Ójá
Ég snæddi íslenska kjötsúpu með sænsku graslambi útí rétt í þessu, ekki svona fjallalambi eins og við fáum heima en þetta var engu að síður mjööög gott!
Og við stútuðum Rússunum, hefði nú bara verið svekktur ef það hefði klikkað, þeir eru búnir að vera slappir allt mótið.
Anyhow, labbitúr á Söder í smávegis vetrarsól sem kom út og -7 gráðum var hressandi í morgunsárið. Keypti mér madman bindi í vintagebúð.
Ég tók með mér filmuvélina sem ég setti svarthvíta 100ASA filmu í, finn það vel núna að ég er alinn upp við digital, ég tók 2 myndir á hana í dag og er strax orðinn óþolinmóður að sjá þær. En ég verð að bíða og taka 34 myndir í viðbót áður en að ég sendi þess elsku í framköllun.
Hér á að vera snjóstormur á morgun þannig ég veit ekki alveg hvað ég tek til bragðs... reyni kannski að klára eitthvað af þessum bókum sem ég er búinn að kaupa.
Sjáum til, until next time....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
mmmm kjötsúpa... Ég borðaði pizzu :/
ReplyDeleteKom eitthvað svar frá Norge?
BB
Ekki ennþá, þeir eru voða rólegir eitthvað. Finnst eins og þeir séu pínu skipulagslausir....
ReplyDeleteMadmen bindi...... sweeeet
ReplyDeleteit is it is!
ReplyDelete