekuðum ungmennum, þannig ég sá þau. Lestin ilmaði af alkóhóli og ilmvatni.
Þvottadagur í dag 1 af þrem vélum komin í gang...
Thursday, April 29, 2010
Hvíldardagur
Í dag ætla ég ekki að gera neitt. Ég efast um að ég fari úr náttbuxunum. Tvær 16 tíma auglýsingar í röð að baki, sú fyrri léttari en sú seinni.
Í gær var sól fyrst og heitt, svo skýjað og heitt, svo rigning og heitt, svo bara ískalt og rigning. Og við vorum úti í 16 tíma. Brjálað að gera, en mjög gaman.
Svo aftur auglýsing á morgun... það verður allt í lagi, næ að hvíla þessa törn úr mér. Svo lítur út fyrir að ég sé í fríi um helgina. Sem verður næs.
Jú íbúðaflutningurinn frestaðist um viku, gaurinn sem á hana þarf að vera í Stokkhólmi í eina viku í viðbót, þannig við seinkuðum þessu bara. Þannig ég verð hér í útjaðrinum aðeins lengur.
geisp
Í gær var sól fyrst og heitt, svo skýjað og heitt, svo rigning og heitt, svo bara ískalt og rigning. Og við vorum úti í 16 tíma. Brjálað að gera, en mjög gaman.
Svo aftur auglýsing á morgun... það verður allt í lagi, næ að hvíla þessa törn úr mér. Svo lítur út fyrir að ég sé í fríi um helgina. Sem verður næs.
Jú íbúðaflutningurinn frestaðist um viku, gaurinn sem á hana þarf að vera í Stokkhólmi í eina viku í viðbót, þannig við seinkuðum þessu bara. Þannig ég verð hér í útjaðrinum aðeins lengur.
geisp
Monday, April 26, 2010
Meh
Jæja ég skoðaði íbúðina í gær, tók frænku með og eiginmann hennar til þess að þau gætu spurt að öllu sem ég myndi gleyma að spyrja að. Ég tek íbúðina bara, hverfið var næs, en gaurinn sem býr í henni er sóði þannig ég þarf að þrífa nokkuð vel bara.
Jú og svo bjó þarna gjörsamlega smekklaus manneskja einhverntíman, baðherbergið er eiturgrænt, svo einhver rauður skápur þar fyrir utan, svefnherbergið fölfjólublátt og stofan fölbrún. Ég ætla að reyna að fá að mála allt klabbið hvítt bara. Eða amk baðherbergið og stofuna.
Annars er gaseldavél og svalir sem fylgja. Töff stöff.
uuu já...
Jú og svo bjó þarna gjörsamlega smekklaus manneskja einhverntíman, baðherbergið er eiturgrænt, svo einhver rauður skápur þar fyrir utan, svefnherbergið fölfjólublátt og stofan fölbrún. Ég ætla að reyna að fá að mála allt klabbið hvítt bara. Eða amk baðherbergið og stofuna.
Annars er gaseldavél og svalir sem fylgja. Töff stöff.
uuu já...
Thursday, April 22, 2010
Auglýsing 1
Jæja, vonandi eitthvað að glæðast í íbúðamálum hjá mér, fer væntanlega að skoða íbúð um helgina í Abrahamsberg... það verður spennandi. Mér skilst að ég fái hana eiginlega ef að mér líst á hana og ef eigandanum líst vel á mig. Meira um framvindu þeirra mála seinna bara....
Annars var ég í fyrstu auglýsingunni minni hér úti í dag, það var sveitt og brjálað að gera. Og ég er að sofna. En fullt af ljósum sem ég hafði ekki notað áður fóru upp í loftið, Dinos, brutelight og 10K Molebeam. Allt mjög lærdómsríkt. Musliauglýsing skotin á 35mm cameru. Fékk strax tilboð í aðra auglýsingu næsta þriðjudag sem ég tók.
Svo er bara videoið um helgina, það verður skotið á Canon 5d.
Nenni ekki að skrifa meira.
Annars var ég í fyrstu auglýsingunni minni hér úti í dag, það var sveitt og brjálað að gera. Og ég er að sofna. En fullt af ljósum sem ég hafði ekki notað áður fóru upp í loftið, Dinos, brutelight og 10K Molebeam. Allt mjög lærdómsríkt. Musliauglýsing skotin á 35mm cameru. Fékk strax tilboð í aðra auglýsingu næsta þriðjudag sem ég tók.
Svo er bara videoið um helgina, það verður skotið á Canon 5d.
Nenni ekki að skrifa meira.
Monday, April 19, 2010
Músíkvideoið
Jamm næstu helgi verður gert vídeo fyrir band sem heitir bara "Sænska Stelpan" þrjár stelpur og indie-rokk. Veit ekkert hvernig þetta verður en fundur í kvöld þar sem verður kíkt á stúdíóið og farið yfir reffa.
Þið heima eruð bara með sturlað eldfjall, það er mikið spurt mig út í hvort ég væri ekki til í að vera á Íslandi til að kíkja á þetta. Ég segi þeim að það hefði kannski verið fínt að kíkja á hitt gosið en þetta sem er núna er ekkert sem maður kíkir á :P
Hmmm annars gæti eitthvað verið að gerast fljótlega í íbúðarmálum hjá mér, en ætla ekki að jinxa því með því að tala of mikið um það.
Jú og svo eru 2 auglýsingar í næstu viku.... loksins loksins.
Þið heima eruð bara með sturlað eldfjall, það er mikið spurt mig út í hvort ég væri ekki til í að vera á Íslandi til að kíkja á þetta. Ég segi þeim að það hefði kannski verið fínt að kíkja á hitt gosið en þetta sem er núna er ekkert sem maður kíkir á :P
Hmmm annars gæti eitthvað verið að gerast fljótlega í íbúðarmálum hjá mér, en ætla ekki að jinxa því með því að tala of mikið um það.
Jú og svo eru 2 auglýsingar í næstu viku.... loksins loksins.
Thursday, April 15, 2010
Idol Stúdíóið
Vorum að pre-lighta það í dag. Tökuliðið kemur á morgun og byrjar í tjaldi. Að búa til dag innandyra (fyrir tjaldið) tók (nördadal) 3 x stór bounce og 3x fjarka, einn á hvert bounce sem var í 45 gráðu halla "yfir" tjaldinu. Svo 3 x 1200W á röri, skotnir undir bouncin og beint á tjaldið. Á "göflunum" (þetta var svona ferkantað hertjald) voru annars vegar 1x1200W á bounce í 45 gráðu halla, hinumegin 12x12 ultrabounce sem 3x1200 var dælt í. Það hefði verið léttara að gera þetta úti á bílastæði :P
But anyway, perks í vinnunni, er að vinna fyrir SF sem rekur öll bíó í Stokkhólmi. Fékk production jakka, og 2 bíómiða. Rosa hress með það, svo er annað partý á morgun sem productionin splæsir.
Gott stuff. Farinn að sofa, þarf að ná lest 05:30 á morgun.
But anyway, perks í vinnunni, er að vinna fyrir SF sem rekur öll bíó í Stokkhólmi. Fékk production jakka, og 2 bíómiða. Rosa hress með það, svo er annað partý á morgun sem productionin splæsir.
Gott stuff. Farinn að sofa, þarf að ná lest 05:30 á morgun.
Wednesday, April 14, 2010
24 gráður
Úti í sólinni. Úje. Báturinn gekk vel, Ég varð sjóveikur um leið og ég kom um borð. En náði einhvernvegin að bægja því frá mér. Ég var fínn á meðan við vorum að vinna. En þetta er bara þessi ferjulykt, eldgömul einhverskonar blanda af mat, áfengi og ælu sem hefur sest í teppin. Svo dass af sjávarlofti með góðri seltu... þá er þetta nokkurnvegin komið. Verð ekkert sjóveikur í stórum fiskibátum eða minni trillum.... bara ferjum.
Svo bara labbitúr í góða veðrinu, búin að fá nokkra góða daga í röð. Snjórinn er löngu farinn, nema einhver fúll skafl ofaní skurði kannski.
Prelight dagur á morgun í stúdíóinu, verður ekki mikið mál hugsa ég. Svo fíníseringar þar á föstudag. Gaman að vinna oft þegar maður er ekki með 30 manns í kringum sig og tímann á herðunum. Bara dunda sér og vanda sig.
Svo bara labbitúr í góða veðrinu, búin að fá nokkra góða daga í röð. Snjórinn er löngu farinn, nema einhver fúll skafl ofaní skurði kannski.
Prelight dagur á morgun í stúdíóinu, verður ekki mikið mál hugsa ég. Svo fíníseringar þar á föstudag. Gaman að vinna oft þegar maður er ekki með 30 manns í kringum sig og tímann á herðunum. Bara dunda sér og vanda sig.
Tuesday, April 13, 2010
Ekki hættur
Æh best að halda áfram.
En það hefur svosem ekkert merkilegt gerst hér, það komu páskar og ég fékk íslenskt páskaegg! úje. Það sem var ekki úje var að ég braut tönn á karamellu úr því. Þannig ég þurfti að fara til sænsks tannlæknis í gær. Það var ekkert töff. Hún ætlaði ekkert að deyfa mig, bara bora, ég mótmælti og fékk loksins sprautu sem ég var byrjaður að ímynda mér að væri rándýr, en hún var svo ókeypis.... Þá gekk þetta samt bara hviss bamm búmm í stólnum, tók svona 3 mínútur að troða einhverju í brotið, slípa það til og vera skipað að skola. Mér er samt illt í tönninni í dag, veit ekki hvort að það er eðlilegt. Gef þessu nokkra daga í viðbót.
Annars er ég að fara í Finnlandsferjuna á morgun að vinna. Tökur í bátnum meðan hann liggur við bryggju. Svaka stress á tíma. Svo er pre-light í stúdíói á fimmtud og föstud. Og eitthvað músíkvideo í næstu viku, á laugardeginum sem kallinn á bara að lýsa einn og óstuddur. Fer á fund með tökumanninum í næstu viku til að skipuleggja þetta eitthvað.
Finnlandsferjan er svona fylleríis bátur sem Svíar skella sér í og djamma bara um borð. Sigla fram og tilbaka til Finnlands og versla í dutyfree. Kemur túrisma ekkert við, báturinn er sennilega allur út í kynsjúkdómum og ælu. Stuð. Muna að taka með hanska, mikilvægt.
En það hefur svosem ekkert merkilegt gerst hér, það komu páskar og ég fékk íslenskt páskaegg! úje. Það sem var ekki úje var að ég braut tönn á karamellu úr því. Þannig ég þurfti að fara til sænsks tannlæknis í gær. Það var ekkert töff. Hún ætlaði ekkert að deyfa mig, bara bora, ég mótmælti og fékk loksins sprautu sem ég var byrjaður að ímynda mér að væri rándýr, en hún var svo ókeypis.... Þá gekk þetta samt bara hviss bamm búmm í stólnum, tók svona 3 mínútur að troða einhverju í brotið, slípa það til og vera skipað að skola. Mér er samt illt í tönninni í dag, veit ekki hvort að það er eðlilegt. Gef þessu nokkra daga í viðbót.
Annars er ég að fara í Finnlandsferjuna á morgun að vinna. Tökur í bátnum meðan hann liggur við bryggju. Svaka stress á tíma. Svo er pre-light í stúdíói á fimmtud og föstud. Og eitthvað músíkvideo í næstu viku, á laugardeginum sem kallinn á bara að lýsa einn og óstuddur. Fer á fund með tökumanninum í næstu viku til að skipuleggja þetta eitthvað.
Finnlandsferjan er svona fylleríis bátur sem Svíar skella sér í og djamma bara um borð. Sigla fram og tilbaka til Finnlands og versla í dutyfree. Kemur túrisma ekkert við, báturinn er sennilega allur út í kynsjúkdómum og ælu. Stuð. Muna að taka með hanska, mikilvægt.
Thursday, April 1, 2010
bleh
Sá vafasamt athæfi í dag á leið heim úr vinnu. Á nokkuð stórri neðanjarðarlestarstöð var ungur (ca 16 ára) þeldökkur drengur með arminn utanum gamla hvíthærða kengbogna konu. Hann var skælbrosandi og nokkrir grunsamlegir vinir hans voru nálægt og fjórir öryggisverðir voru að spjalla við kauða. Konan greyið leit út fyrir að vera nokkuð hrædd.
Ég spyr... ef hann og vinir hans voru að angra hana... af hverju var ekki talað við fólkið í sitthvoru lagi.
Bleh segi ég. Annars eru víst að koma páskar...
Ég spyr... ef hann og vinir hans voru að angra hana... af hverju var ekki talað við fólkið í sitthvoru lagi.
Bleh segi ég. Annars eru víst að koma páskar...
Tuesday, March 23, 2010
hmm
Þegar ég vinn hjá Dagsljus er ég búinn þar um sexleytið, tek strætó þar fyrir utan og er kominn niður á Liljeholmen (skiptistöð á milli strætó og neðanjarðarlestakerfis)um 18:15... Sem er nákvæmlega ekkert merkilegt fyrir utan það að ég las í blaðinu í dag að klukkan 18:15 í gærkvöldi var rænd skartgripabúð í Liljeholmen (rétt hjá neðanjarðarlestinni), 2 menn með byssur létu greipar sópa, annar náðist fyrir utan en hinn skaut að lögreglu og komst undan á dökkum bíl. Gott að ég var ekki að vinna í gær :P
Húha
Húha
Monday, March 22, 2010
Menningarlegur
Ákvað að fara bara á safn í dag. Það var fínt veður líka þannig ég fór út á Djurgárden þar sem tívolíið er tildæmis og fullt af söfnum. Ég fór á Nordiska Museet sem var gígantískt stórt. Þetta var svona sögusafn um Svíþjóð, hvernig fólk bjó, hvað það borðaði og þannig. Í hvernig fötum það var og fullt meira. En þetta var risastórt og ég hefði betur farið á eitthvað listasafn því ég var kominn með nóg eftir eina hæð. Byggingin var bara svo tilkomumikil að ég varð að fara þarna inn.

Þetta var miðjusalurinn.
Annars er ég loksins kominn með bankakort OG pin-kóða, þannig ég get vonandi farið í hraðbanka og notað pening sem ég fæ útborgað hér. Úje.
So annars er útlit fyrir rólega viku eins og mig grunaði, reyni að finna uppá einhverju.

Þetta var miðjusalurinn.
Annars er ég loksins kominn með bankakort OG pin-kóða, þannig ég get vonandi farið í hraðbanka og notað pening sem ég fæ útborgað hér. Úje.
So annars er útlit fyrir rólega viku eins og mig grunaði, reyni að finna uppá einhverju.
Sunday, March 21, 2010
Eldgos
Farið að gjósa á Íslandi, lítið og pent gos en maður veit ekki hvort að Katla ákveður að eipa líka. Ég fylgist spenntur með. Og svo held ég að systir mín, kærastinn hennar, mamma og pabbi séu öll föst í Boston útaf þessu.
Hér er bara farið aftur að snjóa! Sem er hræðilegt! En við fylgjumst bara með eldgosinu á Íslandi og tökum því rólega. Labbaði samt til að fara eitthvað útúr húsi, sá næstum engan á ferli enda ekkert skemmtilegt veður.

Annars var fínt í gær í afmælisveislunni, góður matur og vinir frænku og Svíans komu í heimsókn. Líka Stefan og Orla og krakkarnir, þegar þau fóru heim um hálf níu fór ég líka bara inní herbergi. Ég er nefnilega með mission, og það er að horfa meira á sænskt sjónvarp, þeas þar sem töluð er sænska (til að læra þetta hraðar). Og í gær byrjaði Millenium trilogían í sjónvarpinu hér, fyrsti hluti af einhverskonar directors cut þannig þetta er víst miklu lengra en það sem var sýnt í bíó. Ég átti eftir að sjá myndirnar og þær eru auðvitað á sænsku þannig þetta er perfekt fyrir missionið mitt. En ég held að þetta séu fleiri en þrír hlutar sem verða sýndir hér, því slottið í sjónvarpinu er bara einn og hálfur tími, þannig ætli þetta sé ekki næstu 5-6 laugardaga.
Hér er bara farið aftur að snjóa! Sem er hræðilegt! En við fylgjumst bara með eldgosinu á Íslandi og tökum því rólega. Labbaði samt til að fara eitthvað útúr húsi, sá næstum engan á ferli enda ekkert skemmtilegt veður.

