Sunday, February 21, 2010

Kalt

Það er kalt. Ískalt úti. -17 gráður, voru -12 í dag. Ég fór í göngutúr því það var sól, en tók stuttan hring bara. Annars bara rólegur dagur (roligt á sænsku þýðir skemmtilegt, bara fróðleiksmoli)

Vinn í myndum og tók til. Synti og er byrjaður að gera smá tilraunir með skriðsund, það er mjög hressandi að ljúka æfingunni á því. Gerði það fyrir Bigga.

Einhver sagði að það myndi verða kalt fram í apríl, ég neita að trúa því, vil að snjórinn verði farinn ekki seinna en eftir 2 vikur! Svo er svo mikið af þökum að hrynja, alltaf í fréttunum, það safnast of mikill snjór á þau (aðallega í suður Svíþjóð samt, þar er meiri snjór). Sá allavega 7 svía uppá þökunum sína að moka snjóinn burt í óttakasti í stutta labbitúrnum mínum.

No comments:

Post a Comment