Saturday, January 16, 2010

Miðbærinn

Er risastór!

Tók lestina í miðbæinn í dag, fór framhjá stöðunum sem ég hafði verið á (fyrir nokkrum árum), undir sjóinn og í hverfi sem heitir Södermalm (söder). Það á að vera ofsatöff með fullt af vintage búðum, kaffihúsum og góðri stemmingu. Ég var bara kominn í splunkunýjann miðbæ sem ég labbaði allan (eða you know.. aðalgötuna allavega) og þar voru svona 2 Macdonalds og 2 H&M búðir á bara þeirri götu. Labbaði til baka og ætlaði á lestarstöðina og taka lest annað. Á leiðinni sá ég risa göngubrú sem ég fór yfir til að komast í Gamla Bæinn (Gamle Stan), og það er fáránlega flott hverfi! Eldgamalt, konungshöllin er þar og fleira svona noble dæmi. Sumar götur þar eru svo mjóar að það er hægt að teygja sig á milli húsveggjana, og ÞAR er fullt af veitingastöðum og kaffihúsum og búðum. Fékk mér einn lítinn þar á stórum Tapasbar og horfði á fólkið streyma framhjá. Það búa hér á bilinu 1,6-1,8 milljónir og það er ekkert lítið af fólki í miðbænum á laugardegi!

Keypti 2 bækur og kebab með frönskum, endalaust af mat fyrir minni pening en ég borga á subway heima (samt ekki bátur mánaðarins sko...)
Labbaði svo hinumegun úr gamla bænum (sem er sko á lítilli eyju) og hélt áfram að halda mig við aðalgöturnar. Labbaði Dronningsgata þegar ég kom út og var brjálaður að hafa skilið myndavélina eftir heima, svo margt töff að sjá.

Sá poster um epic bardaga BATTLE OF THE POLE! og hálf nakin stelpa að sveifla sér á henni (var ss mynd af súlu), en e-ð fífl með annað plakat var búinn að líma yfir hvar og hvenær þetta ofsabattle átti að fara fram!

Allavega á þessum 6-8km labbitúr um hluta af aðalgötum Stokkhólm voru 5 H & M, 3 McDonalds, 2 burgerking, 2-3 Dressmann, og fuuuuulllllt af öðru stuffi. Svo kom ég heim og hélt ég hefði nú labbað allt það markverðasta, þá benti frænka mér á svona 3 götur / hverfi í viðbót sem eiga að vera mjög fín líka.

Þannig þetta er rétt að byrja, skil ekki vélina eftir aftur þannig ég get látið myndir fylgja!

Inte mer nu!

9 comments:

  1. Fannstu aftur Fantasí bókabúðina í Gamla Stan sem við fórum í um árið? Ég keypti bækur þar handa Gaua í fyrravor :D

    ReplyDelete
  2. UUU... ég labbaða framhjá einni ofsa comic búð, en mig minnir að fantasy búðin hafi verið í hliðargötu. Finn hana seinna ;)

    ReplyDelete
  3. Mig langar til þín! Rauðvín í gamla hverfinu eftir vintage shopping... Very nice...
    Svekkjandi að missa af súlu battlinu! Verður ekki mission morgundagsins að þefa það uppi? Örugglega fullt af glimmeri þar... ;)

    Knúúús ;)

    ReplyDelete
  4. Haha, nei ætli það... en þó kannski ef það er glimmer, skoða posterinn betur. Já þú kíkir einhverntíman! Köben my ass!

    ReplyDelete
  5. Yo ákvað að heiðra þig með að fara niðurí bæ og labba aðeins og fara síðan á Prikið og éta morgunmat , var aðeins betra en draslið sem við fórum á seinast! ps sá enga H&M búð né MC hvað er það?

    ReplyDelete
  6. Sagði að prikið væri geggjað. Það var alltaf planið! Þykkar brauðsneiðar og mmmm... og ekki jafn fokking dýrt! H&M og MC er bara myth...

    ReplyDelete
  7. Jæks 5 H&M...verð klárlega að senda þér innkaupalista til að dressa Hrafn upp..haha. En þetta hljómar ótrúlega næs hjá þér, rölta um og skoða mannlífið, njóttu þess í botn

    Kv, Jórunn

    ReplyDelete
  8. Öfund öfund öfund segi ég nú bara.... væri svo sannarlega til í að vera umvafin HM og konungshöllum í ekta snjó!
    Fáðu þér svo einn MC súkku sjeik fyrir mig :)
    Kv, Ásta

    ReplyDelete
  9. Jórunn ég lofa að halda áfram að njóta þess :) og ásta ég skal gera það þegar það verður hlýrra og ég get tekið hann með út! Skal segja þér allt um hann svo, áferðina, bragðið, umbúðirnar og allt annað sem gæti gerst.

    ReplyDelete