Annars var fínt í gær í afmælisveislunni, góður matur og vinir frænku og Svíans komu í heimsókn. Líka Stefan og Orla og krakkarnir, þegar þau fóru heim um hálf níu fór ég líka bara inní herbergi. Ég er nefnilega með mission, og það er að horfa meira á sænskt sjónvarp, þeas þar sem töluð er sænska (til að læra þetta hraðar). Og í gær byrjaði Millenium trilogían í sjónvarpinu hér, fyrsti hluti af einhverskonar directors cut þannig þetta er víst miklu lengra en það sem var sýnt í bíó. Ég átti eftir að sjá myndirnar og þær eru auðvitað á sænsku þannig þetta er perfekt fyrir missionið mitt. En ég held að þetta séu fleiri en þrír hlutar sem verða sýndir hér, því slottið í sjónvarpinu er bara einn og hálfur tími, þannig ætli þetta sé ekki næstu 5-6 laugardaga.
Saturday, March 20, 2010
The Long and Winding Road

Þetta er mynd af götunni sem ég þarf að labba á enda á hverjum degi til að komast á brautarpallinn. Sorry að ég er að bombarda þetta blogg með myndum af hinu og þessu, fannst bara að það vantaði fleiri liti hingað inn og why not líka bara...
Annars leysti ég afmælisinnkaupin fyrir Svíann með flösku af Ákavíti, birgðirnar hans af því voru farnar að minnka sagði frænka mér. Hann var nokkuð glaður með það. Honum er líka stórum létt að koma úr hvítu mánuðunum sínum (útskýring að neðan) og fékk sér bjór og viský í gær og vín með matnum. Svo kom einmitt nýr BMW út í dag og var sýndur hjá umboðinu. Anders var búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði sko ekki að fara að skoða hann í dag því að það færu svo margir, en rétt rúmlega tíu var mér sagt að ég mætti koma með að skoða BMW í dag ef ég vildi. Ég þakkaði pent en leyfði þeim að eiga ánægjuna einum saman.
En hvítir mánuðir er nokkuð algent fyrirbrigði hér í Svíþjóð, og fólk gerir þetta gjarnan eftir jól eða aðrar átveislur. Þegar hvítur mánuður eða tímabil er í gildi þá leyfir fólk sér ekki jafn feitan mat og drekkur ekki áfengi. Semsagt háfgerður megrunarkúr en mjög heilbrigt að taka svona inn á milli.
Það fara að koma gestir þannig ég ætla að fara í skyrtu og fram.
Thursday, March 18, 2010
What to do?!

Öll þessi skilti að segja mér hvað ég á að gera, hvert ég á að fara og hvað ég á að fá mér. Gott stuff.
En ég er nýsyntur, beikonaður upp eftir sundið og nú ætla ég að hella biksvörtu kaffi ofaní mig og reyna að gera eitthvað að viti.
Á todo listanum er samningur sem ég þarf að póstleggja fyrir helgi og reyna að finna afmælisgjöf fyrir svíann sem fyllir ár næstu helgi. Veit EKKERT hvað ég get gefið honum, veit bara að hann fílar viský, spurning um að splæsa í eina þannig flösku á hann þó að hann eigi 50 fyrir og ég mun líklega ekki finna flösku sem hann á ekki... en það er besta hugmyndin mín so far. Sé hvað gerist.
Ekkert annað að gerast svosem, bíð bara eftir svörum um verkefni sem ég á von á og svo bara senda email og minna á sig. Ég gafst upp á bankanum og sagði þeim bara að drepa þetta kort sem þeir eru búnir að láta mig fá og senda mér nýtt með PIN kóða, ætti að koma á föstudag eða mánudag. Ef það kemur ekki þá, þá fer ég og tek allt útúr bankanum og fer annað. Grrrr....
Wednesday, March 17, 2010
Samningar og hjól
Hér fæ ég alltaf samning ef ég vinn, skrifaði einu sinni undir samning á Íslandi þegar ég vann þar. Hér er alltaf samningur sendur heim til mín eftir djobb sem ég þarf að kvitta á og senda tilbaka. Sem er ágætt held ég, þá hlýt ég að vera verndaður á einhvern hátt, it goes both ways right?
Annars heilsaði ég upp á Hei Produkjon stelpurnar í dag, en það voru stelpurnar sem voru að framleiða stuffið með Ása þegar hann var hér. Ætlaði alltaf til þeirra en ég er bara búinn að vera að vinna svo mikið og vesenast að þær voru ekkert ofarlega í forgangslistanum, en þær voru glaðar að sjá mig og buðu uppá kaffi á skrifstofunni. Hressar stelpur sem eru að reyna að koma sér á kortið, aldrei að vita nema þær lumi á einhverjum litlum skemmtilegum verkefnum.
Það er alltaf jafn gaman að fara í miðbæinn hér, fólk er alltaf að gera eitthvað furðulegt. Syngja eða spila á harmoniku til að fá pening á götunni, allskonar tilboð í gangi allstaðar. Fór inní búð í dag, svona fínni búð sýndist mér á verðunum þegar ég kom inn, en ég ákvað samt að labba hring þar sem ég var sá eini inní búðinni og afgreiðslumennirnir tveir horfðu á mig og biðu æstir eftir að fá að aðstoða mig. Þegar ég var á leiðinni út þá stoppaði annar mig og sagði að ég myndi fá 20% afslátt af öllu sem var á rekkanum sem ég hafði verið að skoða. Ég leit í kringum mig en sá ekkert skilti sem sagði það, hann var bara að prútta mig í að kaupa eitthvað. Gaman að svona, en ég keypti samt ekkert.
Svo sá ég að einhver hafði fengið nóg af hjólinu sínu og hent því uppá skilti:

Það horfði einn gaur á mig grunsemdaraugum og reykti á meðan ég smellti nokkrum myndum af hjólinu, svo spurði hann mig hvenær ég hefði hent því upp á skiltið. Ég neitaði öllum ásökunum og dreif mig í burtu.
Annars heilsaði ég upp á Hei Produkjon stelpurnar í dag, en það voru stelpurnar sem voru að framleiða stuffið með Ása þegar hann var hér. Ætlaði alltaf til þeirra en ég er bara búinn að vera að vinna svo mikið og vesenast að þær voru ekkert ofarlega í forgangslistanum, en þær voru glaðar að sjá mig og buðu uppá kaffi á skrifstofunni. Hressar stelpur sem eru að reyna að koma sér á kortið, aldrei að vita nema þær lumi á einhverjum litlum skemmtilegum verkefnum.
Það er alltaf jafn gaman að fara í miðbæinn hér, fólk er alltaf að gera eitthvað furðulegt. Syngja eða spila á harmoniku til að fá pening á götunni, allskonar tilboð í gangi allstaðar. Fór inní búð í dag, svona fínni búð sýndist mér á verðunum þegar ég kom inn, en ég ákvað samt að labba hring þar sem ég var sá eini inní búðinni og afgreiðslumennirnir tveir horfðu á mig og biðu æstir eftir að fá að aðstoða mig. Þegar ég var á leiðinni út þá stoppaði annar mig og sagði að ég myndi fá 20% afslátt af öllu sem var á rekkanum sem ég hafði verið að skoða. Ég leit í kringum mig en sá ekkert skilti sem sagði það, hann var bara að prútta mig í að kaupa eitthvað. Gaman að svona, en ég keypti samt ekkert.
Svo sá ég að einhver hafði fengið nóg af hjólinu sínu og hent því uppá skilti:

Það horfði einn gaur á mig grunsemdaraugum og reykti á meðan ég smellti nokkrum myndum af hjólinu, svo spurði hann mig hvenær ég hefði hent því upp á skiltið. Ég neitaði öllum ásökunum og dreif mig í burtu.
Tuesday, March 16, 2010
Órói í testesterón jafnvæginu
Frænka kemur heim frá Íslandi í dag. Ég þarf að taka til áður en ég næ í hana á flugvöllinn! Ég og Svíinn erum búnir að hafa það náðugt hér heima. Skruppum í miðbæinn í bíó á The Hurt Locker um helgina og átum pizzu eftirá. By the way þá fannst mér þetta athyglisverð mynd og documentarystíllinn smellpassaði við hana, en mér fannst hún ekkert endilega eiga skilið Óskarinn.... En ég meina mynd um Íraksstríðið og gert af konu, mikið af svona behind the scenes ástæðum fyrir Óskarnum held ég. En þetta var samt fín mynd, ef þú átt eftir að sjá hana myndi ég kíkja á hana við tækifæri.
PIN kódinn minn er ennþá týndur í sænska póstinum, ég ætla að gefa þeim fram til morgundagsins að redda þessu, eftir það heimta ég nýjan pin kóda, þetta er orðið fáránlegt! Bæði hjá bankanum að gera ekki eitthvað þegar ég segi þeim að ég er ekki að fá neitt sem þeir eru að senda mér, og hjá póstinum að klúðra þessum tveimur bréfum! Somebody somewhere messed up!!!!
Annars flæðir allt af sænskum myndum í bíó hér og Evrópskum líka, gott að sjá að það eru ekki öll lönd í heiminum orðin þrælar blockbusterana. Sá trailer af svaka franskri fangelsismynd, einhver thriller sem leit vel út. Hún kemur sennilega til Íslands á Alliance France bíóviku, þá hefur maður tvo sénsa til að sjá hana.
Jæja farinn að skoða aðkomur flugvéla.
PIN kódinn minn er ennþá týndur í sænska póstinum, ég ætla að gefa þeim fram til morgundagsins að redda þessu, eftir það heimta ég nýjan pin kóda, þetta er orðið fáránlegt! Bæði hjá bankanum að gera ekki eitthvað þegar ég segi þeim að ég er ekki að fá neitt sem þeir eru að senda mér, og hjá póstinum að klúðra þessum tveimur bréfum! Somebody somewhere messed up!!!!
Annars flæðir allt af sænskum myndum í bíó hér og Evrópskum líka, gott að sjá að það eru ekki öll lönd í heiminum orðin þrælar blockbusterana. Sá trailer af svaka franskri fangelsismynd, einhver thriller sem leit vel út. Hún kemur sennilega til Íslands á Alliance France bíóviku, þá hefur maður tvo sénsa til að sjá hana.
Jæja farinn að skoða aðkomur flugvéla.
Saturday, March 13, 2010
Huffin and puffin
Búið að vera fín törn núna í verkefninu en það lítur út fyrir að næstu 2 vikur verði rólegar í því þannig nú hefst atvinnuleitin að nýju. Reyndar er ég pínu feginn að losna við það að vakna klukkan 5, en þetta er samt búið að vera fínt og maður venst því bara að fara í rúmið klukkan 9 á kvöldin.
Það var stuð í gær í hálfleiksdjamminu í vinnunni, en ég var samt frekar þægur, fékk mér bjór en náði lestunum heim. Anyhow, það er ekkert spes um að vera hér annað en að hitinn fer upp fyrir núllið á næstum hverjum degi þannig að það bráðnar meir og meir í burtu af snjónum, ég er farinn að sjá í jörð á nokkrum stöðum. Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera um helgina, langar aftur í virka daga því þá get ég farið og tuðað í bankanum og leitað mér að meiri vinnu. Ætli ég kíkji ekki í bíó á morgun bara eða eitthvað.
Það var stuð í gær í hálfleiksdjamminu í vinnunni, en ég var samt frekar þægur, fékk mér bjór en náði lestunum heim. Anyhow, það er ekkert spes um að vera hér annað en að hitinn fer upp fyrir núllið á næstum hverjum degi þannig að það bráðnar meir og meir í burtu af snjónum, ég er farinn að sjá í jörð á nokkrum stöðum. Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera um helgina, langar aftur í virka daga því þá get ég farið og tuðað í bankanum og leitað mér að meiri vinnu. Ætli ég kíkji ekki í bíó á morgun bara eða eitthvað.
Wednesday, March 10, 2010
Ertu Íslendingur?
Ákvað að gera stórþvott í dag og svo fór ég í roadtrip til Vaxholm, einhver kastalabær hér í nágrenni Stockholm sem Anders benti mér á að væri gaman að skoða. Ég gleymdi samt alveg að spá í nákvæmlega hvað átti að skoða þarna í þessum litla bæ og eftir smá ráp í miðbænum og við höfnina (sá kastalann út á eyju rétt hjá) fékk ég mér borgara á einhverri búllu við sjóinn. Sat við hliðina á tveimur mönnum og hámaði í mig borgara, ákvað að spyrja þann eldri hvort að þeir væru heimamenn, þá gætu þeir kannski bent mér á hvað er sniðugt að skoða. Hann horfði á mig í eina sekúndu og spurði mig hvort ég væri frá Íslandi. Ég sem hélt að ég væri orðinn nokkuð sleipur í sænskunni en það er greinilega smá hreimur í gangi. Ég spjallaði svo aðeins við þá en ég var búinn að sjá flest það markverðasta. En þetta kom líka fyrir mig um daginn þegar ég tók strætó til vinnu klukkan hálf sex um morguninn og spurði bílstjórann hvort hann væri ekki örugglega að fara þangað sem ég var á leiðinni. Hann varð ofsa kátur og sagði "nei sko er íslendingur um borð". Ég var svo nývaknaður að ég gat engan veginn tekið þátt í kátínu hans svona snemma um morguninn en þetta var samt réttur strætó. Næst þegar ég tók þennan strætó var sami bílstjóri, ég sagði við hann góðan daginn á íslensku til að kæta hann aftur.
Þarf að finna það nákvæmlega hvar hreimurinn liggur, mér finnst ég vera að tala voða rétt, en svona er þetta. Það leikur einhver finnsk kona í þættinum sem ég er að vinna í og hennar hreimur er rosalegur, ég hélt að hún væri að djóka fyrst, svo bara talar hún svona. Maður veit allavega nákvæmlega hvar það koma "k" og "r" í orðunum sem hún segir, minnir mig á rússneskan hreim pínulítið.
Tveir vinnudagar framundan og svo helgi, jess. Já og allur póstur til mín frá bankanum mínum kemur ekki lengur til mín. Allur annar póstur skilar sér, frá Íslandi og svona en nei, ekki bankapóstur og enginn getur sagt mér hversvegna. Ég sem er búinn að vera að bíða og bíða eftir bankakortinu mínu sem endaði svo með að lenda bara í útibúinu hér í Vallentuna, þau hringdu í mig og báðu mig um að ná í það. En auðvitað var PIN-kóðinn ekki í sama umslagi og guð má vita hvar hann er í Svíþjóð, vonandi fæ ég hann samt fljótlega.
Þarf að finna það nákvæmlega hvar hreimurinn liggur, mér finnst ég vera að tala voða rétt, en svona er þetta. Það leikur einhver finnsk kona í þættinum sem ég er að vinna í og hennar hreimur er rosalegur, ég hélt að hún væri að djóka fyrst, svo bara talar hún svona. Maður veit allavega nákvæmlega hvar það koma "k" og "r" í orðunum sem hún segir, minnir mig á rússneskan hreim pínulítið.
Tveir vinnudagar framundan og svo helgi, jess. Já og allur póstur til mín frá bankanum mínum kemur ekki lengur til mín. Allur annar póstur skilar sér, frá Íslandi og svona en nei, ekki bankapóstur og enginn getur sagt mér hversvegna. Ég sem er búinn að vera að bíða og bíða eftir bankakortinu mínu sem endaði svo með að lenda bara í útibúinu hér í Vallentuna, þau hringdu í mig og báðu mig um að ná í það. En auðvitað var PIN-kóðinn ekki í sama umslagi og guð má vita hvar hann er í Svíþjóð, vonandi fæ ég hann samt fljótlega.
Tuesday, March 9, 2010
10 and rising
10 gráður á hitamælinum í dag! Í skjóli... og þegar sólin skein alveg beint á skynjarann... þannig ætli þetta hafi ekki verið meira svona 4 gráður. En engu að síður er snjórinn farinn að leka ofan í drulluskítug ræsin og göturnar að koma undan klakalögum.
Hér er bara vinna á seyði, pilot síðasta sunnudag og ég skreið inn um útidyrnar klukkan að verða hálf tvö um nóttina, svo vaknaði ég daginn "eftir" klukkan 05:00 til að ná strætónum í hitt verkefnið, þar var ég pínu zombie en lifði þó af.
Frí frá vinnu á morgun vegna þess að einn leikarinn er með einhverja augnsýkingu og það þarf að róta til dögum í planinu, vinn í staðinn á fimmtudag og föstudag. Svo á víst að vera eitthvað vinnudjamm á föstudag, hálfleiksfögnuður, vegna þess að verkefnið er hálfnað. Þá fáum við að sjá nokkrar klippur úr því sem er búið og fáum fínan mat og svona. Ætli maður fái sér ekki einn til tvo með genginu, heyrist margir ætla að vera hressir.
Er með GPS tæki í láni og frænka er heima á Íslandi þannig ég hef að gang að bíl... spurning um að fara í smá road trip á morgun. Sjá eitthvað annað en neðanjarðarlestar og hús.
Hér er bara vinna á seyði, pilot síðasta sunnudag og ég skreið inn um útidyrnar klukkan að verða hálf tvö um nóttina, svo vaknaði ég daginn "eftir" klukkan 05:00 til að ná strætónum í hitt verkefnið, þar var ég pínu zombie en lifði þó af.
Frí frá vinnu á morgun vegna þess að einn leikarinn er með einhverja augnsýkingu og það þarf að róta til dögum í planinu, vinn í staðinn á fimmtudag og föstudag. Svo á víst að vera eitthvað vinnudjamm á föstudag, hálfleiksfögnuður, vegna þess að verkefnið er hálfnað. Þá fáum við að sjá nokkrar klippur úr því sem er búið og fáum fínan mat og svona. Ætli maður fái sér ekki einn til tvo með genginu, heyrist margir ætla að vera hressir.
Er með GPS tæki í láni og frænka er heima á Íslandi þannig ég hef að gang að bíl... spurning um að fara í smá road trip á morgun. Sjá eitthvað annað en neðanjarðarlestar og hús.
Friday, March 5, 2010
Vegabréfslaus
Jájá, nokkuð þétt bókuð vinnuvika framundan. Hún byrjar á vinnu í Pilot verkefni á sunnudaginn, ættum að vera að vinna til svona miðnættis í því, þá er ég kominn heim um eittleytið og þarf svo að fara framúr klukkan 05:00 næsta dag til að ná lestinni í Jóladagatalið sem byrjar aftur þá. Þetta verður gaman... Held að ég fari snemma að sofa á mánudagskvöldið. Því svo fer ég aftur í Jóladagatalið á þriðjudag og miðvikudag, frí fimmtudag en svo aftur inn á föstudag. Vitlaust að gera alveg hreint.
Annars sótti ég um nýtt vegabréf og mitt gamla er núna gatað og gagnslaust. Kemst hvorki lönd né strönd þangað til að ég fæ það nýja. Ætti að fá það í lok næstu viku vonandi.
Hér er annars allt enn í snjó en það virðist eiga að fara að hlýna núna fljótlega eftir helgi, fara amk uppfyrir núllið og vonandi helst það þar í smá tíma því ég er gjörsamlega kominn með nóg af snjó í bili. Langar að fara að sjá meiri náttúru, ekki bara svarthvítan lauflausan skóg.
Býst ekki við neitt miklu bloggi í næst viku vegna anna, en sjáum til, reyni kannski að henda inn einni færslu á þriðjudaginn eða eitthvað.
Annars sótti ég um nýtt vegabréf og mitt gamla er núna gatað og gagnslaust. Kemst hvorki lönd né strönd þangað til að ég fæ það nýja. Ætti að fá það í lok næstu viku vonandi.
Hér er annars allt enn í snjó en það virðist eiga að fara að hlýna núna fljótlega eftir helgi, fara amk uppfyrir núllið og vonandi helst það þar í smá tíma því ég er gjörsamlega kominn með nóg af snjó í bili. Langar að fara að sjá meiri náttúru, ekki bara svarthvítan lauflausan skóg.
Býst ekki við neitt miklu bloggi í næst viku vegna anna, en sjáum til, reyni kannski að henda inn einni færslu á þriðjudaginn eða eitthvað.
Tuesday, March 2, 2010
Fyrsta lest
Það er búið að vera rólegt á blogginu mínu, en það stendur til bóta. Ég er byrjaður aftur í Jóladagatalinu hér, vann í gær og í dag og fer aftur í fyrramálið.
Við erum á þannig stað að ég sem er norðan við bæinn verð að taka lest inn í bæinn, þaðan tek ég aðra vestur úr bænum svipað langa vegalengd eins og er norður til mín. Þannig ég er svona klukkutíma og korter á leiðinni í vinnuna, þarf að taka fyrstu lest héðan klukkan hálf sex á morgnana... geggjað stuð. En það venst furðulega vel, mér er samt oft hugsað til Reykjavíkur þar sem maður er mest korter á leiðinni eitthvað, á sínum bíl auðvitað. Ef ég væri á bíl hér væri ég samt í svona 40 mínútur á leiðinni. Það er alveg eins og að keyra til Keflavíkur!
Hmmm what else, ekkert annað að frétta svosem, bara vinna og leita að meiri vinnu. Bíð spenntur eftir bankakortinu mínu líka, hér er alveg erfitt að fá að opna reikning í banka. Á Íslandi gat maður opnað reikning, fengið 500.000kr yfirdrátt og 100% húsnæðislán, allt á sama degi! En það var greinilega ekki rétta leiðin eins og við vitum.
Við erum á þannig stað að ég sem er norðan við bæinn verð að taka lest inn í bæinn, þaðan tek ég aðra vestur úr bænum svipað langa vegalengd eins og er norður til mín. Þannig ég er svona klukkutíma og korter á leiðinni í vinnuna, þarf að taka fyrstu lest héðan klukkan hálf sex á morgnana... geggjað stuð. En það venst furðulega vel, mér er samt oft hugsað til Reykjavíkur þar sem maður er mest korter á leiðinni eitthvað, á sínum bíl auðvitað. Ef ég væri á bíl hér væri ég samt í svona 40 mínútur á leiðinni. Það er alveg eins og að keyra til Keflavíkur!
Hmmm what else, ekkert annað að frétta svosem, bara vinna og leita að meiri vinnu. Bíð spenntur eftir bankakortinu mínu líka, hér er alveg erfitt að fá að opna reikning í banka. Á Íslandi gat maður opnað reikning, fengið 500.000kr yfirdrátt og 100% húsnæðislán, allt á sama degi! En það var greinilega ekki rétta leiðin eins og við vitum.
Saturday, February 27, 2010
Í ruglinu
Fór hress á Íslendingakvöld á fimmtudag, þar var mikið af allskonar fólki, sendiherrann m.a. líka. Það var ágætt að hitta nokkra Íslendinga, meiraðsegja einn sem á heima hér rétt hjá mér. Fékk hjá honum númerið. Svo skrapp ég yfir á Södermalm til að heilsa uppá Ása og co sem voru að mynda hér, voru að fá sér í glas með fólkinu sem þeir voru að vinna með. Það var greinilega langt síðan ég fékk mér bjór því þetta varð mjög skrautlegt og langt kvöld. Ég kenni samt manninum sem ákvað að það væri góð hugmynd að fá sér staup um allt saman. Ég kom allvega heim reynslunni ríkari...
Dagurinn í gær var svo bara rólegur by default eftir kvöldið á undan. Og í dag fór ég á bókamarkað og gerði nokkur góð kaup. Svo bara vinna á mánudag og þriðjudag.
Hjólin eru að fara að snúast hérna um miðjan mars samkvæmt heimildarmönnum mínum, þannig ég verð að vera duglegur að minna á mig og vonandi fær maður eitthvað að spreyta sig meira.
Dagurinn í gær var svo bara rólegur by default eftir kvöldið á undan. Og í dag fór ég á bókamarkað og gerði nokkur góð kaup. Svo bara vinna á mánudag og þriðjudag.
Hjólin eru að fara að snúast hérna um miðjan mars samkvæmt heimildarmönnum mínum, þannig ég verð að vera duglegur að minna á mig og vonandi fær maður eitthvað að spreyta sig meira.
Wednesday, February 24, 2010
Icesave
Fór í sendiráðið í dag og kaus um Icesave. Það er hér í byggingu með nokkrum öðrum sendiráðum, Úrúgvæ og fleirum. Þarf að senda atkvæðið mitt sjálfur heim... hehe.
Annars sprangaði ég bara um bæinn og skoðaði mig um, þetta er svo stór borg að ég á eftir að skoða heilmargt, alltaf að detta niður á eitthvað nýtt.
Er að spá í að reyna að vaka og horfa á hokkí í nótt, það verður stuð ef ég nenni, mig grunar að ég sofni, það er byrjaður útsláttur og það væri gaman að reyna að fylgjast með.
Læt fylgja mynd yfir Gamla Stan sem ég tók í dag í fallegu veðri.

