Saturday, January 23, 2010

Unnum bara

Jess jess og jess

Var að horfa á landsliðið vinna Danmörku í sjónvarpinu. Horfði á þetta í sænsku netsjónvarpi með svona 60 pixla upplausn, sá hvíta og rauða pixla færast til en heyrði hljóðið og skildi eiginlega allt, sá aldrei boltann samt...
Ég var næstum viss um að þetta yrði tap, en Svíarnir voru að tala um að við hefðum aldrei átt góðan markmann, og að þjálfarar væru að segja sínum mönnum að það væri nóg að hitta á markið á móti okkur, þá færi boltinn inn. Well open up a can of shut the fuck up því Björgvin var góður í kvöld!

Ég og frænka skáluðum fyrir 2gja marka forystu í hálfleik í sænskri glögg sem er mjög góð, og þar með smakkaði ég góða glögg í fyrsta skipti á ævi minni. Ég fékk 2008 árganginn sem var bláberjaglögg, hún fékk sér 2006 sem var appelsínu. Spes drykkur sem er bara gefinn út hver jól með mismunandi bragði semsagt, en 2008 var gott á bragðið.

Annars viðburðarlítill dagur, keyrði reyndar í fyrsta skipti í Svíþjóð hér í úthverfinu... en það var ekkert merkilegt og gekk vel að rata þannig nenni ekki að eyða fleiri orðum í það, svo fékk ég mér pizzu með Stefan (systkinabarni mínu) og fjölskyldunni hans. Ég bý semsagt hjá mömmu hans og pabba í augnablikinu (Beggu og Anders) og svo á hann írska konu (Orla) og tvo litla stráka (Ronan og Killian). Þau búa í nágrenninu hér í úthverfinu og ég keyrði einmitt til þeirra í dag. Ekki langt semsagt.

En bleh bara, of seint að taka lestina á djammið í kvöld þannig það er bara sjónvarp og hver veit nema ég horfi á leikinn aftur í eðlilegri upplausn á eftir kl 12.

Until next time.

2 comments:

  1. Það er nokkuð til í því að við höfum aldrei átt "svaðalegan" markvörð engan kasper hvidt. Var ekki hann Bergsveinn Bergsveinsson svakalegur ? Hann er það allaveganna í minningunni! Spurðu svo svíana um hvaða sæti þeir spili um? ;)

    ReplyDelete
  2. Haha já ég er búinn að gera grín að þeim hér. Málið er bara að þeim er nokkuð sama um handboltaliðið því að núna er líka listdanskeppni á skautum sem þeir virðast hafa miklu meiri áhuga á. Allavega er þetta á öllum stöðum og í öllum blöðum....

    ReplyDelete