Thursday, March 18, 2010

What to do?!


Öll þessi skilti að segja mér hvað ég á að gera, hvert ég á að fara og hvað ég á að fá mér. Gott stuff.

En ég er nýsyntur, beikonaður upp eftir sundið og nú ætla ég að hella biksvörtu kaffi ofaní mig og reyna að gera eitthvað að viti.
Á todo listanum er samningur sem ég þarf að póstleggja fyrir helgi og reyna að finna afmælisgjöf fyrir svíann sem fyllir ár næstu helgi. Veit EKKERT hvað ég get gefið honum, veit bara að hann fílar viský, spurning um að splæsa í eina þannig flösku á hann þó að hann eigi 50 fyrir og ég mun líklega ekki finna flösku sem hann á ekki... en það er besta hugmyndin mín so far. Sé hvað gerist.

Ekkert annað að gerast svosem, bíð bara eftir svörum um verkefni sem ég á von á og svo bara senda email og minna á sig. Ég gafst upp á bankanum og sagði þeim bara að drepa þetta kort sem þeir eru búnir að láta mig fá og senda mér nýtt með PIN kóða, ætti að koma á föstudag eða mánudag. Ef það kemur ekki þá, þá fer ég og tek allt útúr bankanum og fer annað. Grrrr....

No comments:

Post a Comment