Svo fór ég og skoðaði Saluhallen sem er í Östermalm (fína hverfinu), þetta er svona.. tjah markaður er kannski besta orðið. Margir básar þarna inni með rosa góðu hráefni, eldgömul hefð fyrir því að hafa svona í þessu húsi. Risa kjötborð, fiskborð grænmetisborð og allskonar bara, sultur og brauð líka. Þetta var mjög flott.
Annars sprangaði ég bara um bæinn og skoðaði mig um, þetta er svo stór borg að ég á eftir að skoða heilmargt, alltaf að detta niður á eitthvað nýtt.
Er að spá í að reyna að vaka og horfa á hokkí í nótt, það verður stuð ef ég nenni, mig grunar að ég sofni, það er byrjaður útsláttur og það væri gaman að reyna að fylgjast með.
Læt fylgja mynd yfir Gamla Stan sem ég tók í dag í fallegu veðri.

Svo fór ég og skoðaði Saluhallen sem er í Östermalm (fína hverfinu), þetta er svona.. tjah markaður er kannski besta orðið. Margir básar þarna inni með rosa góðu hráefni, eldgömul hefð fyrir því að hafa svona í þessu húsi. Risa kjötborð, fiskborð grænmetisborð og allskonar bara, sultur og brauð líka. Þetta var mjög flott.

