Thursday, February 18, 2010

dagur 2

Já dagur 2 gekk líka eins og í sögu, því miður þurftu þeir ekki á mér að halda í dag (fimmtudag) en ég klára vikuna með þeim á morgun. Ég vona virkilega að þeir noti mig meira því þetta eru fínir gaurar.

Ég er virkilega að fíla hvað þetta er vel skipulagt og hvað allir vita hvað þeir eru að gera, ég skil ekki af hverju við náum ekki þessum hraða á Íslandi, hér er bara miklu meira tempo og allir eru á sömu blaðsíðu. Við erum búnir að lýsa næsta herbergi löngu áður en fólkið kemur inní það, og það stenst, það eina sem þarf að gera er kannski að flagga smá eða scrimma, ekkert mál. Reyndar er ekkert verið að "stela" skotum hér eins og oft heima...

Já, svo er síðasti dagur þarna á morgun og wrappað í bílinn, þá ætla ég að heyra í gaurunum hvort að þeir vilji e-ð sjá mig aftur.

EN svo er þetta náttúrulega eina verkefnið sem ég hef komið nálægt og kannski er þetta verkefni líka undantekning hér, ég veit það betur þegar ég er búinn að vinna með fleira fólki og í fleiri verkefnum.

Sjáum til.

No comments:

Post a Comment