Friday, January 22, 2010

Íraskur (iraq) bodyguard og 20 ára gaffer

Jebbs

Í dag var annar freelance þræll á gólfinu með mér, 20 ára stelpa sem var bara nokkuð skemmtileg. Vill bara vinna í ljósum og er að fara að gaffa einhverja skeleton crew bíómynd bráðum, svo á meðan við vorum að vinna var hringt í hana og henni boðið djobb í París! Nóg að gera hjá henni og það er frábært, hún er búin að vera að í 2 ár.

Svo kynntist ég ljósastrákunum sem eru að fara í Clooney myndina, en þeir voru hressir og við spjölluðum mikið saman.
Svo testaði ég Dinoljós, merkilegt ljós, aldrei séð það en nú veit ég hvað það er, ekki var það flókið. Sniðug græja samt, væri til í að sjá þetta í alvöruvinnu einhverntíman en ekki bara inná gólfi þar sem maður hefur engan samanburð.

Þegar ég var að fara heim læstist ég inni í compoundinu sem fyrirtækið er inní og var farinn að íhuga alvarlega að klifra yfir gaddavírsgirðinguna þegar bíll kom og opnaði bílahliðið, ég rétt slapp út með honum en var öfugu megin við alla húsalengjuna (miðað við hvar strætóinn kemur), þannig ég labbaði hringinn. Tók sinn tíma en ég náði samt strætónum með vinnufélögunum sem spurðu mig hvar í fjandanum ég hefði verið. Ég sagði þeim það, þeir hlógu. Aikira (maður sem ég vinn mest með) sagði að það væri hægt að smeygja sér út um bílahliðið strætómegin þó að það sé læst... great!

Í strætónum fór ég að spjalla við Kris sem Aikira kallar talibana (í góðu samt) en hann vinnur í afgreiðslunni og einhverju öðru, veit ekki alveg. Hann er frá Írak og sagðist ekki alveg vera að fíla vinnuna sína núna, en hann á sænska konu og getur ekkert gert. Svo sagði hann að yfirmaður hans hefði verið að hringja í hann og biðja hann um að koma að vinna aftur og hann var að spá í því. Nú auðvitað spyr ég hvað hann gerði áður. Hann: aa, já ég var svona lífvörður á bílalestum í Írak... nú má ég velja hvort ég verði í Afghanistan eða Írak. Mér fannst ekkert skrýtið að honum finnist afgreiðslustarf í Svíþjóð óspennandi þegar hann hefur lent í skothríð úr fyrirsát...

Ætla að smakka á sænskum bjór og unwinda... er jafnvel að spá í að djamma á morgun!

No comments:

Post a Comment