Tuesday, February 23, 2010
Íranskur Hárgreiðslumaður
Ásinn er í Stokkhólmi og ég tók hann í smá guided tour um Stokkhólm í gær. Löbbuðum í næstum 4 tíma um miðbæinn og nánast umhverfi í -15°C. Reyndar vorum við eftir tveggja tíma labb bara að leita að hentugum bar til að fá okkur bjór sem við höfðum unnið okkur inn með labbinu. Tók sinn tíma. Svo ætlum við að fá okkur bjór á fimmtudagskvöldið og þá ætla ég líka að kíkja á Íslendingafélagið þá sem er með bjórkvöld.
Fór í litla kjarnann í dag í klippingu. Gaurinn sem klippti mig var íranskur 24 ára gutti. Ég hélt að hann ætlaði að stúta mér. Ég er náttla vanur því að Dagný klippi mig og ég finn varla fyrir því. Þessi ætlaði að greiða heilanum mínum hann greiddi svo fast, og þegar hann tók hárið saman og klippti, þá kippti hann svo fast í að stóllinn snerist smá og ég færðist allur til. Ég hélt fyrst að hann væri bara að klúðra smá en þegar hann gerði þetta alltaf þá var þetta greinilega bara hans stíll. Við skildum líka greinilega ekkert hvorn annan vegna tungumálaörðugleika, þannig ég labbaði út með klippingu sem ég þarf bara að venjast... og fjárfesta í nýrri húfu.
Anyhow, engin vinna fyrr en í næstu viku, en þá er meira jóladagatal, svo er minn fyrsti payday á fimmtudaginn, það verður fróðlegt að sjá hvað ég þarf að borga í skatt hérna.
Laters
Fór í litla kjarnann í dag í klippingu. Gaurinn sem klippti mig var íranskur 24 ára gutti. Ég hélt að hann ætlaði að stúta mér. Ég er náttla vanur því að Dagný klippi mig og ég finn varla fyrir því. Þessi ætlaði að greiða heilanum mínum hann greiddi svo fast, og þegar hann tók hárið saman og klippti, þá kippti hann svo fast í að stóllinn snerist smá og ég færðist allur til. Ég hélt fyrst að hann væri bara að klúðra smá en þegar hann gerði þetta alltaf þá var þetta greinilega bara hans stíll. Við skildum líka greinilega ekkert hvorn annan vegna tungumálaörðugleika, þannig ég labbaði út með klippingu sem ég þarf bara að venjast... og fjárfesta í nýrri húfu.
Anyhow, engin vinna fyrr en í næstu viku, en þá er meira jóladagatal, svo er minn fyrsti payday á fimmtudaginn, það verður fróðlegt að sjá hvað ég þarf að borga í skatt hérna.
Laters
Sunday, February 21, 2010
Kalt
Það er kalt. Ískalt úti. -17 gráður, voru -12 í dag. Ég fór í göngutúr því það var sól, en tók stuttan hring bara. Annars bara rólegur dagur (roligt á sænsku þýðir skemmtilegt, bara fróðleiksmoli)
Vinn í myndum og tók til. Synti og er byrjaður að gera smá tilraunir með skriðsund, það er mjög hressandi að ljúka æfingunni á því. Gerði það fyrir Bigga.
Einhver sagði að það myndi verða kalt fram í apríl, ég neita að trúa því, vil að snjórinn verði farinn ekki seinna en eftir 2 vikur! Svo er svo mikið af þökum að hrynja, alltaf í fréttunum, það safnast of mikill snjór á þau (aðallega í suður Svíþjóð samt, þar er meiri snjór). Sá allavega 7 svía uppá þökunum sína að moka snjóinn burt í óttakasti í stutta labbitúrnum mínum.
Vinn í myndum og tók til. Synti og er byrjaður að gera smá tilraunir með skriðsund, það er mjög hressandi að ljúka æfingunni á því. Gerði það fyrir Bigga.
Einhver sagði að það myndi verða kalt fram í apríl, ég neita að trúa því, vil að snjórinn verði farinn ekki seinna en eftir 2 vikur! Svo er svo mikið af þökum að hrynja, alltaf í fréttunum, það safnast of mikill snjór á þau (aðallega í suður Svíþjóð samt, þar er meiri snjór). Sá allavega 7 svía uppá þökunum sína að moka snjóinn burt í óttakasti í stutta labbitúrnum mínum.
Friday, February 19, 2010
Já já og já
Í dag var ég að vinna síðasta vinnudag minn samkvæmt samningnum í sænska Julkalendaren. En svo bara mætti framleiðandinn ofsahress á sett og sagðist hafa talað við ljósamennina og vill fá nýjan samning við mig, sem segir að ég sé bara þeirra þriðji maður út tímabilið. Það eru 12 vikur eftir af því þannig ég er með slatta af dögum framundan (er ekki á hverjum degi neitt en samt...).
Sem er rosafínt, þessi ljósamaður (gafferinn) vinnur mikið með tökumanni sem vann "tökumaður ársins" hér í Svíþjóð, þannig að ef ég held áfram að standa mig með honum held ég að ég sé kominn í nokkuð gott gengi. Þannig ég er bara mjög kátur.
Annars er eina vesenið að ég er voða seinn að venja mig á þennan dagsrythma hér. En hér fer fólk einfaldlega fyrr á fætur og í háttinn, það er eitthvað sem hausinn minn er ekki búinn að meðtaka. Til dæmis í dag þurfti ég að vakna rétt rúmlega sex til að ná lestinni minni og borða morgunmat. Þessi lest var stappfull og Anders var að fara á fætur þegar ég labbaði út. Skemst er frá því að segja að ég svaf bara í svona 3 og hálfan tíma í nótt... og svona er þetta oftast fyrir fyrsta vinnudag. Dagur 2 í röð er betri því þá er ég auðvitað alveg búinn á því.
Annars eitt sem ég komst að í dag, hér er samningsbundið að það sé heitur matur ekki seinna en 5 tímum eftir að mætt er á sett. Og eftir það eru 5 tímar í næsta heita mat. Jonas sem vinnur með mér í ljósum í þessu verkefni sagði að oft væri borðaður heitur matur 4 sinnum á sama degi (þá í frekar hektískum auglýsingum). Heima geta liðið 9 tímar í að það sjáist heitur matur á setti (ættu að vera sex og eru það oft en samt...) OG ég hef mjög sjaldan séð second lunch heima. Það er verið að spilla mér hér...
höres
Sem er rosafínt, þessi ljósamaður (gafferinn) vinnur mikið með tökumanni sem vann "tökumaður ársins" hér í Svíþjóð, þannig að ef ég held áfram að standa mig með honum held ég að ég sé kominn í nokkuð gott gengi. Þannig ég er bara mjög kátur.
Annars er eina vesenið að ég er voða seinn að venja mig á þennan dagsrythma hér. En hér fer fólk einfaldlega fyrr á fætur og í háttinn, það er eitthvað sem hausinn minn er ekki búinn að meðtaka. Til dæmis í dag þurfti ég að vakna rétt rúmlega sex til að ná lestinni minni og borða morgunmat. Þessi lest var stappfull og Anders var að fara á fætur þegar ég labbaði út. Skemst er frá því að segja að ég svaf bara í svona 3 og hálfan tíma í nótt... og svona er þetta oftast fyrir fyrsta vinnudag. Dagur 2 í röð er betri því þá er ég auðvitað alveg búinn á því.
Annars eitt sem ég komst að í dag, hér er samningsbundið að það sé heitur matur ekki seinna en 5 tímum eftir að mætt er á sett. Og eftir það eru 5 tímar í næsta heita mat. Jonas sem vinnur með mér í ljósum í þessu verkefni sagði að oft væri borðaður heitur matur 4 sinnum á sama degi (þá í frekar hektískum auglýsingum). Heima geta liðið 9 tímar í að það sjáist heitur matur á setti (ættu að vera sex og eru það oft en samt...) OG ég hef mjög sjaldan séð second lunch heima. Það er verið að spilla mér hér...
höres
Thursday, February 18, 2010
dagur 2
Já dagur 2 gekk líka eins og í sögu, því miður þurftu þeir ekki á mér að halda í dag (fimmtudag) en ég klára vikuna með þeim á morgun. Ég vona virkilega að þeir noti mig meira því þetta eru fínir gaurar.
Ég er virkilega að fíla hvað þetta er vel skipulagt og hvað allir vita hvað þeir eru að gera, ég skil ekki af hverju við náum ekki þessum hraða á Íslandi, hér er bara miklu meira tempo og allir eru á sömu blaðsíðu. Við erum búnir að lýsa næsta herbergi löngu áður en fólkið kemur inní það, og það stenst, það eina sem þarf að gera er kannski að flagga smá eða scrimma, ekkert mál. Reyndar er ekkert verið að "stela" skotum hér eins og oft heima...
Já, svo er síðasti dagur þarna á morgun og wrappað í bílinn, þá ætla ég að heyra í gaurunum hvort að þeir vilji e-ð sjá mig aftur.
EN svo er þetta náttúrulega eina verkefnið sem ég hef komið nálægt og kannski er þetta verkefni líka undantekning hér, ég veit það betur þegar ég er búinn að vinna með fleira fólki og í fleiri verkefnum.
Sjáum til.
Ég er virkilega að fíla hvað þetta er vel skipulagt og hvað allir vita hvað þeir eru að gera, ég skil ekki af hverju við náum ekki þessum hraða á Íslandi, hér er bara miklu meira tempo og allir eru á sömu blaðsíðu. Við erum búnir að lýsa næsta herbergi löngu áður en fólkið kemur inní það, og það stenst, það eina sem þarf að gera er kannski að flagga smá eða scrimma, ekkert mál. Reyndar er ekkert verið að "stela" skotum hér eins og oft heima...
Já, svo er síðasti dagur þarna á morgun og wrappað í bílinn, þá ætla ég að heyra í gaurunum hvort að þeir vilji e-ð sjá mig aftur.
EN svo er þetta náttúrulega eina verkefnið sem ég hef komið nálægt og kannski er þetta verkefni líka undantekning hér, ég veit það betur þegar ég er búinn að vinna með fleira fólki og í fleiri verkefnum.
Sjáum til.
Tuesday, February 16, 2010
D-Day
Allt gekk vel og þetta var mjög fínt. Töluvert stærra og skipulagðara en heima, mér fannst amk allt ganga hraðar og meira tempo. Við skutum held ég uþb 4 síður á 8 klukkutímum, tókum klukkutíma í mat líka. Þannig þetta voru total 9 tímar á svæðinu.
HÉR KEMUR BARA LJÓSATAL
Það var ekkert leiðinlegt að byggja 28' T-bar í morgun og hengja á hann 20x20 Black solid og öfugt ultrabounce (svarta hliðin upp, svo bara keyra þetta á 2 stöndum út á bílastæðið og geyma það þar þangað til að átti að nota hann. Ég spurði hvort ég ætti ekki að ná í sandpoka á þetta eða binda þetta niður, bestboyinn sagði nei nei það þarf ekkert. Svo 2 tímum seinna þegar við náðum í hann þá var hann þarna bara, á sínum stað, tilbúinn í að sverta alla 8-9 metrana. Mjög gott stuff, en að vísu höfðum við hann ekkert í efstu stöðu, brutum hann í tvennt og hengdum botninn á stöngina á meðan við vorum ekki að nota hann, samt 20'x 10'... Á Íslandi hefði hann líklega verið nýfokinn framjá Goðafossi útá Faxaflóa. Ljósadeildinn er 2 menn plús einn nemi sem kann lítið. Svo svona aukaþræll eins og ég á dögum sem er mikið að gera... og stærsta ljósið er 4KW... hehe. Þetta er samt dund, mikið flaggað og flakkað með lítil ljós.
Í dag var 100-asta slate-ið líka, þannig það var kampavín og fínerí. Allt var mjög svipað og heima, nema minna stress, meira skipulag. Leggst vel í mig.
HÉR KEMUR BARA LJÓSATAL
Það var ekkert leiðinlegt að byggja 28' T-bar í morgun og hengja á hann 20x20 Black solid og öfugt ultrabounce (svarta hliðin upp, svo bara keyra þetta á 2 stöndum út á bílastæðið og geyma það þar þangað til að átti að nota hann. Ég spurði hvort ég ætti ekki að ná í sandpoka á þetta eða binda þetta niður, bestboyinn sagði nei nei það þarf ekkert. Svo 2 tímum seinna þegar við náðum í hann þá var hann þarna bara, á sínum stað, tilbúinn í að sverta alla 8-9 metrana. Mjög gott stuff, en að vísu höfðum við hann ekkert í efstu stöðu, brutum hann í tvennt og hengdum botninn á stöngina á meðan við vorum ekki að nota hann, samt 20'x 10'... Á Íslandi hefði hann líklega verið nýfokinn framjá Goðafossi útá Faxaflóa. Ljósadeildinn er 2 menn plús einn nemi sem kann lítið. Svo svona aukaþræll eins og ég á dögum sem er mikið að gera... og stærsta ljósið er 4KW... hehe. Þetta er samt dund, mikið flaggað og flakkað með lítil ljós.
Í dag var 100-asta slate-ið líka, þannig það var kampavín og fínerí. Allt var mjög svipað og heima, nema minna stress, meira skipulag. Leggst vel í mig.
Monday, February 15, 2010
Jóladagatal
Fékk staðfesta bókun eftir fund með hressum gaur í gær.
Mæting í fyrramálið út á einhverja borgareyju hér í tökur á Jóladagatali Svía. 3gja daga vinna til að byrja með, en þetta er 13 vikna production þannig þeir gætu orðið fleiri en 3 þessir dagar. Mínir heimildarmenn segja að þetta sé mjög vinsælt hér úti, jóladagatalið þeas. Þannig þetta er bara gott mál. Gæinn sem er að lýsa þetta er eiginlega hættur að lýsa auglýsingar og vill mest vinna í löngum verkefnum, og hann er með allnokkur slík í bókinni sinni fyrir þetta ár, þannig mar verður að standa sig ef maður á að fá að taka þátt í meira af verkefnum með honum.
NÖRDALJÓSATAL EKKI LESA EF þÚ VILT EKKERT VITA UM LJÓS.
Annars skoðaði ég nýja ARRI BabyMax 1,8KW í dag. Fallegt ljós með blue hönnunina frá ARRI. Notast við nýja tegund af ballest, 1,2kw-1,8kw en eins kapal og 1200W. Létt ljós með fullt af outputti, hausinn er jafnstór 1200w. Ég og Kit hjá Ljud och Bild kveiktum á því og ég fékk að fikta í því. Ég er að fíla þessa blue hönnun, losarann fyrir peruna, auka festing (á neðri holder) fyrir barndoor og svona. Reyndar er 1800W peran nákvæmlega jafn stór og 1200W þannig mar þarf að taka hana út til að tékka á hvort hún sé rétt. En það er semsagt hægt að setja 1200W peru í þetta kvikindi.
Ég skal reyna að blogga á morgun um fyrsta daginn á setti, sem mig hlakkar mjög til að upplifa, en ég lofa engu ef ég er að deyja úr þreytu verður bara að bíða smá.
Vi ses.
Mæting í fyrramálið út á einhverja borgareyju hér í tökur á Jóladagatali Svía. 3gja daga vinna til að byrja með, en þetta er 13 vikna production þannig þeir gætu orðið fleiri en 3 þessir dagar. Mínir heimildarmenn segja að þetta sé mjög vinsælt hér úti, jóladagatalið þeas. Þannig þetta er bara gott mál. Gæinn sem er að lýsa þetta er eiginlega hættur að lýsa auglýsingar og vill mest vinna í löngum verkefnum, og hann er með allnokkur slík í bókinni sinni fyrir þetta ár, þannig mar verður að standa sig ef maður á að fá að taka þátt í meira af verkefnum með honum.
NÖRDALJÓSATAL EKKI LESA EF þÚ VILT EKKERT VITA UM LJÓS.
Annars skoðaði ég nýja ARRI BabyMax 1,8KW í dag. Fallegt ljós með blue hönnunina frá ARRI. Notast við nýja tegund af ballest, 1,2kw-1,8kw en eins kapal og 1200W. Létt ljós með fullt af outputti, hausinn er jafnstór 1200w. Ég og Kit hjá Ljud och Bild kveiktum á því og ég fékk að fikta í því. Ég er að fíla þessa blue hönnun, losarann fyrir peruna, auka festing (á neðri holder) fyrir barndoor og svona. Reyndar er 1800W peran nákvæmlega jafn stór og 1200W þannig mar þarf að taka hana út til að tékka á hvort hún sé rétt. En það er semsagt hægt að setja 1200W peru í þetta kvikindi.
Ég skal reyna að blogga á morgun um fyrsta daginn á setti, sem mig hlakkar mjög til að upplifa, en ég lofa engu ef ég er að deyja úr þreytu verður bara að bíða smá.
Vi ses.
Sunday, February 14, 2010
Búinn að vera saddur í 2 tíma
Úff, já nautakjöt með lauk og stór salatskál. Ég get varla hreyft mig...
Anders eldaði þetta þegar við vorum nýkomnir úr kökuheimsókn Stefáns og Orlu, ég verð saddur í svona 25 klukkutíma í viðbót.
Fór á fund með einum gaffer í dag á kaffihúsi, hann var jákvæður og er núna að vinna í jóladagatali Svía fyrir næsta ár. Nóg að gera hja honum, hann ætlar að reyna að láta mig fá nokkra daga í þessu þegar þeim vantar aukahendur á sett. Svo lét hann mig hafa nöfn á 2 í viðbót sem hann sagði að væri sniðugt að tala við.
Svo var mér gefinn túlípani í lestinni af einhverju stelpugengi, þeim fannst þetta voða gaman og tóku mynd af mér, ég gat ekki annað en tekið við þessu... að segja nei takk hefði bara verið asnalegra.
Hér er auðvitað Valentínusardagur eins og annarstaðar, Svíarnir eru eins og við, ekkert alltof spenntir fyrir þessu en þetta er að verða stærra hér eins og heima. Fullt af hjartalaga stuffi í búðunum og útum allt, og auðvitað eru líka allir að fylgjast með vetrarólympíuleikunum, fullt af svíum þar.
Ætla að legjast á meltuna
Anders eldaði þetta þegar við vorum nýkomnir úr kökuheimsókn Stefáns og Orlu, ég verð saddur í svona 25 klukkutíma í viðbót.
Fór á fund með einum gaffer í dag á kaffihúsi, hann var jákvæður og er núna að vinna í jóladagatali Svía fyrir næsta ár. Nóg að gera hja honum, hann ætlar að reyna að láta mig fá nokkra daga í þessu þegar þeim vantar aukahendur á sett. Svo lét hann mig hafa nöfn á 2 í viðbót sem hann sagði að væri sniðugt að tala við.
Svo var mér gefinn túlípani í lestinni af einhverju stelpugengi, þeim fannst þetta voða gaman og tóku mynd af mér, ég gat ekki annað en tekið við þessu... að segja nei takk hefði bara verið asnalegra.
Hér er auðvitað Valentínusardagur eins og annarstaðar, Svíarnir eru eins og við, ekkert alltof spenntir fyrir þessu en þetta er að verða stærra hér eins og heima. Fullt af hjartalaga stuffi í búðunum og útum allt, og auðvitað eru líka allir að fylgjast með vetrarólympíuleikunum, fullt af svíum þar.
Ætla að legjast á meltuna
Friday, February 12, 2010
4 vikur
Já í dag eru liðnar 4 vikur síðan ég kom hingað yfir. Mér finnst rosalega langt síðan ég var á Íslandi en mér finnst ég hafa verið hérna í Svíþjóð í mjög stuttan tíma. Þetta er furðulegt.
Varðandi auglýsinguna þá var honum ekki leyft að taka með sér 2 aðstoðarmenn í þetta skiptið (hann var búinn að ráða einn) en hann lofaði að hafa mig með í einhverjum verkefnum á næstunni. Ég bauðst samt til að koma og hjálpa þeim allavega á prelight deginum, en þetta er svo voða high-profile auglýsing eitthvað að hann verður að fá clearance hjá framleiðslunni fyrir að ég megi koma. Þannig ég kíkji vonandi til þeirra á sett á mánudag, sjáum til. Þetta er ekki eins frjálslegt og heima greinilega.
Annars er ég að fara að hitta annan gaffer sem er bókaður út árið hvorki meira né minna, við ætlum að fá okkur kaffibolla og taka stöðuna. Hann virkar mjög fínn og jákvæður, vill endilega hitta mig þannig að það gæti verið eitthvað þar.
Ég og svíinn erum annars einir heima frá og með gærdeginum fram á mánudag, frænka fór til Íslands. Ég sá um matinn fyrir okkur í dag og bjó til bilað gott satay-kjúklingasalat með doritos og allskonar grænmeti. Skaut aðeins yfir markið og ég held að við tveir gætum étið ekkert annað en afganginn af þessu þangað til frænka kemur aftur. Þetta var lúmskt mikið, enda var salatskálin þung þegar ég fór með hana á borðið.
Kjúklingur er bull ódýr hér miðað við heima, kíló af frystum kjúklingabringum kostar 50kr sænskar (x1,7 fyrir íslenskt verð).
Hastala vista
Varðandi auglýsinguna þá var honum ekki leyft að taka með sér 2 aðstoðarmenn í þetta skiptið (hann var búinn að ráða einn) en hann lofaði að hafa mig með í einhverjum verkefnum á næstunni. Ég bauðst samt til að koma og hjálpa þeim allavega á prelight deginum, en þetta er svo voða high-profile auglýsing eitthvað að hann verður að fá clearance hjá framleiðslunni fyrir að ég megi koma. Þannig ég kíkji vonandi til þeirra á sett á mánudag, sjáum til. Þetta er ekki eins frjálslegt og heima greinilega.
Annars er ég að fara að hitta annan gaffer sem er bókaður út árið hvorki meira né minna, við ætlum að fá okkur kaffibolla og taka stöðuna. Hann virkar mjög fínn og jákvæður, vill endilega hitta mig þannig að það gæti verið eitthvað þar.
Ég og svíinn erum annars einir heima frá og með gærdeginum fram á mánudag, frænka fór til Íslands. Ég sá um matinn fyrir okkur í dag og bjó til bilað gott satay-kjúklingasalat með doritos og allskonar grænmeti. Skaut aðeins yfir markið og ég held að við tveir gætum étið ekkert annað en afganginn af þessu þangað til frænka kemur aftur. Þetta var lúmskt mikið, enda var salatskálin þung þegar ég fór með hana á borðið.
Kjúklingur er bull ódýr hér miðað við heima, kíló af frystum kjúklingabringum kostar 50kr sænskar (x1,7 fyrir íslenskt verð).
Hastala vista
Wednesday, February 10, 2010
1sta Bókun
Úje, reyndar óstaðfest þannig ég ætla ekkert að öskra eða hlaupa um nakinn af hamingju og gleði. En þetta tók mánuð. Vonandi er fóturinn þá að troðast aðeins lengra inní bransadyrargættina hér. Þetta er semsagt auglýsing á mánudag og þriðjudag, fæ go eða no go annað kvöld.
Bíð spenntur.
Venjulegur dagur í dag, frændi í heimsókn með familíuna og svo var syntur kílómeter. Er ekki ennþá búinn að ná að synda meira en það, það er ekkert svo gaman að synda sko... en það er samt skárra en að hlaupa á hlaupabretti. Annars er ég að spá í að synda 1250m næst, ég er byrjaður að ná kílómetranum á innan við hálftíma (rétt svo) og ég hef ekki hugmynd um hvort það sé gott, sæmilegt eða dröllulélegt. Þannig ég ætti að geta bætt við 250 metrum eða svona 10 mínútum.
hmmm.. ekkert við þetta að bæta, bíómynd í kvöld og rólegheit...
Bíð spenntur.
Venjulegur dagur í dag, frændi í heimsókn með familíuna og svo var syntur kílómeter. Er ekki ennþá búinn að ná að synda meira en það, það er ekkert svo gaman að synda sko... en það er samt skárra en að hlaupa á hlaupabretti. Annars er ég að spá í að synda 1250m næst, ég er byrjaður að ná kílómetranum á innan við hálftíma (rétt svo) og ég hef ekki hugmynd um hvort það sé gott, sæmilegt eða dröllulélegt. Þannig ég ætti að geta bætt við 250 metrum eða svona 10 mínútum.
hmmm.. ekkert við þetta að bæta, bíómynd í kvöld og rólegheit...
Tuesday, February 9, 2010
Metnaðarfull Snjóverk
Ég er bara að dunda mér hér í Svíþjóðinni. Gekk í félag íslenskra námsmanna þrátt fyrir að ég sé ekki námsmaður, fékk að vera með en þau eru oft að gera e-ð skemmtilegt eins og fótbolta, bandí eða bjórkvöld. Er að vinna annars í ljósmyndum sem ég á aragrúa af.
Ætla að láta eina mynd fylgja af litlu frændum mínum hér úti fyrir familíuna heima.

