Ég þarf að labba í svona 7-8mín út á brautarpallinn næst húsinu, geri það yfirleitt á morgnana. Þar kemur lest á minnst hálftíma frest og þær ganga alveg til rúmlega 1 á næturna. (annars eru allskonar næturstrætóar til líka, á eftir að kynna mér það).

Tek allavega lestina sem er mjúk og þægileg, ekki enn lent í henni fullri (það ganga fleiri á rush hours) og er kominn á endastöð eftir um hálftíma. Þaðan get ég labbað beint niður í neðanjarðarlestakerfið sem fer með mig hvert í borg sem er.

Frekar eðileg T-bane stöð, en það er tunnelbanen eða neðanjarðarlestin. Þær koma á svona 5 mín fresti, eftir því hvert þú ert að fara samt.
Skil samt ekki hinar lestarnar, þeas fólkið sem sér um miðana. Það hlýtur að vera mannglöggasta fólk í heiminum í hálftíma. Ég sest inn og fer næstum á hinn endann á leiðinni, semsagt sit í svona rúman hálftíma. Ég er spurður um miða svona á fyrstu 5 mínútunum, svo aldrei aftur. Fólk er að koma inn og fara úr lestinni allan tíman, þannig að lestarverðirnir eru að rápa fram og tilbaka og fá miða, spyrja samt aldrei tvisvar. Merkilegt fólk! Kannski er samt eitthvað trix á bakvið þetta.
Annars heimsótti ég annað stórt fyrirtæki í dag Ljud och bild media, sem voru einu sinni í bílskúr en eiga núna risavöruhús fullt af græjum og 20 manns í steady vinnu hjá þeim. Þeir eru ss tækjaleiga líka eins og Dagsljus. Þeir voru líka mjög hjálplegir og gáfu mer kaffi og sýndu mér staðinn og svona. Svo létu þeir mig fá númer hjá fullt af gaurum sem hafa mögulega einhver not fyrir mig svo ætla þeir sjálfi kannski að hringja eitthvað ef þeim vantar hjálp, svona eins og hinir.
Allavega, ætla bara að fylgjast með handboltanum og taka því rólega restina af deginum, vinna á morgun.
Finnst þér nokkuð skrýtið að maður sé alltaf að röfla hérna heim þegar maður hefur búið 10 ár í þjóðfélagi sem virkar?
ReplyDeletehaha nei, það er eiginlega búið að spilla mér. No turning back now!
ReplyDelete