Já í dag eru liðnar 4 vikur síðan ég kom hingað yfir. Mér finnst rosalega langt síðan ég var á Íslandi en mér finnst ég hafa verið hérna í Svíþjóð í mjög stuttan tíma. Þetta er furðulegt.
Varðandi auglýsinguna þá var honum ekki leyft að taka með sér 2 aðstoðarmenn í þetta skiptið (hann var búinn að ráða einn) en hann lofaði að hafa mig með í einhverjum verkefnum á næstunni. Ég bauðst samt til að koma og hjálpa þeim allavega á prelight deginum, en þetta er svo voða high-profile auglýsing eitthvað að hann verður að fá clearance hjá framleiðslunni fyrir að ég megi koma. Þannig ég kíkji vonandi til þeirra á sett á mánudag, sjáum til. Þetta er ekki eins frjálslegt og heima greinilega.
Annars er ég að fara að hitta annan gaffer sem er bókaður út árið hvorki meira né minna, við ætlum að fá okkur kaffibolla og taka stöðuna. Hann virkar mjög fínn og jákvæður, vill endilega hitta mig þannig að það gæti verið eitthvað þar.
Ég og svíinn erum annars einir heima frá og með gærdeginum fram á mánudag, frænka fór til Íslands. Ég sá um matinn fyrir okkur í dag og bjó til bilað gott satay-kjúklingasalat með doritos og allskonar grænmeti. Skaut aðeins yfir markið og ég held að við tveir gætum étið ekkert annað en afganginn af þessu þangað til frænka kemur aftur. Þetta var lúmskt mikið, enda var salatskálin þung þegar ég fór með hana á borðið.
Kjúklingur er bull ódýr hér miðað við heima, kíló af frystum kjúklingabringum kostar 50kr sænskar (x1,7 fyrir íslenskt verð).
Hastala vista
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment