Friday, February 5, 2010

Personnummer

Í dag varð ég sænskur þegn, sem má eiga bankareikning, má stíla á reikninga, jafnvel eiga mína eigin áskrift hjá símafyrirtæki. Fékk kennitölu sko. Þannig nú get ég líka farið að borga skatta og svona skemmtilegt.

Það er samt gott að fá þetta núna, þetta gat tekið 2-8 vikur, þetta tók 2 vikur og 4 daga hér hjá mér, nú er að sjá á mánudaginn hvort einhver banki vilji fá mig Íslendinginn í viðskipti við sig. Ég vona það því annars verður erfitt að fá borguð laun.

Enn ein róleg helgin, ætla að fikta í Photoshop og taka lífinu með ró, sá mann í dag með mestu bauga sem ég hef séð annars í öllum heiminum. Í alvöru! Þetta voru bókstaflega pokar undir augunum á honum, svona húðpokar fullir af einhverju og þeir virtust þungir, þetta náði niður fyrir hálft nef. Ef ég hefði verið með myndavélina þá hefði ég tekið mynd af honum, þó að ég hefði þurft að borga honum. En ég var að koma úr sundi og fór beint í kjarnann í smábænum að versla, þar sá ég hann koma úr Ríkinu, og var ekki með vélina. Mun hafa augun opin fyrir honum framvegis.

Góða helgi gott fólk

3 comments:

  1. je je, töff. Til hamingju. Komdu heim!

    Ok, ég ætla fyrst að heimsækja þig, komdu svo heim!

    ReplyDelete
  2. HEHE.. þú ert sem sagt ekki búinn að gefa upp á bátinn berbrjósta sundið :-)

    kv, Stína og Eyjó

    ReplyDelete
  3. ALDREI!!! Ég mun finna það, það eru örlög mín. Sumir leita að hinum heilaga graal, aðrir að æskubrunninum. Ég að þessu...

    ReplyDelete