Annars fór ég í stóran labbitúr í dag og rakst á nokkuð metnaðarfullt snjóverk í einum garðinum:

En annars allt gott. Lífið er að verða að nokkuð fínni rútínu, byrjaður að lesa sænska bók svo að ég fái nú einhvern orðaforða. Orð dagsins er fönster... sem er gluggi, það hefði mér ekki dottið í hug. En svona er þetta.
Ætla að láta eina mynd fylgja af litlu frændum mínum hér úti fyrir familíuna heima.

Annars fór ég í stóran labbitúr í dag og rakst á nokkuð metnaðarfullt snjóverk í einum garðinum:

En annars allt gott. Lífið er að verða að nokkuð fínni rútínu, byrjaður að lesa sænska bók svo að ég fái nú einhvern orðaforða. Orð dagsins er fönster... sem er gluggi, það hefði mér ekki dottið í hug. En svona er þetta.
Monday, February 8, 2010
Emailast á milljón
Byggi mér hægt og rólega upp samskiptanet. Annars fékk ég í dag bankareikning og gerði mér strax ferð niður í Dagsljus til að þeir gætu fengið þær upplýsingar. En ALAS, lestarguðirnir voru ekki búnir að taka mig í sátt (þetta er fyrsta tilraun síðan síðasta miðvikudag) og ég var tilneyddur að taka strætó niðreftir á T-bane stöð. Lestin var föst einhverstaðar.
En smellti upplýsingunum inná drengina hjá Dagsljus og sendi böns af emailum á einhvern gafferalista sem ég er búinn að fá. Þannig nú er bara að bíða. Mikið gert af því hér í Svíþjóð....
Gærdagurinn var rólegur, fór í verslunarleiðangur eftir sokkum og öðrum nauðsynjum, svo var sofanð yfir Superbowl.
En smellti upplýsingunum inná drengina hjá Dagsljus og sendi böns af emailum á einhvern gafferalista sem ég er búinn að fá. Þannig nú er bara að bíða. Mikið gert af því hér í Svíþjóð....
Gærdagurinn var rólegur, fór í verslunarleiðangur eftir sokkum og öðrum nauðsynjum, svo var sofanð yfir Superbowl.
Saturday, February 6, 2010
Hönnunargalli
Fyrir um það bil 35-36 árum byggði vitleysingur hús í Svíðjóð, húsið var með nánast engum vatnshalla og flötu þaki. Semsagt þegar það snjóar mikið þá hleðst það á þakið, og húsin hérna eru ekkert öll úr steypu þannig að grindin fer til fjandans þegar að snjórinn verður þungur í leysingunum. Sum þök gefa sig. En þetta er ástæðan fyrir því að ég eyddi 1 og hálfum tíma með Anders uppá þaki að moka snjóinn af þakinu. Sem var hressandi en ég (og þau) skil ekki þessa hönnun á húsi...
Fattaði samt eftir á að Anders heitir að eftirnafni Karlson. Og Karlson pá taket er einmitt Kalli á þakinu, ævintýrið eftir Astrid Lindgren, skemmtileg tilviljun.
Egill passaðu þig á snúrunni.
Hér er Stefan og familía í heimsókn með litlu hryðjuverkamennina tvo, þeim finnst rosa gaman að hanga inni hjá mér og horfa á sjónvarp þar og messa í öllu, en það gefur bara lífinu lit. Reyndar er sá eldri (Ronan) pollrólegur og þægur, hinn minni (Killian) er hinsvegar algjör andstæða og þefar markvisst upp hluti sem hann á ekki að fikta í. Þannig að hann er undir ströngu eftirliti inni hjá mér útaf tölvunni og myndavéladótinu.
Verið þæg í kvöld
Egill passaðu þig á snúrunni
Fattaði samt eftir á að Anders heitir að eftirnafni Karlson. Og Karlson pá taket er einmitt Kalli á þakinu, ævintýrið eftir Astrid Lindgren, skemmtileg tilviljun.
Egill passaðu þig á snúrunni.
Hér er Stefan og familía í heimsókn með litlu hryðjuverkamennina tvo, þeim finnst rosa gaman að hanga inni hjá mér og horfa á sjónvarp þar og messa í öllu, en það gefur bara lífinu lit. Reyndar er sá eldri (Ronan) pollrólegur og þægur, hinn minni (Killian) er hinsvegar algjör andstæða og þefar markvisst upp hluti sem hann á ekki að fikta í. Þannig að hann er undir ströngu eftirliti inni hjá mér útaf tölvunni og myndavéladótinu.
Verið þæg í kvöld
Egill passaðu þig á snúrunni
Friday, February 5, 2010
Personnummer
Í dag varð ég sænskur þegn, sem má eiga bankareikning, má stíla á reikninga, jafnvel eiga mína eigin áskrift hjá símafyrirtæki. Fékk kennitölu sko. Þannig nú get ég líka farið að borga skatta og svona skemmtilegt.
Það er samt gott að fá þetta núna, þetta gat tekið 2-8 vikur, þetta tók 2 vikur og 4 daga hér hjá mér, nú er að sjá á mánudaginn hvort einhver banki vilji fá mig Íslendinginn í viðskipti við sig. Ég vona það því annars verður erfitt að fá borguð laun.
Enn ein róleg helgin, ætla að fikta í Photoshop og taka lífinu með ró, sá mann í dag með mestu bauga sem ég hef séð annars í öllum heiminum. Í alvöru! Þetta voru bókstaflega pokar undir augunum á honum, svona húðpokar fullir af einhverju og þeir virtust þungir, þetta náði niður fyrir hálft nef. Ef ég hefði verið með myndavélina þá hefði ég tekið mynd af honum, þó að ég hefði þurft að borga honum. En ég var að koma úr sundi og fór beint í kjarnann í smábænum að versla, þar sá ég hann koma úr Ríkinu, og var ekki með vélina. Mun hafa augun opin fyrir honum framvegis.
Góða helgi gott fólk
Það er samt gott að fá þetta núna, þetta gat tekið 2-8 vikur, þetta tók 2 vikur og 4 daga hér hjá mér, nú er að sjá á mánudaginn hvort einhver banki vilji fá mig Íslendinginn í viðskipti við sig. Ég vona það því annars verður erfitt að fá borguð laun.
Enn ein róleg helgin, ætla að fikta í Photoshop og taka lífinu með ró, sá mann í dag með mestu bauga sem ég hef séð annars í öllum heiminum. Í alvöru! Þetta voru bókstaflega pokar undir augunum á honum, svona húðpokar fullir af einhverju og þeir virtust þungir, þetta náði niður fyrir hálft nef. Ef ég hefði verið með myndavélina þá hefði ég tekið mynd af honum, þó að ég hefði þurft að borga honum. En ég var að koma úr sundi og fór beint í kjarnann í smábænum að versla, þar sá ég hann koma úr Ríkinu, og var ekki með vélina. Mun hafa augun opin fyrir honum framvegis.
Góða helgi gott fólk
Thursday, February 4, 2010
And there was nothing
Ekkert gert af viti í dag. Enda hékk ég á skype með strákunum fram undir 2 síðustu nótt, reif mig samt upp rúmlega 9 og hef fundið fyrir því í dag. Geispa og geispa, en ég fór í litla kjarnann hér í úthverfinu og settist á kaffihús og las í rólegheitunum. Ágætis staður, góðir sófar og þægilegt andrúmsloft, ekki slæmt kaffi heldur.
Á morgun er sund og miðbæjarferð kannski, sé til hvort ég sé búinn að taka lestarnar í sátt (eða þær mig)
Á morgun er sund og miðbæjarferð kannski, sé til hvort ég sé búinn að taka lestarnar í sátt (eða þær mig)
Wednesday, February 3, 2010
ARGH!
Fór í lestina í morgun, hress á leiðinni í vinnuna klukkan hálf átta eins og nýr úr kassanum. Lestin fór eina stöð og festist svo í bremsu og öllum var hent út í kuldann, okkur var sagt að það væri strætó á leiðinni að pikka okkur upp. Hann koma aldrei og frá stoppistöðinni sáu allir lestina sem var föst í bremsu keyra aftur af stað eftir 15 mín! Þannig að allir fóru aftur á brautarpallinn og náðu næstu lest, var meira en hálftíma seinn í vinnuna og frekar pirraður.
Vann svo mikið í vinnunni að ég þarf ekki að mæta á morgun, bíómyndapakkinn er að klárast í rólegheitunum.
Svo á leiðinni heim bilaði lestin fokking aftur, í þetta skipti var ljósabúnaðurinn eitthvað bilaður og við þurftum að snúa við og fara í aðra lest og VESEN VESEN!!!!
Urrr...
En gott í bili, allt er mjög gott hér og ég ætla að biðja til lestarguðsins í kvöld.
Vann svo mikið í vinnunni að ég þarf ekki að mæta á morgun, bíómyndapakkinn er að klárast í rólegheitunum.
Svo á leiðinni heim bilaði lestin fokking aftur, í þetta skipti var ljósabúnaðurinn eitthvað bilaður og við þurftum að snúa við og fara í aðra lest og VESEN VESEN!!!!
Urrr...
En gott í bili, allt er mjög gott hér og ég ætla að biðja til lestarguðsins í kvöld.
Tuesday, February 2, 2010
Und still!
Ójá
Meiri vinna á morgun við það sama, preppuðum 1 stk bíl í dag og nokkur smádjobb, plús allt wrappið sem er í gangi. Ég læri meira og meira af þessu. Samt er ég oft pirraður því það tefur mig að vita ekki hvernig protocolið er ef maður finnur eitthvað að einhverju. T.d. hvenær lætur maður það sleppa og hvenær ekki, hvað er gamall galli sem er búið að rukka fyrir... hvenær geri ég sjálfur við það og hvenær set ég það í viðgerðarherbergið... urr... Finnst eins og ég geri ekki annað en að spyrja hina hvað ég á að gera í þessu eða hinu, sem pirrar mig vonandi miklu meira en þá. Hlýt að læra þetta á endanum.
Heit sturta og rólegt kvöld framundan, batterýin tæmast fljótt þegar maður þarf að einbeita sér til að skilja hvað fólk er að segja OG vera að vinna á milljón. Slefa yfirleitt af þreytu um 10 leytið. En sænskan mín hefur tekið framförum, ég er amk byrjaður að tala hana alltaf frekar en að hoppa yfir á ensku.
En en, bíð ennþá eftir fyrsta sett djobbinu, bíð spenntur!
Meiri vinna á morgun við það sama, preppuðum 1 stk bíl í dag og nokkur smádjobb, plús allt wrappið sem er í gangi. Ég læri meira og meira af þessu. Samt er ég oft pirraður því það tefur mig að vita ekki hvernig protocolið er ef maður finnur eitthvað að einhverju. T.d. hvenær lætur maður það sleppa og hvenær ekki, hvað er gamall galli sem er búið að rukka fyrir... hvenær geri ég sjálfur við það og hvenær set ég það í viðgerðarherbergið... urr... Finnst eins og ég geri ekki annað en að spyrja hina hvað ég á að gera í þessu eða hinu, sem pirrar mig vonandi miklu meira en þá. Hlýt að læra þetta á endanum.
Heit sturta og rólegt kvöld framundan, batterýin tæmast fljótt þegar maður þarf að einbeita sér til að skilja hvað fólk er að segja OG vera að vinna á milljón. Slefa yfirleitt af þreytu um 10 leytið. En sænskan mín hefur tekið framförum, ég er amk byrjaður að tala hana alltaf frekar en að hoppa yfir á ensku.
En en, bíð ennþá eftir fyrsta sett djobbinu, bíð spenntur!
Monday, February 1, 2010
Jobbe
Jess, lestarsamgöngurnar voru eitthvað leiðinlegar í morgun þannig ég var pínu seinn í vinnuna, en allir virtust skilja það. Svo hafði líka hlýnað í nótt þannig að í staðinn fyrir -17° voru bara litlar -4° í morgun rétt fyrir 7.
En spacelights, shadowmakers og hellingur af skemmtilegu stöffi var skoðað og tékkað inn í dag, við vorum orðnir 5 á gólfinu bara að tékka ljósadót (3-4 í griphorninu, camerur eru í öðru húsnæði en þeir voru sennilega líka allavega 4), erum ekki hálfnaðir einu sinni þannig ég fer aftur á morgun. En núna mæting 9 þannig ég þarf bara að fara að heiman rétt fyrir átta... mun eðlilegra einhvernvegin.
Ég hef lúmskt gaman að vinnunni núna þó hún sé ekki fjölbreytileg til lengri tíma, fullt af nýju stuffi til að fikta í sem ég hafði bara heyrt um og nokkuð fínir gaurar bara. Ég get samt ennþá ekki sagt langa sögu né brandara á sænsku... en ég baslast við að tala hana svo það komi nú einhverntíman.
En rólegt í kvöld, bara sjónvarp og smá talva.
En spacelights, shadowmakers og hellingur af skemmtilegu stöffi var skoðað og tékkað inn í dag, við vorum orðnir 5 á gólfinu bara að tékka ljósadót (3-4 í griphorninu, camerur eru í öðru húsnæði en þeir voru sennilega líka allavega 4), erum ekki hálfnaðir einu sinni þannig ég fer aftur á morgun. En núna mæting 9 þannig ég þarf bara að fara að heiman rétt fyrir átta... mun eðlilegra einhvernvegin.
Ég hef lúmskt gaman að vinnunni núna þó hún sé ekki fjölbreytileg til lengri tíma, fullt af nýju stuffi til að fikta í sem ég hafði bara heyrt um og nokkuð fínir gaurar bara. Ég get samt ennþá ekki sagt langa sögu né brandara á sænsku... en ég baslast við að tala hana svo það komi nú einhverntíman.
En rólegt í kvöld, bara sjónvarp og smá talva.
Sunday, January 31, 2010
Bronsið
Komst í hús. Það er gott.
Kaffihús, bækur og handbolti, það er dagurinn í dag. Fór í mat til frænda í gær, það var gott stuff, fajitas og heimagert salsa og guacamole (veit ekkert hvort þetta er rétt skrifað), og tveir viský í vatni og spjall eftir matinn.
Svo vinna og vakna kl 6 í fyrramálið, það stendur -17° á mælinum núna, ég get ekki sagt að mig hlakki mjög mikið til að æða út í þann fjanda nývaknaður.
Ætla að reyna að sofna snemma!
Laters
Kaffihús, bækur og handbolti, það er dagurinn í dag. Fór í mat til frænda í gær, það var gott stuff, fajitas og heimagert salsa og guacamole (veit ekkert hvort þetta er rétt skrifað), og tveir viský í vatni og spjall eftir matinn.
Svo vinna og vakna kl 6 í fyrramálið, það stendur -17° á mælinum núna, ég get ekki sagt að mig hlakki mjög mikið til að æða út í þann fjanda nývaknaður.
Ætla að reyna að sofna snemma!
Laters
Friday, January 29, 2010
Ahhh
Ekkert nýtt héðan. Flakkaði meira um Söder og fann nýjan og fínan hluta þar. Þetta er ekkert stórt hverfi en það er svo kalt að maður er ekkert að labba neinar vegalengdir. Ég var allavega fljótur að dýfa mér inná kaffihús og lesa bók í rólegheitunum eftir 15 mín labbitúr.
Nú en þetta verður bara handboltahelgi og svo vinna á mánudaginn klukkan 8... sem þýðir að ég þarf að vakan um 6 til að fá mér morgunmat og svona. En svona er þetta bara, þá er ég líka bara búinn fyrr. Held að myndin sé að wrappa þannig það er nóg að ganga frá, fæ vonandi fleiri daga en bara mánudaginn.
Bleh
Nú en þetta verður bara handboltahelgi og svo vinna á mánudaginn klukkan 8... sem þýðir að ég þarf að vakan um 6 til að fá mér morgunmat og svona. En svona er þetta bara, þá er ég líka bara búinn fyrr. Held að myndin sé að wrappa þannig það er nóg að ganga frá, fæ vonandi fleiri daga en bara mánudaginn.
Bleh
Thursday, January 28, 2010
Blóðbúðingur!
Aha
Synti 1 km í dag, ekkert bólar á bare bryster. Svo strætó heim og labbitúr. Labbaði nokkra km og tók myndir í vetrarveðrinu, alltíeinu var ég kominn hjá sundlauginni aftur (í miðbæ úthverfisins). Þannig ég fékk mér kaffi og tók aftur strætó heim, frekar sáttur við hreyfingu dagsins, 4km labbaðir.
Svo handboltinn.... ég verð alltaf svo stressaður, á erfitt með andardrátt og fæ ósjálfráðan skjálfta. Bíð eftir að það líði yfir mig yfir handboltaleik. En flottur sigur hjá strákunum. Það var skoðanakönnun á sænsku íþróttastöðinni um hvaða norðurlandalið Svíar vildu áfram. Við fengum 50% atkv, Norðmenn 34% og Danir 16%. Sáttur við sænskan almenning.
Eftir boltann var keyrt í úthverfi að ná í annan fjölskyldubílinn sem var í viðgerð, við vorum komnir langt út í sveit. Svíar trúa ekki á rúðupiss eða götulýsingu, svo mikið hef ég lært. Annars keyrði ég til baka frá nowhere, reyndi bara að halda í við Anders sem var fyrir framan mig. Annars var þetta ekkert flókið... bara langt.
Blóðbúðingur og beikon í matinn (með allskonar meðlæti, eggjaköku og þannig), ég borðaði mig pakksaddann. Blóðbúðingur er mjög góður, hafði ekki smakkað þannig. Hann er bara eins og einhverskonar kaka.... það er svo mikið hveiti í honum svo er hann steiktur í sneiðum. Minnir mig pínu á pönnuköku.
Fínn dagur.
Synti 1 km í dag, ekkert bólar á bare bryster. Svo strætó heim og labbitúr. Labbaði nokkra km og tók myndir í vetrarveðrinu, alltíeinu var ég kominn hjá sundlauginni aftur (í miðbæ úthverfisins). Þannig ég fékk mér kaffi og tók aftur strætó heim, frekar sáttur við hreyfingu dagsins, 4km labbaðir.
Svo handboltinn.... ég verð alltaf svo stressaður, á erfitt með andardrátt og fæ ósjálfráðan skjálfta. Bíð eftir að það líði yfir mig yfir handboltaleik. En flottur sigur hjá strákunum. Það var skoðanakönnun á sænsku íþróttastöðinni um hvaða norðurlandalið Svíar vildu áfram. Við fengum 50% atkv, Norðmenn 34% og Danir 16%. Sáttur við sænskan almenning.
Eftir boltann var keyrt í úthverfi að ná í annan fjölskyldubílinn sem var í viðgerð, við vorum komnir langt út í sveit. Svíar trúa ekki á rúðupiss eða götulýsingu, svo mikið hef ég lært. Annars keyrði ég til baka frá nowhere, reyndi bara að halda í við Anders sem var fyrir framan mig. Annars var þetta ekkert flókið... bara langt.
Blóðbúðingur og beikon í matinn (með allskonar meðlæti, eggjaköku og þannig), ég borðaði mig pakksaddann. Blóðbúðingur er mjög góður, hafði ekki smakkað þannig. Hann er bara eins og einhverskonar kaka.... það er svo mikið hveiti í honum svo er hann steiktur í sneiðum. Minnir mig pínu á pönnuköku.
