Monday, February 15, 2010

Jóladagatal

Fékk staðfesta bókun eftir fund með hressum gaur í gær.

Mæting í fyrramálið út á einhverja borgareyju hér í tökur á Jóladagatali Svía. 3gja daga vinna til að byrja með, en þetta er 13 vikna production þannig þeir gætu orðið fleiri en 3 þessir dagar. Mínir heimildarmenn segja að þetta sé mjög vinsælt hér úti, jóladagatalið þeas. Þannig þetta er bara gott mál. Gæinn sem er að lýsa þetta er eiginlega hættur að lýsa auglýsingar og vill mest vinna í löngum verkefnum, og hann er með allnokkur slík í bókinni sinni fyrir þetta ár, þannig mar verður að standa sig ef maður á að fá að taka þátt í meira af verkefnum með honum.

NÖRDALJÓSATAL EKKI LESA EF þÚ VILT EKKERT VITA UM LJÓS.
Annars skoðaði ég nýja ARRI BabyMax 1,8KW í dag. Fallegt ljós með blue hönnunina frá ARRI. Notast við nýja tegund af ballest, 1,2kw-1,8kw en eins kapal og 1200W. Létt ljós með fullt af outputti, hausinn er jafnstór 1200w. Ég og Kit hjá Ljud och Bild kveiktum á því og ég fékk að fikta í því. Ég er að fíla þessa blue hönnun, losarann fyrir peruna, auka festing (á neðri holder) fyrir barndoor og svona. Reyndar er 1800W peran nákvæmlega jafn stór og 1200W þannig mar þarf að taka hana út til að tékka á hvort hún sé rétt. En það er semsagt hægt að setja 1200W peru í þetta kvikindi.

Ég skal reyna að blogga á morgun um fyrsta daginn á setti, sem mig hlakkar mjög til að upplifa, en ég lofa engu ef ég er að deyja úr þreytu verður bara að bíða smá.

Vi ses.

No comments:

Post a Comment