Sá hana loksins í dag í 1000 manna sal. Ég sat á eftri svölum, það var eitt sæti óselt í salnum, starfsmaður steig á sviðið fyrir sýningu og sagði að okkur yrði heitt, loftræstikerfið var bilað!
Ég fann samt svalan gust undir miðri mynd þannig ég held að þeir hafi lagað það, svitnaði allavega ekkert. Myndin var samt fín, ég skemmti mér vel.
Hmm what else, já ég trakkaði aðra töskuna sem ég sendi á undan mér, hún var síðast reported í Malmö fyrir meira en viku síðan... ég þarf að fara í póstinn á morgun að spyrjast fyrir um hana. Ein komst alla leið en hin er í ruglinu, vonandi ekkert alvarlegt því ég sakna alveg góðu ullarpeysunnar minna og nokkra skyrtna.
Annars er ekkert á dagskrá, ennþá ekki haft neinn dag hér sem ég ætlaði ekki að gera neitt nema synda, kannski geri ég það bara á morgun. Handbolti í kvöld og afslapp.
Laters
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment