Friday, January 15, 2010

ÚJE!

Dagur að kveldi kominn hér í borg.

Lenti í svakalegasta security tjekki sem ég hef lent í á ævi minni á vellinum á leiðinni út. Úr skónum, allt uppúr handfarangrinum, taka hverja einustu snúru sér og spennubreyta, sem var vesen því ég var með helling af því útaf hörðum diskum og myndavélinni os frv. Svo þegar ég hélt að ég væri kominn í gegn var ég tekinn til hliðar af því að linsur eru flokkaðar sem rafeindabúnaður og ég þurfti að tína allar linsurnar uppúr og renna í gegn. Glatað.

Svaf alla vélina yfir heimildarmyndinni um Sigurrós, það var gott, svo var maður bara mættur í snjóinn. Hér er allt í rosa flottum snjó sem situr á hverri einustu grein. Fékk herbergi og mat og allar græjur, svo seinna kom frændi minn Stefan í heimsókn með konunu sína og krakkana, þá varð fjör. En ég er búinn á því samt.

Missionið á morgun er að fara í svartasta miðbæ Stokkhólms og skoða mig um. Annars er allt rólegt. Ég ætla að reyna að hafa þessi blogg skemmtilegri í framtíðinni en bara á ekki orku í það þannig það verður að bíða.... bara facts í dag.

Stockholm out

1 comment:

  1. Þetta kemur mér ekkert á óvart, svona skuggalegur gaur eins og þú. Það er bara furða að þú hafir ekki fengið gúmmíhanskann líka :)
    Bið að heilsa frænda þín, the single malt whiskey dude.

    ReplyDelete