Saturday, March 20, 2010

The Long and Winding Road


Þetta er mynd af götunni sem ég þarf að labba á enda á hverjum degi til að komast á brautarpallinn. Sorry að ég er að bombarda þetta blogg með myndum af hinu og þessu, fannst bara að það vantaði fleiri liti hingað inn og why not líka bara...

Annars leysti ég afmælisinnkaupin fyrir Svíann með flösku af Ákavíti, birgðirnar hans af því voru farnar að minnka sagði frænka mér. Hann var nokkuð glaður með það. Honum er líka stórum létt að koma úr hvítu mánuðunum sínum (útskýring að neðan) og fékk sér bjór og viský í gær og vín með matnum. Svo kom einmitt nýr BMW út í dag og var sýndur hjá umboðinu. Anders var búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði sko ekki að fara að skoða hann í dag því að það færu svo margir, en rétt rúmlega tíu var mér sagt að ég mætti koma með að skoða BMW í dag ef ég vildi. Ég þakkaði pent en leyfði þeim að eiga ánægjuna einum saman.

En hvítir mánuðir er nokkuð algent fyrirbrigði hér í Svíþjóð, og fólk gerir þetta gjarnan eftir jól eða aðrar átveislur. Þegar hvítur mánuður eða tímabil er í gildi þá leyfir fólk sér ekki jafn feitan mat og drekkur ekki áfengi. Semsagt háfgerður megrunarkúr en mjög heilbrigt að taka svona inn á milli.

Það fara að koma gestir þannig ég ætla að fara í skyrtu og fram.

No comments:

Post a Comment