Saturday, February 27, 2010

Í ruglinu

Fór hress á Íslendingakvöld á fimmtudag, þar var mikið af allskonar fólki, sendiherrann m.a. líka. Það var ágætt að hitta nokkra Íslendinga, meiraðsegja einn sem á heima hér rétt hjá mér. Fékk hjá honum númerið. Svo skrapp ég yfir á Södermalm til að heilsa uppá Ása og co sem voru að mynda hér, voru að fá sér í glas með fólkinu sem þeir voru að vinna með. Það var greinilega langt síðan ég fékk mér bjór því þetta varð mjög skrautlegt og langt kvöld. Ég kenni samt manninum sem ákvað að það væri góð hugmynd að fá sér staup um allt saman. Ég kom allvega heim reynslunni ríkari...

Dagurinn í gær var svo bara rólegur by default eftir kvöldið á undan. Og í dag fór ég á bókamarkað og gerði nokkur góð kaup. Svo bara vinna á mánudag og þriðjudag.
Hjólin eru að fara að snúast hérna um miðjan mars samkvæmt heimildarmönnum mínum, þannig ég verð að vera duglegur að minna á mig og vonandi fær maður eitthvað að spreyta sig meira.

1 comment:


  1. takk fyrir myndirnar sem þú sendir Helga :D mjög flottar, en er séns að þú getir sent honum kannski eina mynd af mér í gallabuxunum? þarf ekkert að vera unnin :) Takk æðislega aftur kv.Telma
    p.s. Snilld hvað gengur vel hjá þér, mjög gott að minna á sig oft og mörgum sinnum meiri líkur á að fólk muni eftir þér og að þú fáir vinnu :D

    ReplyDelete