Wednesday, January 27, 2010

Supernova

Dagurinn byrjaði rólega og var frekar kaldur, en það var bara lognið á undan "storminum". Það kom smá gola og skafrenningur uppúr hádegi, ég nennti ekki út í veðrið enda hafði ég svosem ekkert að gera. En þetta varð ekki eins mikið og fólk hélt að það yrði en samt var mikið um umferðaróhöpp enda lélegt skyggni og hálka.

Ég kláraði bara Murakami bókina mína og hringdi nokkur símtöl. Fékk lista með email og símanúmerum hjá 20 ljósamönnum frá einus sem ég hitti um daginn. Ég er byrjaður að reyna ná sambandi við þessa gæja, sjáum hvernig það fer. Annars var þetta bara rólegur dagur, horfði á heimildarþátt um Supernovas og svarthol, þarna voru mörg löng sænsk vísindaorð sögð þannig ég átti erfitt með að skilja þetta. Hefði reyndar örugglega átt erfitt með að skilja þetta á íslensku líka þannig ég var ekkert hissa... en það sem ég skildi fannst mér fróðlegt.

Sund á morgun, kannski bare bryster, svo handboltaleikur. Gott stuff.

2 comments:

  1. supernova sund ? jafnvel...

    ReplyDelete
  2. ú það væri geggjað!
    Ég sendi myndir ef það er þannig.

    ReplyDelete