Monday, January 25, 2010

Svömma JA!

Ég fór að leita að félagssamtökunum sem Biggi sagði mér frá í dag. Bare Bryster, sem eru semsagt konur sem fara berbrjósta í sund. Ég sá engan meðlim í sundinu þannig ég synti bara. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að sundlaugarnar okkar eru miiiiklu betri en þessar hér, en ég gat synt með 40 gamlingjum. Svo fór ég í pottinn sem var svona bara alltílagi, en það má bara vera í honum á meðan það er grænt ljós sem er í svona 5 mín, svo þurfa allir að fara uppúr honum á meðan potturinn hreinsar sig í aðrar 5. Þetta er sennilega afþví að engir aðrir en íslendingar kunna að fokking baða sig áður en þeir fara í laugina! ARG. Ég sver það að í hver skipti sem ég synti framhjá einni af svamlandi gömlu konunum fann ég megna ilmvatnslykt! Og hárið hennar var skraufþurrt og hún með svona hangieyrnalokka að svamla (alls ekki synda!), hvað er AÐ???

Svo fór ég til póstsins og spurði þá hvar taskan mín væri. Þau sögðu að hún væri bakvið og skildu ekkert í að ég hefði haft áhyggjur, voru samt ekkert að hafa fyrir því að senda mér bréf sem sagði að hún væri hjá þeim. Þannig ég fékk restina af dótinu mínu, mér til mikillar ánægju.

Eftir það var strætóast aftur heim til að ná leiknum, sem ég og frænka horfðum á sveitt af spenningi. Eftir það er bara lestur og símtöl. Er að tala við nokkra mjög aktíva ljósamenn og reyna að ná að hitta á þá, það gengur fínt en fyrsti fundur er í næstu viku.

Hringja meira á morgun og leika sér með Canon filmuvél sem ég fann hér inní skáp og kom í gang. Það er spáð 30-50cm af snjó hér á bilinu miðvikud-föstud, þannig ég hugsa að ég reyni að koma mér inní miðbæ á morgun... in case að lestarkerfið fari til fjandans.

Heido

4 comments:

  1. En segðu mér.. var sú gamla með ilmvatslyktinni berbrjósta?

    HEHE

    Gott að vita að það gengur allt vel karlinn minn

    kv, Stína

    ReplyDelete
  2. Nei sem betur fer ekki, ég hefði drukknað!

    ReplyDelete
  3. Ævar ævar.... alltaf að kynna sér málin, þú átt að vita að á mánudögum þá eru bara senior bare bryster group swimming... :)

    ReplyDelete
  4. já ég þarf klárlega að finna heimasíðuna hjá þessum stúlkum, þar sem dagskráin er ;)

    ReplyDelete