Sunday, January 17, 2010

Sunnudagur!

Ekkert svo merkilegur, fattaði samt að ég er ekki búinn að borða eitt nammi frá komu minni hingað!

Var bara hér í úthverfinu að gera mig kláran fyrir vikuna, prenta út kort og skrifa niður heimilisföng. Fór svo í K-Rauta (eins og Byko) og keypti mér verkfæri til að eiga hér úti.
Svo fórum við í kjörbúð og keyptum í matinn, sá að hálft kíló af beikoni kostar 23 SEK, sem er þá sirka 330KR íslenskar... af hverju var ég ekki löööööngu fluttur!!! Þá væri ég samt líklega löööngu dauður úr stífluðum æðum, svona come to think of it...

Á morgun verður miðbæjarferð 2, mikið að gera, flytja lögheimilið hingað og sækja um kennitölu. Fara svo í iðnaðarhverfi og finna kvikmyndaiðnaðinn, hann á víst að vera þar einhverstaðar... allavega angi af honum.

Annars ætla ég að finna besta kebabstaðinn í bænum, ég er búinn að prufa einn og hér kemur dómur um hann:

Nafn: Ringens Kebab
Verð: 70 SEK fyrir Kebabdisk, kebab ekki í brauði en með sósu og salati, frönskum, og gos.
Þjónusta: Alltílagi, brosmildir náungar en kuldalegur staður.
Gæði matar: Ágætis matur, mætti vera sterkari eða bragðbetri sósa, vel útilátið samt.
Stjörnur: 3/5 (kuldalegur staður og sósurugl tekur hann niður)

Á morgun: nýr dagur og nýr kebab!

4 comments:

  1. Mig langar í kebab. Dreg Helga með mér eitthverja helgina í kebab mission!¨
    -Jói

    ReplyDelete
  2. Aladin kebab á Mallorca er ennþá besti kebab sem ég hef bragðað! Förum þangað!

    ReplyDelete
  3. Strax farið að hljóma betur, Ævar getur þá bara tekið lestina yfir, það fer eitthvernveginn betur á því að troða kebab í skoltinn á sér í 30 stiga hita og sól frekar enn í -5 gráðum og snjó...
    -

    ReplyDelete
  4. haha já lestina í 40 klukkutíma, nei félagar ef við ætlum á Aladdin (sem fæt btw 5/5 stjörnur) þá flýg ég, ódýrt að fljúga héðan!

    ReplyDelete