Fínn dagur.
Wednesday, January 27, 2010
Supernova
Dagurinn byrjaði rólega og var frekar kaldur, en það var bara lognið á undan "storminum". Það kom smá gola og skafrenningur uppúr hádegi, ég nennti ekki út í veðrið enda hafði ég svosem ekkert að gera. En þetta varð ekki eins mikið og fólk hélt að það yrði en samt var mikið um umferðaróhöpp enda lélegt skyggni og hálka.
Ég kláraði bara Murakami bókina mína og hringdi nokkur símtöl. Fékk lista með email og símanúmerum hjá 20 ljósamönnum frá einus sem ég hitti um daginn. Ég er byrjaður að reyna ná sambandi við þessa gæja, sjáum hvernig það fer. Annars var þetta bara rólegur dagur, horfði á heimildarþátt um Supernovas og svarthol, þarna voru mörg löng sænsk vísindaorð sögð þannig ég átti erfitt með að skilja þetta. Hefði reyndar örugglega átt erfitt með að skilja þetta á íslensku líka þannig ég var ekkert hissa... en það sem ég skildi fannst mér fróðlegt.
Sund á morgun, kannski bare bryster, svo handboltaleikur. Gott stuff.
Ég kláraði bara Murakami bókina mína og hringdi nokkur símtöl. Fékk lista með email og símanúmerum hjá 20 ljósamönnum frá einus sem ég hitti um daginn. Ég er byrjaður að reyna ná sambandi við þessa gæja, sjáum hvernig það fer. Annars var þetta bara rólegur dagur, horfði á heimildarþátt um Supernovas og svarthol, þarna voru mörg löng sænsk vísindaorð sögð þannig ég átti erfitt með að skilja þetta. Hefði reyndar örugglega átt erfitt með að skilja þetta á íslensku líka þannig ég var ekkert hissa... en það sem ég skildi fannst mér fróðlegt.
Sund á morgun, kannski bare bryster, svo handboltaleikur. Gott stuff.
Tuesday, January 26, 2010
Kjötsúpa
Ójá
Ég snæddi íslenska kjötsúpu með sænsku graslambi útí rétt í þessu, ekki svona fjallalambi eins og við fáum heima en þetta var engu að síður mjööög gott!
Og við stútuðum Rússunum, hefði nú bara verið svekktur ef það hefði klikkað, þeir eru búnir að vera slappir allt mótið.
Anyhow, labbitúr á Söder í smávegis vetrarsól sem kom út og -7 gráðum var hressandi í morgunsárið. Keypti mér madman bindi í vintagebúð.
Ég tók með mér filmuvélina sem ég setti svarthvíta 100ASA filmu í, finn það vel núna að ég er alinn upp við digital, ég tók 2 myndir á hana í dag og er strax orðinn óþolinmóður að sjá þær. En ég verð að bíða og taka 34 myndir í viðbót áður en að ég sendi þess elsku í framköllun.
Hér á að vera snjóstormur á morgun þannig ég veit ekki alveg hvað ég tek til bragðs... reyni kannski að klára eitthvað af þessum bókum sem ég er búinn að kaupa.
Sjáum til, until next time....
Ég snæddi íslenska kjötsúpu með sænsku graslambi útí rétt í þessu, ekki svona fjallalambi eins og við fáum heima en þetta var engu að síður mjööög gott!
Og við stútuðum Rússunum, hefði nú bara verið svekktur ef það hefði klikkað, þeir eru búnir að vera slappir allt mótið.
Anyhow, labbitúr á Söder í smávegis vetrarsól sem kom út og -7 gráðum var hressandi í morgunsárið. Keypti mér madman bindi í vintagebúð.
Ég tók með mér filmuvélina sem ég setti svarthvíta 100ASA filmu í, finn það vel núna að ég er alinn upp við digital, ég tók 2 myndir á hana í dag og er strax orðinn óþolinmóður að sjá þær. En ég verð að bíða og taka 34 myndir í viðbót áður en að ég sendi þess elsku í framköllun.
Hér á að vera snjóstormur á morgun þannig ég veit ekki alveg hvað ég tek til bragðs... reyni kannski að klára eitthvað af þessum bókum sem ég er búinn að kaupa.
Sjáum til, until next time....
Monday, January 25, 2010
Svömma JA!
Ég fór að leita að félagssamtökunum sem Biggi sagði mér frá í dag. Bare Bryster, sem eru semsagt konur sem fara berbrjósta í sund. Ég sá engan meðlim í sundinu þannig ég synti bara. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að sundlaugarnar okkar eru miiiiklu betri en þessar hér, en ég gat synt með 40 gamlingjum. Svo fór ég í pottinn sem var svona bara alltílagi, en það má bara vera í honum á meðan það er grænt ljós sem er í svona 5 mín, svo þurfa allir að fara uppúr honum á meðan potturinn hreinsar sig í aðrar 5. Þetta er sennilega afþví að engir aðrir en íslendingar kunna að fokking baða sig áður en þeir fara í laugina! ARG. Ég sver það að í hver skipti sem ég synti framhjá einni af svamlandi gömlu konunum fann ég megna ilmvatnslykt! Og hárið hennar var skraufþurrt og hún með svona hangieyrnalokka að svamla (alls ekki synda!), hvað er AÐ???
Svo fór ég til póstsins og spurði þá hvar taskan mín væri. Þau sögðu að hún væri bakvið og skildu ekkert í að ég hefði haft áhyggjur, voru samt ekkert að hafa fyrir því að senda mér bréf sem sagði að hún væri hjá þeim. Þannig ég fékk restina af dótinu mínu, mér til mikillar ánægju.
Eftir það var strætóast aftur heim til að ná leiknum, sem ég og frænka horfðum á sveitt af spenningi. Eftir það er bara lestur og símtöl. Er að tala við nokkra mjög aktíva ljósamenn og reyna að ná að hitta á þá, það gengur fínt en fyrsti fundur er í næstu viku.
Hringja meira á morgun og leika sér með Canon filmuvél sem ég fann hér inní skáp og kom í gang. Það er spáð 30-50cm af snjó hér á bilinu miðvikud-föstud, þannig ég hugsa að ég reyni að koma mér inní miðbæ á morgun... in case að lestarkerfið fari til fjandans.
Heido
Svo fór ég til póstsins og spurði þá hvar taskan mín væri. Þau sögðu að hún væri bakvið og skildu ekkert í að ég hefði haft áhyggjur, voru samt ekkert að hafa fyrir því að senda mér bréf sem sagði að hún væri hjá þeim. Þannig ég fékk restina af dótinu mínu, mér til mikillar ánægju.
Eftir það var strætóast aftur heim til að ná leiknum, sem ég og frænka horfðum á sveitt af spenningi. Eftir það er bara lestur og símtöl. Er að tala við nokkra mjög aktíva ljósamenn og reyna að ná að hitta á þá, það gengur fínt en fyrsti fundur er í næstu viku.
Hringja meira á morgun og leika sér með Canon filmuvél sem ég fann hér inní skáp og kom í gang. Það er spáð 30-50cm af snjó hér á bilinu miðvikud-föstud, þannig ég hugsa að ég reyni að koma mér inní miðbæ á morgun... in case að lestarkerfið fari til fjandans.
Heido
Sunday, January 24, 2010
Avatar
Sá hana loksins í dag í 1000 manna sal. Ég sat á eftri svölum, það var eitt sæti óselt í salnum, starfsmaður steig á sviðið fyrir sýningu og sagði að okkur yrði heitt, loftræstikerfið var bilað!
Ég fann samt svalan gust undir miðri mynd þannig ég held að þeir hafi lagað það, svitnaði allavega ekkert. Myndin var samt fín, ég skemmti mér vel.
Hmm what else, já ég trakkaði aðra töskuna sem ég sendi á undan mér, hún var síðast reported í Malmö fyrir meira en viku síðan... ég þarf að fara í póstinn á morgun að spyrjast fyrir um hana. Ein komst alla leið en hin er í ruglinu, vonandi ekkert alvarlegt því ég sakna alveg góðu ullarpeysunnar minna og nokkra skyrtna.
Annars er ekkert á dagskrá, ennþá ekki haft neinn dag hér sem ég ætlaði ekki að gera neitt nema synda, kannski geri ég það bara á morgun. Handbolti í kvöld og afslapp.
Laters
Ég fann samt svalan gust undir miðri mynd þannig ég held að þeir hafi lagað það, svitnaði allavega ekkert. Myndin var samt fín, ég skemmti mér vel.
Hmm what else, já ég trakkaði aðra töskuna sem ég sendi á undan mér, hún var síðast reported í Malmö fyrir meira en viku síðan... ég þarf að fara í póstinn á morgun að spyrjast fyrir um hana. Ein komst alla leið en hin er í ruglinu, vonandi ekkert alvarlegt því ég sakna alveg góðu ullarpeysunnar minna og nokkra skyrtna.
Annars er ekkert á dagskrá, ennþá ekki haft neinn dag hér sem ég ætlaði ekki að gera neitt nema synda, kannski geri ég það bara á morgun. Handbolti í kvöld og afslapp.
Laters
Saturday, January 23, 2010
Unnum bara
Jess jess og jess
Var að horfa á landsliðið vinna Danmörku í sjónvarpinu. Horfði á þetta í sænsku netsjónvarpi með svona 60 pixla upplausn, sá hvíta og rauða pixla færast til en heyrði hljóðið og skildi eiginlega allt, sá aldrei boltann samt...
Ég var næstum viss um að þetta yrði tap, en Svíarnir voru að tala um að við hefðum aldrei átt góðan markmann, og að þjálfarar væru að segja sínum mönnum að það væri nóg að hitta á markið á móti okkur, þá færi boltinn inn. Well open up a can of shut the fuck up því Björgvin var góður í kvöld!
Ég og frænka skáluðum fyrir 2gja marka forystu í hálfleik í sænskri glögg sem er mjög góð, og þar með smakkaði ég góða glögg í fyrsta skipti á ævi minni. Ég fékk 2008 árganginn sem var bláberjaglögg, hún fékk sér 2006 sem var appelsínu. Spes drykkur sem er bara gefinn út hver jól með mismunandi bragði semsagt, en 2008 var gott á bragðið.
Annars viðburðarlítill dagur, keyrði reyndar í fyrsta skipti í Svíþjóð hér í úthverfinu... en það var ekkert merkilegt og gekk vel að rata þannig nenni ekki að eyða fleiri orðum í það, svo fékk ég mér pizzu með Stefan (systkinabarni mínu) og fjölskyldunni hans. Ég bý semsagt hjá mömmu hans og pabba í augnablikinu (Beggu og Anders) og svo á hann írska konu (Orla) og tvo litla stráka (Ronan og Killian). Þau búa í nágrenninu hér í úthverfinu og ég keyrði einmitt til þeirra í dag. Ekki langt semsagt.
En bleh bara, of seint að taka lestina á djammið í kvöld þannig það er bara sjónvarp og hver veit nema ég horfi á leikinn aftur í eðlilegri upplausn á eftir kl 12.
Until next time.
Var að horfa á landsliðið vinna Danmörku í sjónvarpinu. Horfði á þetta í sænsku netsjónvarpi með svona 60 pixla upplausn, sá hvíta og rauða pixla færast til en heyrði hljóðið og skildi eiginlega allt, sá aldrei boltann samt...
Ég var næstum viss um að þetta yrði tap, en Svíarnir voru að tala um að við hefðum aldrei átt góðan markmann, og að þjálfarar væru að segja sínum mönnum að það væri nóg að hitta á markið á móti okkur, þá færi boltinn inn. Well open up a can of shut the fuck up því Björgvin var góður í kvöld!
Ég og frænka skáluðum fyrir 2gja marka forystu í hálfleik í sænskri glögg sem er mjög góð, og þar með smakkaði ég góða glögg í fyrsta skipti á ævi minni. Ég fékk 2008 árganginn sem var bláberjaglögg, hún fékk sér 2006 sem var appelsínu. Spes drykkur sem er bara gefinn út hver jól með mismunandi bragði semsagt, en 2008 var gott á bragðið.
Annars viðburðarlítill dagur, keyrði reyndar í fyrsta skipti í Svíþjóð hér í úthverfinu... en það var ekkert merkilegt og gekk vel að rata þannig nenni ekki að eyða fleiri orðum í það, svo fékk ég mér pizzu með Stefan (systkinabarni mínu) og fjölskyldunni hans. Ég bý semsagt hjá mömmu hans og pabba í augnablikinu (Beggu og Anders) og svo á hann írska konu (Orla) og tvo litla stráka (Ronan og Killian). Þau búa í nágrenninu hér í úthverfinu og ég keyrði einmitt til þeirra í dag. Ekki langt semsagt.
En bleh bara, of seint að taka lestina á djammið í kvöld þannig það er bara sjónvarp og hver veit nema ég horfi á leikinn aftur í eðlilegri upplausn á eftir kl 12.
Until next time.
Friday, January 22, 2010
Íraskur (iraq) bodyguard og 20 ára gaffer
Jebbs
Í dag var annar freelance þræll á gólfinu með mér, 20 ára stelpa sem var bara nokkuð skemmtileg. Vill bara vinna í ljósum og er að fara að gaffa einhverja skeleton crew bíómynd bráðum, svo á meðan við vorum að vinna var hringt í hana og henni boðið djobb í París! Nóg að gera hjá henni og það er frábært, hún er búin að vera að í 2 ár.
Svo kynntist ég ljósastrákunum sem eru að fara í Clooney myndina, en þeir voru hressir og við spjölluðum mikið saman.
Svo testaði ég Dinoljós, merkilegt ljós, aldrei séð það en nú veit ég hvað það er, ekki var það flókið. Sniðug græja samt, væri til í að sjá þetta í alvöruvinnu einhverntíman en ekki bara inná gólfi þar sem maður hefur engan samanburð.
Þegar ég var að fara heim læstist ég inni í compoundinu sem fyrirtækið er inní og var farinn að íhuga alvarlega að klifra yfir gaddavírsgirðinguna þegar bíll kom og opnaði bílahliðið, ég rétt slapp út með honum en var öfugu megin við alla húsalengjuna (miðað við hvar strætóinn kemur), þannig ég labbaði hringinn. Tók sinn tíma en ég náði samt strætónum með vinnufélögunum sem spurðu mig hvar í fjandanum ég hefði verið. Ég sagði þeim það, þeir hlógu. Aikira (maður sem ég vinn mest með) sagði að það væri hægt að smeygja sér út um bílahliðið strætómegin þó að það sé læst... great!
Í strætónum fór ég að spjalla við Kris sem Aikira kallar talibana (í góðu samt) en hann vinnur í afgreiðslunni og einhverju öðru, veit ekki alveg. Hann er frá Írak og sagðist ekki alveg vera að fíla vinnuna sína núna, en hann á sænska konu og getur ekkert gert. Svo sagði hann að yfirmaður hans hefði verið að hringja í hann og biðja hann um að koma að vinna aftur og hann var að spá í því. Nú auðvitað spyr ég hvað hann gerði áður. Hann: aa, já ég var svona lífvörður á bílalestum í Írak... nú má ég velja hvort ég verði í Afghanistan eða Írak. Mér fannst ekkert skrýtið að honum finnist afgreiðslustarf í Svíþjóð óspennandi þegar hann hefur lent í skothríð úr fyrirsát...
Ætla að smakka á sænskum bjór og unwinda... er jafnvel að spá í að djamma á morgun!
Í dag var annar freelance þræll á gólfinu með mér, 20 ára stelpa sem var bara nokkuð skemmtileg. Vill bara vinna í ljósum og er að fara að gaffa einhverja skeleton crew bíómynd bráðum, svo á meðan við vorum að vinna var hringt í hana og henni boðið djobb í París! Nóg að gera hjá henni og það er frábært, hún er búin að vera að í 2 ár.
Svo kynntist ég ljósastrákunum sem eru að fara í Clooney myndina, en þeir voru hressir og við spjölluðum mikið saman.
Svo testaði ég Dinoljós, merkilegt ljós, aldrei séð það en nú veit ég hvað það er, ekki var það flókið. Sniðug græja samt, væri til í að sjá þetta í alvöruvinnu einhverntíman en ekki bara inná gólfi þar sem maður hefur engan samanburð.
Þegar ég var að fara heim læstist ég inni í compoundinu sem fyrirtækið er inní og var farinn að íhuga alvarlega að klifra yfir gaddavírsgirðinguna þegar bíll kom og opnaði bílahliðið, ég rétt slapp út með honum en var öfugu megin við alla húsalengjuna (miðað við hvar strætóinn kemur), þannig ég labbaði hringinn. Tók sinn tíma en ég náði samt strætónum með vinnufélögunum sem spurðu mig hvar í fjandanum ég hefði verið. Ég sagði þeim það, þeir hlógu. Aikira (maður sem ég vinn mest með) sagði að það væri hægt að smeygja sér út um bílahliðið strætómegin þó að það sé læst... great!
Í strætónum fór ég að spjalla við Kris sem Aikira kallar talibana (í góðu samt) en hann vinnur í afgreiðslunni og einhverju öðru, veit ekki alveg. Hann er frá Írak og sagðist ekki alveg vera að fíla vinnuna sína núna, en hann á sænska konu og getur ekkert gert. Svo sagði hann að yfirmaður hans hefði verið að hringja í hann og biðja hann um að koma að vinna aftur og hann var að spá í því. Nú auðvitað spyr ég hvað hann gerði áður. Hann: aa, já ég var svona lífvörður á bílalestum í Írak... nú má ég velja hvort ég verði í Afghanistan eða Írak. Mér fannst ekkert skrýtið að honum finnist afgreiðslustarf í Svíþjóð óspennandi þegar hann hefur lent í skothríð úr fyrirsát...
Ætla að smakka á sænskum bjór og unwinda... er jafnvel að spá í að djamma á morgun!
Thursday, January 21, 2010
Lífið í lestunum
Jebbs hér eru almenningssamgöngur sem virka, maður þarf ekkert að eiga bíl, sérstaklega ef maður er mest í miðbænum. Hér í úthverfinu væri reyndar fínt að hafa einn en alls ekki nauðsynlegt. Maður þarf bara að læra á lestarkerfið.
Ég þarf að labba í svona 7-8mín út á brautarpallinn næst húsinu, geri það yfirleitt á morgnana. Þar kemur lest á minnst hálftíma frest og þær ganga alveg til rúmlega 1 á næturna. (annars eru allskonar næturstrætóar til líka, á eftir að kynna mér það).
Þetta er endastöðin í ljósaskiptunum.
Tek allavega lestina sem er mjúk og þægileg, ekki enn lent í henni fullri (það ganga fleiri á rush hours) og er kominn á endastöð eftir um hálftíma. Þaðan get ég labbað beint niður í neðanjarðarlestakerfið sem fer með mig hvert í borg sem er.

