Það er búið að vera rólegt á blogginu mínu, en það stendur til bóta. Ég er byrjaður aftur í Jóladagatalinu hér, vann í gær og í dag og fer aftur í fyrramálið.
Við erum á þannig stað að ég sem er norðan við bæinn verð að taka lest inn í bæinn, þaðan tek ég aðra vestur úr bænum svipað langa vegalengd eins og er norður til mín. Þannig ég er svona klukkutíma og korter á leiðinni í vinnuna, þarf að taka fyrstu lest héðan klukkan hálf sex á morgnana... geggjað stuð. En það venst furðulega vel, mér er samt oft hugsað til Reykjavíkur þar sem maður er mest korter á leiðinni eitthvað, á sínum bíl auðvitað. Ef ég væri á bíl hér væri ég samt í svona 40 mínútur á leiðinni. Það er alveg eins og að keyra til Keflavíkur!
Hmmm what else, ekkert annað að frétta svosem, bara vinna og leita að meiri vinnu. Bíð spenntur eftir bankakortinu mínu líka, hér er alveg erfitt að fá að opna reikning í banka. Á Íslandi gat maður opnað reikning, fengið 500.000kr yfirdrátt og 100% húsnæðislán, allt á sama degi! En það var greinilega ekki rétta leiðin eins og við vitum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment