Hér er bara farið aftur að snjóa! Sem er hræðilegt! En við fylgjumst bara með eldgosinu á Íslandi og tökum því rólega. Labbaði samt til að fara eitthvað útúr húsi, sá næstum engan á ferli enda ekkert skemmtilegt veður.

Annars var fínt í gær í afmælisveislunni, góður matur og vinir frænku og Svíans komu í heimsókn. Líka Stefan og Orla og krakkarnir, þegar þau fóru heim um hálf níu fór ég líka bara inní herbergi. Ég er nefnilega með mission, og það er að horfa meira á sænskt sjónvarp, þeas þar sem töluð er sænska (til að læra þetta hraðar). Og í gær byrjaði Millenium trilogían í sjónvarpinu hér, fyrsti hluti af einhverskonar directors cut þannig þetta er víst miklu lengra en það sem var sýnt í bíó. Ég átti eftir að sjá myndirnar og þær eru auðvitað á sænsku þannig þetta er perfekt fyrir missionið mitt. En ég held að þetta séu fleiri en þrír hlutar sem verða sýndir hér, því slottið í sjónvarpinu er bara einn og hálfur tími, þannig ætli þetta sé ekki næstu 5-6 laugardaga.
snilld að horfa á millennium seríuna á frummálinu, lærir örugglega helling af því og svo eru þetta fínustu myndir. það komust allir heim á klakann á endanum, þrátt fyrir eldgos og verkfall.... kv. Inga
ReplyDeleteFlott mynd.
ReplyDelete