Frekar eðileg T-bane stöð, en það er tunnelbanen eða neðanjarðarlestin. Þær koma á svona 5 mín fresti, eftir því hvert þú ert að fara samt.
Skil samt ekki hinar lestarnar, þeas fólkið sem sér um miðana. Það hlýtur að vera mannglöggasta fólk í heiminum í hálftíma. Ég sest inn og fer næstum á hinn endann á leiðinni, semsagt sit í svona rúman hálftíma. Ég er spurður um miða svona á fyrstu 5 mínútunum, svo aldrei aftur. Fólk er að koma inn og fara úr lestinni allan tíman, þannig að lestarverðirnir eru að rápa fram og tilbaka og fá miða, spyrja samt aldrei tvisvar. Merkilegt fólk! Kannski er samt eitthvað trix á bakvið þetta.
Annars heimsótti ég annað stórt fyrirtæki í dag Ljud och bild media, sem voru einu sinni í bílskúr en eiga núna risavöruhús fullt af græjum og 20 manns í steady vinnu hjá þeim. Þeir eru ss tækjaleiga líka eins og Dagsljus. Þeir voru líka mjög hjálplegir og gáfu mer kaffi og sýndu mér staðinn og svona. Svo létu þeir mig fá númer hjá fullt af gaurum sem hafa mögulega einhver not fyrir mig svo ætla þeir sjálfi kannski að hringja eitthvað ef þeim vantar hjálp, svona eins og hinir.
Allavega, ætla bara að fylgjast með handboltanum og taka því rólega restina af deginum, vinna á morgun.
Ég þarf að labba í svona 7-8mín út á brautarpallinn næst húsinu, geri það yfirleitt á morgnana. Þar kemur lest á minnst hálftíma frest og þær ganga alveg til rúmlega 1 á næturna. (annars eru allskonar næturstrætóar til líka, á eftir að kynna mér það).

Tek allavega lestina sem er mjúk og þægileg, ekki enn lent í henni fullri (það ganga fleiri á rush hours) og er kominn á endastöð eftir um hálftíma. Þaðan get ég labbað beint niður í neðanjarðarlestakerfið sem fer með mig hvert í borg sem er.

Frekar eðileg T-bane stöð, en það er tunnelbanen eða neðanjarðarlestin. Þær koma á svona 5 mín fresti, eftir því hvert þú ert að fara samt.
Skil samt ekki hinar lestarnar, þeas fólkið sem sér um miðana. Það hlýtur að vera mannglöggasta fólk í heiminum í hálftíma. Ég sest inn og fer næstum á hinn endann á leiðinni, semsagt sit í svona rúman hálftíma. Ég er spurður um miða svona á fyrstu 5 mínútunum, svo aldrei aftur. Fólk er að koma inn og fara úr lestinni allan tíman, þannig að lestarverðirnir eru að rápa fram og tilbaka og fá miða, spyrja samt aldrei tvisvar. Merkilegt fólk! Kannski er samt eitthvað trix á bakvið þetta.
Annars heimsótti ég annað stórt fyrirtæki í dag Ljud och bild media, sem voru einu sinni í bílskúr en eiga núna risavöruhús fullt af græjum og 20 manns í steady vinnu hjá þeim. Þeir eru ss tækjaleiga líka eins og Dagsljus. Þeir voru líka mjög hjálplegir og gáfu mer kaffi og sýndu mér staðinn og svona. Svo létu þeir mig fá númer hjá fullt af gaurum sem hafa mögulega einhver not fyrir mig svo ætla þeir sjálfi kannski að hringja eitthvað ef þeim vantar hjálp, svona eins og hinir.
Allavega, ætla bara að fylgjast með handboltanum og taka því rólega restina af deginum, vinna á morgun.
Wednesday, January 20, 2010
St st st Studio Dan
Fór í langferð til að hitta mann sem er með litla tækjaleigu og stúdíó. Hann og ljósateamið hans voru að undirbúa auglýsingu í fyrramálið en settust niður í kaffi með mér. Mjög hressir náungar og þeir gátu sagt mér fullt, gáfu mér númer, sögðu mér við hvern best væri að tala og svona. Hressir gaurar. Svo fóru þeir aftur að vinna og hengja upp spacelights í stúdíóinu.
Hér er víst einhver kjarabarátta um að lengja vinnadaginn úr 8 tímum í 10 tíma, og það er aðalmálið, either way, það eru tólf tímar heima þannig ég er samt að græða. Þeim fannst við vera klikkaðir að vinna í 12 tíma því þeir verða ansi oft 14 eins og þeir vita...

En þeir hafa kannski einhver not fyrir mig í febrúar, svo eru þeir búnir að landa 2 bíómyndum sem á að gera á árinu... þannig vonandi taka þeir mig í eitthvað.
Svo fór ég bara í labbitúr / kebabhunt um Gamle Stan. Sem er ennþá frábær og með fullt af afkimum.

So en ég fann kebabstað og hér kemur dómurinn:
Nafn: Jerusalem Kebab (í Gamle Stan)
Verð: 80SEK fyrir kebabvefju og litla kók
Þjónusta: Frábær, vingjarnlegir gaurar og ég var eini kúnninn. Notalegur staður samt á notalegum stað.
Gæði matar: Mjög gott en ekki beint kebab sem mér datt í hug þegar ég smakkaði. Það var smá ferskur kóríander settur inní sem gaf smá aukabragð sem var gott en ekki beint eins og kebab á að vera. Svo komu sósurnar í layers, stundum fékk maður rótsterkan bita og stundum mjög mildan, sem var skemmtilegt lotterí.
Stjörnur: 3,5/5, það var fín stemming þarna og snyrtilegt, maturinn var góður en ekki eins og kebab á að vera.

húha
Hér er víst einhver kjarabarátta um að lengja vinnadaginn úr 8 tímum í 10 tíma, og það er aðalmálið, either way, það eru tólf tímar heima þannig ég er samt að græða. Þeim fannst við vera klikkaðir að vinna í 12 tíma því þeir verða ansi oft 14 eins og þeir vita...

En þeir hafa kannski einhver not fyrir mig í febrúar, svo eru þeir búnir að landa 2 bíómyndum sem á að gera á árinu... þannig vonandi taka þeir mig í eitthvað.
Svo fór ég bara í labbitúr / kebabhunt um Gamle Stan. Sem er ennþá frábær og með fullt af afkimum.

So en ég fann kebabstað og hér kemur dómurinn:
Nafn: Jerusalem Kebab (í Gamle Stan)
Verð: 80SEK fyrir kebabvefju og litla kók
Þjónusta: Frábær, vingjarnlegir gaurar og ég var eini kúnninn. Notalegur staður samt á notalegum stað.
Gæði matar: Mjög gott en ekki beint kebab sem mér datt í hug þegar ég smakkaði. Það var smá ferskur kóríander settur inní sem gaf smá aukabragð sem var gott en ekki beint eins og kebab á að vera. Svo komu sósurnar í layers, stundum fékk maður rótsterkan bita og stundum mjög mildan, sem var skemmtilegt lotterí.
Stjörnur: 3,5/5, það var fín stemming þarna og snyrtilegt, maturinn var góður en ekki eins og kebab á að vera.

húha
Tuesday, January 19, 2010
Vinnudagur
Ég var að fara héðan úr úhverfinu, stífbónaður og gelaður, með myndavél og penging á leið í kebableit og skoða gamla bæinn. Þá hringdi síminn og ég var beðinn að mæta til vinnu í tækjaleiguna sem ég kíkti á í gær. Ég: sure, when? Hann: Now.
Þannig ég þurfti að skipta um föt og hlaupa í lestina. Ekkert rugl á lestarkerfinu í dag (sem betur fer) og ég mætti hress beint í hádegismatinn, þannig ég byrjaði bara á að fara í mat. Og við hoppuðum 3 uppí einhvern chevy van frá '87, rosa nauðgarabíl og keyrðum á einhverja pizzasjoppu. Settumst niður allir, (hinir komu líka á öðrum bílum) og þetta var bara eins og einskonar fjölskyldumatur. Kona eins kom og barn og borðaði með okkur og þetta var voða fínt allt saman. Og pizzan sem ég pantaði var kebabpizza, hún kostar svipað og hádegistilboðið á devitos. Ég beið í stutta stund og bjóst við lítilli pizzu og svona... neibb þá kemur bara 16 tommu pizza útötuð í kebabkjöti og hvítlaukssósu, átti aldrei séns í hana.
Svo bara vann ég á leigunni, þeir eru víst á fullu að preppa einhverja hollywood-mynd sem á að skjóta hér 7-8 tímum norðan við Stokkhólm. Mér skilst að Clooney leiki í henni, þannig við vorum eitthvað að undirbúa tækjapakkan fyrir þá, svo var ég að fara yfir tæki sem var skilað. Nenni ekki að lýsa vinnunni í meiri smáatriðum en þetta hér, en þetta var fínt. Og þeir vildu fá mig aftur á föstudaginn.
Farinn að taka lífinu með ró, so long!
Þannig ég þurfti að skipta um föt og hlaupa í lestina. Ekkert rugl á lestarkerfinu í dag (sem betur fer) og ég mætti hress beint í hádegismatinn, þannig ég byrjaði bara á að fara í mat. Og við hoppuðum 3 uppí einhvern chevy van frá '87, rosa nauðgarabíl og keyrðum á einhverja pizzasjoppu. Settumst niður allir, (hinir komu líka á öðrum bílum) og þetta var bara eins og einskonar fjölskyldumatur. Kona eins kom og barn og borðaði með okkur og þetta var voða fínt allt saman. Og pizzan sem ég pantaði var kebabpizza, hún kostar svipað og hádegistilboðið á devitos. Ég beið í stutta stund og bjóst við lítilli pizzu og svona... neibb þá kemur bara 16 tommu pizza útötuð í kebabkjöti og hvítlaukssósu, átti aldrei séns í hana.
Svo bara vann ég á leigunni, þeir eru víst á fullu að preppa einhverja hollywood-mynd sem á að skjóta hér 7-8 tímum norðan við Stokkhólm. Mér skilst að Clooney leiki í henni, þannig við vorum eitthvað að undirbúa tækjapakkan fyrir þá, svo var ég að fara yfir tæki sem var skilað. Nenni ekki að lýsa vinnunni í meiri smáatriðum en þetta hér, en þetta var fínt. Og þeir vildu fá mig aftur á föstudaginn.
Farinn að taka lífinu með ró, so long!
Monday, January 18, 2010
Fyrsti Virki Dagurinn
Úje!
Vaknaði eldsnemma og át morgunmat, klæddi mig og dreif mig út í létta snjókomu til að ná lestinni sem er í svona 7-8mín göngufæri. Mætti á lestarpallinn með ipodinn í eyrunum, það var eitthvað annað fólk þarna líka. Beið og beið eftir lestinni, svo allt í einu byrjaði allt fólkið bara að labba í burtu eins og það vissi eitthvað. Ég stoppaði síðasta flóttamanninn og spurði hann hvað væri að gerast, hann sagði að ein lestarstöðin væri biluð og við þyrftum öll að taka strætó. Það kom víst tilkynning í kallkerfið.
Ég lét sem þetta væri alltaf að gerast hjá mér og labbaði með hinum í strætóskýlið og tók strætó á lestarstöð aðeins neðar á teinunum (elti bara hina sko). Þar beið lestin, alveg þangað til við byrjuðum að nálgast hana, þá fór hún! Ég skildi ekkert en var fastur þarna í hálftíma:
Svakastuð en svona gerist. (EDIT: komst að því að stöðin var lokuð af því að lest keyrði yfir 14 ára strák og hann dó... bara á næstu stöð)
Anyhow komst loksins í Skatteverket þar sem ég ætlaði að skrá mig í landið og fá kennitölu og svona. Það var eitt eyðublað sem ég skrifaði á, fékk svo númer, 366. Ég leit á töfluna, það var verið að afgreiða 302. Ég vissi ekkert hversu lengi hver afgreiðsla stæði þannig ég settist. 40 mín seinna var komið 330, ég stóð upp og hljóp á næsta skyndibitastað, reyndi að finna kebab en fann ekki, þannig að enginn kebab var prufaður í dag, sorry. Át einhvern ostborgara sem var alltílagi samt. Kom svo aftur og þurfti að bíða í 15 mín í viðbót. Það leið semsagt 1klst og 35 mín þangað til það kom að mér, en svona er þetta bara. Búinn að þessu líka, ekki eins og ég þurfi alltaf að vera að þessu.
Svo fór ég á stærstu tækjaleigu Stokkhólms í atvinnuleit, strákarnir sem ég talaði við voru alveg jákvæðir og ég fékk hjá þeim nafnspjöld og þeir tóku niður nr mitt. Mjög flott tækjaleiga og helvíti stór!

