Monday, February 1, 2010

Jobbe

Jess, lestarsamgöngurnar voru eitthvað leiðinlegar í morgun þannig ég var pínu seinn í vinnuna, en allir virtust skilja það. Svo hafði líka hlýnað í nótt þannig að í staðinn fyrir -17° voru bara litlar -4° í morgun rétt fyrir 7.

En spacelights, shadowmakers og hellingur af skemmtilegu stöffi var skoðað og tékkað inn í dag, við vorum orðnir 5 á gólfinu bara að tékka ljósadót (3-4 í griphorninu, camerur eru í öðru húsnæði en þeir voru sennilega líka allavega 4), erum ekki hálfnaðir einu sinni þannig ég fer aftur á morgun. En núna mæting 9 þannig ég þarf bara að fara að heiman rétt fyrir átta... mun eðlilegra einhvernvegin.

Ég hef lúmskt gaman að vinnunni núna þó hún sé ekki fjölbreytileg til lengri tíma, fullt af nýju stuffi til að fikta í sem ég hafði bara heyrt um og nokkuð fínir gaurar bara. Ég get samt ennþá ekki sagt langa sögu né brandara á sænsku... en ég baslast við að tala hana svo það komi nú einhverntíman.

En rólegt í kvöld, bara sjónvarp og smá talva.

2 comments:

  1. Ertu núna farinn að skilja ábyrgðina sem felst í því að hafa hlutina í lagi sem maður er að leigja út?

    ReplyDelete
  2. haha já já. EN gleymum því ekki að við erum 9-10 að tékka inn 3 bíla (stóra bíómyndin) og svo nokkur minni djobb. Og við erum ekki búnir að því. Sé ekki alveg að ég sé að labba inn til Snorra og segja, heyrru, okkur vantar 7 freelancara næstu 2 daga af því að Valli er að klára auglýsingu á morgun... :P

    Plús það, að listarnir eru miiiklu skipulagðari hér. Þannig þetta er gott, en ég sé þetta því miður ekki gerast á íslandi á næstu árum. En ég fíla þetta!

    ReplyDelete