Aha
Synti 1 km í dag, ekkert bólar á bare bryster. Svo strætó heim og labbitúr. Labbaði nokkra km og tók myndir í vetrarveðrinu, alltíeinu var ég kominn hjá sundlauginni aftur (í miðbæ úthverfisins). Þannig ég fékk mér kaffi og tók aftur strætó heim, frekar sáttur við hreyfingu dagsins, 4km labbaðir.
Svo handboltinn.... ég verð alltaf svo stressaður, á erfitt með andardrátt og fæ ósjálfráðan skjálfta. Bíð eftir að það líði yfir mig yfir handboltaleik. En flottur sigur hjá strákunum. Það var skoðanakönnun á sænsku íþróttastöðinni um hvaða norðurlandalið Svíar vildu áfram. Við fengum 50% atkv, Norðmenn 34% og Danir 16%. Sáttur við sænskan almenning.
Eftir boltann var keyrt í úthverfi að ná í annan fjölskyldubílinn sem var í viðgerð, við vorum komnir langt út í sveit. Svíar trúa ekki á rúðupiss eða götulýsingu, svo mikið hef ég lært. Annars keyrði ég til baka frá nowhere, reyndi bara að halda í við Anders sem var fyrir framan mig. Annars var þetta ekkert flókið... bara langt.
Blóðbúðingur og beikon í matinn (með allskonar meðlæti, eggjaköku og þannig), ég borðaði mig pakksaddann. Blóðbúðingur er mjög góður, hafði ekki smakkað þannig. Hann er bara eins og einhverskonar kaka.... það er svo mikið hveiti í honum svo er hann steiktur í sneiðum. Minnir mig pínu á pönnuköku.
Fínn dagur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
....eins og í bíó?
ReplyDeletehaha neinei, það var leikhús og þetta voru smá ýkjur hjá mér hér ;)
ReplyDeletejá ég meinti leikhús.Ég hugsaði leikhús. Þú ert svo fyndinn :) Ég vil heyra meira glimmer frá þér...
ReplyDeleteKnús ***