Monday, January 18, 2010

Fyrsti Virki Dagurinn

Úje!

Vaknaði eldsnemma og át morgunmat, klæddi mig og dreif mig út í létta snjókomu til að ná lestinni sem er í svona 7-8mín göngufæri. Mætti á lestarpallinn með ipodinn í eyrunum, það var eitthvað annað fólk þarna líka. Beið og beið eftir lestinni, svo allt í einu byrjaði allt fólkið bara að labba í burtu eins og það vissi eitthvað. Ég stoppaði síðasta flóttamanninn og spurði hann hvað væri að gerast, hann sagði að ein lestarstöðin væri biluð og við þyrftum öll að taka strætó. Það kom víst tilkynning í kallkerfið.

Ég lét sem þetta væri alltaf að gerast hjá mér og labbaði með hinum í strætóskýlið og tók strætó á lestarstöð aðeins neðar á teinunum (elti bara hina sko). Þar beið lestin, alveg þangað til við byrjuðum að nálgast hana, þá fór hún! Ég skildi ekkert en var fastur þarna í hálftíma:

Svakastuð en svona gerist. (EDIT: komst að því að stöðin var lokuð af því að lest keyrði yfir 14 ára strák og hann dó... bara á næstu stöð)

Anyhow komst loksins í Skatteverket þar sem ég ætlaði að skrá mig í landið og fá kennitölu og svona. Það var eitt eyðublað sem ég skrifaði á, fékk svo númer, 366. Ég leit á töfluna, það var verið að afgreiða 302. Ég vissi ekkert hversu lengi hver afgreiðsla stæði þannig ég settist. 40 mín seinna var komið 330, ég stóð upp og hljóp á næsta skyndibitastað, reyndi að finna kebab en fann ekki, þannig að enginn kebab var prufaður í dag, sorry. Át einhvern ostborgara sem var alltílagi samt. Kom svo aftur og þurfti að bíða í 15 mín í viðbót. Það leið semsagt 1klst og 35 mín þangað til það kom að mér, en svona er þetta bara. Búinn að þessu líka, ekki eins og ég þurfi alltaf að vera að þessu.

Svo fór ég á stærstu tækjaleigu Stokkhólms í atvinnuleit, strákarnir sem ég talaði við voru alveg jákvæðir og ég fékk hjá þeim nafnspjöld og þeir tóku niður nr mitt. Mjög flott tækjaleiga og helvíti stór!




Þetta er ein hillan af svona 6. Kom henni ekki allri fyrir einu sinni í rammanum. Bara ljós þarna í þessum hillum. Svo voru 2 supertechno kranar hinumegin í grip horninu, en cameruleigan er annarstaðar. Mjög flott. Svo fékk ég mér sænskt númer: +46-(0)-738142659.
Það þarf að nota núllið ef einhver hringir í mig úr sænskum síma.

Soooo fínt í dag held ég, vonandi virkar þetta með myndirnar.

5 comments:

  1. Var þetta dagsljus tækjaleigan dúllan mín?

    ReplyDelete
  2. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  3. Já það passar! Mér var meiraðsegja sýnt passarahornið.

    ReplyDelete
  4. Nú mega þeir fara að passa sig! Bwuhahhaha!

    ReplyDelete