Þetta er ein hillan af svona 6. Kom henni ekki allri fyrir einu sinni í rammanum. Bara ljós þarna í þessum hillum. Svo voru 2 supertechno kranar hinumegin í grip horninu, en cameruleigan er annarstaðar. Mjög flott. Svo fékk ég mér sænskt númer: +46-(0)-738142659.
Það þarf að nota núllið ef einhver hringir í mig úr sænskum síma.
Soooo fínt í dag held ég, vonandi virkar þetta með myndirnar.
Vaknaði eldsnemma og át morgunmat, klæddi mig og dreif mig út í létta snjókomu til að ná lestinni sem er í svona 7-8mín göngufæri. Mætti á lestarpallinn með ipodinn í eyrunum, það var eitthvað annað fólk þarna líka. Beið og beið eftir lestinni, svo allt í einu byrjaði allt fólkið bara að labba í burtu eins og það vissi eitthvað. Ég stoppaði síðasta flóttamanninn og spurði hann hvað væri að gerast, hann sagði að ein lestarstöðin væri biluð og við þyrftum öll að taka strætó. Það kom víst tilkynning í kallkerfið.
Ég lét sem þetta væri alltaf að gerast hjá mér og labbaði með hinum í strætóskýlið og tók strætó á lestarstöð aðeins neðar á teinunum (elti bara hina sko). Þar beið lestin, alveg þangað til við byrjuðum að nálgast hana, þá fór hún! Ég skildi ekkert en var fastur þarna í hálftíma:

Anyhow komst loksins í Skatteverket þar sem ég ætlaði að skrá mig í landið og fá kennitölu og svona. Það var eitt eyðublað sem ég skrifaði á, fékk svo númer, 366. Ég leit á töfluna, það var verið að afgreiða 302. Ég vissi ekkert hversu lengi hver afgreiðsla stæði þannig ég settist. 40 mín seinna var komið 330, ég stóð upp og hljóp á næsta skyndibitastað, reyndi að finna kebab en fann ekki, þannig að enginn kebab var prufaður í dag, sorry. Át einhvern ostborgara sem var alltílagi samt. Kom svo aftur og þurfti að bíða í 15 mín í viðbót. Það leið semsagt 1klst og 35 mín þangað til það kom að mér, en svona er þetta bara. Búinn að þessu líka, ekki eins og ég þurfi alltaf að vera að þessu.
Svo fór ég á stærstu tækjaleigu Stokkhólms í atvinnuleit, strákarnir sem ég talaði við voru alveg jákvæðir og ég fékk hjá þeim nafnspjöld og þeir tóku niður nr mitt. Mjög flott tækjaleiga og helvíti stór!

Þetta er ein hillan af svona 6. Kom henni ekki allri fyrir einu sinni í rammanum. Bara ljós þarna í þessum hillum. Svo voru 2 supertechno kranar hinumegin í grip horninu, en cameruleigan er annarstaðar. Mjög flott. Svo fékk ég mér sænskt númer: +46-(0)-738142659.
Það þarf að nota núllið ef einhver hringir í mig úr sænskum síma.
Soooo fínt í dag held ég, vonandi virkar þetta með myndirnar.
Sunday, January 17, 2010
Sunnudagur!
Ekkert svo merkilegur, fattaði samt að ég er ekki búinn að borða eitt nammi frá komu minni hingað!
Var bara hér í úthverfinu að gera mig kláran fyrir vikuna, prenta út kort og skrifa niður heimilisföng. Fór svo í K-Rauta (eins og Byko) og keypti mér verkfæri til að eiga hér úti.
Svo fórum við í kjörbúð og keyptum í matinn, sá að hálft kíló af beikoni kostar 23 SEK, sem er þá sirka 330KR íslenskar... af hverju var ég ekki löööööngu fluttur!!! Þá væri ég samt líklega löööngu dauður úr stífluðum æðum, svona come to think of it...
Á morgun verður miðbæjarferð 2, mikið að gera, flytja lögheimilið hingað og sækja um kennitölu. Fara svo í iðnaðarhverfi og finna kvikmyndaiðnaðinn, hann á víst að vera þar einhverstaðar... allavega angi af honum.
Annars ætla ég að finna besta kebabstaðinn í bænum, ég er búinn að prufa einn og hér kemur dómur um hann:
Nafn: Ringens Kebab
Verð: 70 SEK fyrir Kebabdisk, kebab ekki í brauði en með sósu og salati, frönskum, og gos.
Þjónusta: Alltílagi, brosmildir náungar en kuldalegur staður.
Gæði matar: Ágætis matur, mætti vera sterkari eða bragðbetri sósa, vel útilátið samt.
Stjörnur: 3/5 (kuldalegur staður og sósurugl tekur hann niður)
Á morgun: nýr dagur og nýr kebab!
Var bara hér í úthverfinu að gera mig kláran fyrir vikuna, prenta út kort og skrifa niður heimilisföng. Fór svo í K-Rauta (eins og Byko) og keypti mér verkfæri til að eiga hér úti.
Svo fórum við í kjörbúð og keyptum í matinn, sá að hálft kíló af beikoni kostar 23 SEK, sem er þá sirka 330KR íslenskar... af hverju var ég ekki löööööngu fluttur!!! Þá væri ég samt líklega löööngu dauður úr stífluðum æðum, svona come to think of it...
Á morgun verður miðbæjarferð 2, mikið að gera, flytja lögheimilið hingað og sækja um kennitölu. Fara svo í iðnaðarhverfi og finna kvikmyndaiðnaðinn, hann á víst að vera þar einhverstaðar... allavega angi af honum.
Annars ætla ég að finna besta kebabstaðinn í bænum, ég er búinn að prufa einn og hér kemur dómur um hann:
Nafn: Ringens Kebab
Verð: 70 SEK fyrir Kebabdisk, kebab ekki í brauði en með sósu og salati, frönskum, og gos.
Þjónusta: Alltílagi, brosmildir náungar en kuldalegur staður.
Gæði matar: Ágætis matur, mætti vera sterkari eða bragðbetri sósa, vel útilátið samt.
Stjörnur: 3/5 (kuldalegur staður og sósurugl tekur hann niður)
Á morgun: nýr dagur og nýr kebab!
Saturday, January 16, 2010
Miðbærinn
Er risastór!
Tók lestina í miðbæinn í dag, fór framhjá stöðunum sem ég hafði verið á (fyrir nokkrum árum), undir sjóinn og í hverfi sem heitir Södermalm (söder). Það á að vera ofsatöff með fullt af vintage búðum, kaffihúsum og góðri stemmingu. Ég var bara kominn í splunkunýjann miðbæ sem ég labbaði allan (eða you know.. aðalgötuna allavega) og þar voru svona 2 Macdonalds og 2 H&M búðir á bara þeirri götu. Labbaði til baka og ætlaði á lestarstöðina og taka lest annað. Á leiðinni sá ég risa göngubrú sem ég fór yfir til að komast í Gamla Bæinn (Gamle Stan), og það er fáránlega flott hverfi! Eldgamalt, konungshöllin er þar og fleira svona noble dæmi. Sumar götur þar eru svo mjóar að það er hægt að teygja sig á milli húsveggjana, og ÞAR er fullt af veitingastöðum og kaffihúsum og búðum. Fékk mér einn lítinn þar á stórum Tapasbar og horfði á fólkið streyma framhjá. Það búa hér á bilinu 1,6-1,8 milljónir og það er ekkert lítið af fólki í miðbænum á laugardegi!
Keypti 2 bækur og kebab með frönskum, endalaust af mat fyrir minni pening en ég borga á subway heima (samt ekki bátur mánaðarins sko...)
Labbaði svo hinumegun úr gamla bænum (sem er sko á lítilli eyju) og hélt áfram að halda mig við aðalgöturnar. Labbaði Dronningsgata þegar ég kom út og var brjálaður að hafa skilið myndavélina eftir heima, svo margt töff að sjá.
Sá poster um epic bardaga BATTLE OF THE POLE! og hálf nakin stelpa að sveifla sér á henni (var ss mynd af súlu), en e-ð fífl með annað plakat var búinn að líma yfir hvar og hvenær þetta ofsabattle átti að fara fram!
Allavega á þessum 6-8km labbitúr um hluta af aðalgötum Stokkhólm voru 5 H & M, 3 McDonalds, 2 burgerking, 2-3 Dressmann, og fuuuuulllllt af öðru stuffi. Svo kom ég heim og hélt ég hefði nú labbað allt það markverðasta, þá benti frænka mér á svona 3 götur / hverfi í viðbót sem eiga að vera mjög fín líka.
Þannig þetta er rétt að byrja, skil ekki vélina eftir aftur þannig ég get látið myndir fylgja!
Inte mer nu!
Tók lestina í miðbæinn í dag, fór framhjá stöðunum sem ég hafði verið á (fyrir nokkrum árum), undir sjóinn og í hverfi sem heitir Södermalm (söder). Það á að vera ofsatöff með fullt af vintage búðum, kaffihúsum og góðri stemmingu. Ég var bara kominn í splunkunýjann miðbæ sem ég labbaði allan (eða you know.. aðalgötuna allavega) og þar voru svona 2 Macdonalds og 2 H&M búðir á bara þeirri götu. Labbaði til baka og ætlaði á lestarstöðina og taka lest annað. Á leiðinni sá ég risa göngubrú sem ég fór yfir til að komast í Gamla Bæinn (Gamle Stan), og það er fáránlega flott hverfi! Eldgamalt, konungshöllin er þar og fleira svona noble dæmi. Sumar götur þar eru svo mjóar að það er hægt að teygja sig á milli húsveggjana, og ÞAR er fullt af veitingastöðum og kaffihúsum og búðum. Fékk mér einn lítinn þar á stórum Tapasbar og horfði á fólkið streyma framhjá. Það búa hér á bilinu 1,6-1,8 milljónir og það er ekkert lítið af fólki í miðbænum á laugardegi!
Keypti 2 bækur og kebab með frönskum, endalaust af mat fyrir minni pening en ég borga á subway heima (samt ekki bátur mánaðarins sko...)
Labbaði svo hinumegun úr gamla bænum (sem er sko á lítilli eyju) og hélt áfram að halda mig við aðalgöturnar. Labbaði Dronningsgata þegar ég kom út og var brjálaður að hafa skilið myndavélina eftir heima, svo margt töff að sjá.
Sá poster um epic bardaga BATTLE OF THE POLE! og hálf nakin stelpa að sveifla sér á henni (var ss mynd af súlu), en e-ð fífl með annað plakat var búinn að líma yfir hvar og hvenær þetta ofsabattle átti að fara fram!
Allavega á þessum 6-8km labbitúr um hluta af aðalgötum Stokkhólm voru 5 H & M, 3 McDonalds, 2 burgerking, 2-3 Dressmann, og fuuuuulllllt af öðru stuffi. Svo kom ég heim og hélt ég hefði nú labbað allt það markverðasta, þá benti frænka mér á svona 3 götur / hverfi í viðbót sem eiga að vera mjög fín líka.
Þannig þetta er rétt að byrja, skil ekki vélina eftir aftur þannig ég get látið myndir fylgja!
Inte mer nu!
Friday, January 15, 2010
ÚJE!
Dagur að kveldi kominn hér í borg.
Lenti í svakalegasta security tjekki sem ég hef lent í á ævi minni á vellinum á leiðinni út. Úr skónum, allt uppúr handfarangrinum, taka hverja einustu snúru sér og spennubreyta, sem var vesen því ég var með helling af því útaf hörðum diskum og myndavélinni os frv. Svo þegar ég hélt að ég væri kominn í gegn var ég tekinn til hliðar af því að linsur eru flokkaðar sem rafeindabúnaður og ég þurfti að tína allar linsurnar uppúr og renna í gegn. Glatað.
Svaf alla vélina yfir heimildarmyndinni um Sigurrós, það var gott, svo var maður bara mættur í snjóinn. Hér er allt í rosa flottum snjó sem situr á hverri einustu grein. Fékk herbergi og mat og allar græjur, svo seinna kom frændi minn Stefan í heimsókn með konunu sína og krakkana, þá varð fjör. En ég er búinn á því samt.
Missionið á morgun er að fara í svartasta miðbæ Stokkhólms og skoða mig um. Annars er allt rólegt. Ég ætla að reyna að hafa þessi blogg skemmtilegri í framtíðinni en bara á ekki orku í það þannig það verður að bíða.... bara facts í dag.
Stockholm out
Lenti í svakalegasta security tjekki sem ég hef lent í á ævi minni á vellinum á leiðinni út. Úr skónum, allt uppúr handfarangrinum, taka hverja einustu snúru sér og spennubreyta, sem var vesen því ég var með helling af því útaf hörðum diskum og myndavélinni os frv. Svo þegar ég hélt að ég væri kominn í gegn var ég tekinn til hliðar af því að linsur eru flokkaðar sem rafeindabúnaður og ég þurfti að tína allar linsurnar uppúr og renna í gegn. Glatað.
Svaf alla vélina yfir heimildarmyndinni um Sigurrós, það var gott, svo var maður bara mættur í snjóinn. Hér er allt í rosa flottum snjó sem situr á hverri einustu grein. Fékk herbergi og mat og allar græjur, svo seinna kom frændi minn Stefan í heimsókn með konunu sína og krakkana, þá varð fjör. En ég er búinn á því samt.
Missionið á morgun er að fara í svartasta miðbæ Stokkhólms og skoða mig um. Annars er allt rólegt. Ég ætla að reyna að hafa þessi blogg skemmtilegri í framtíðinni en bara á ekki orku í það þannig það verður að bíða.... bara facts í dag.
Stockholm out
Wednesday, January 13, 2010
Þetta er að bresta á....
Jejeje
Fer á föstudaginn og dagarnir eru ekki nógu langir fyrir mig. Allt virðist ætla að ganga upp þannig ég verð bókað rændur strax og ég lendi eða eitthvað.
En en ég ætla að pósta hér daglega hverdagslífinu í Stokkhólmi. Ég er næstum búinn að ráða mig í fyrsta djobbið, það verður reyndar í Noregi í mars, 10 dagar.... einhverstaðar rétt norðan við Osló og svo stúdíó í Lillehammer. Það eina sem er að stoppa mig í að ég sé búinn að fá það er að einhver gæji í skólanum (jebb þetta er skólaverkefni) fái CV-ið mitt í emaili og stimpli OK á það, þannig neglist það, ætti ekki að vera til vandræða....
En þetta er bara test á þessu bloggi, næsta færsla verður ekki skrifuð fyrr en ég er kominn á Björnbodeveg í Vallentuna. Þangað til þá, adios.
Fer á föstudaginn og dagarnir eru ekki nógu langir fyrir mig. Allt virðist ætla að ganga upp þannig ég verð bókað rændur strax og ég lendi eða eitthvað.
En en ég ætla að pósta hér daglega hverdagslífinu í Stokkhólmi. Ég er næstum búinn að ráða mig í fyrsta djobbið, það verður reyndar í Noregi í mars, 10 dagar.... einhverstaðar rétt norðan við Osló og svo stúdíó í Lillehammer. Það eina sem er að stoppa mig í að ég sé búinn að fá það er að einhver gæji í skólanum (jebb þetta er skólaverkefni) fái CV-ið mitt í emaili og stimpli OK á það, þannig neglist það, ætti ekki að vera til vandræða....
En þetta er bara test á þessu bloggi, næsta færsla verður ekki skrifuð fyrr en ég er kominn á Björnbodeveg í Vallentuna. Þangað til þá, adios.
Subscribe to:
Posts (Atom)