Frænka kemur heim frá Íslandi í dag. Ég þarf að taka til áður en ég næ í hana á flugvöllinn! Ég og Svíinn erum búnir að hafa það náðugt hér heima. Skruppum í miðbæinn í bíó á The Hurt Locker um helgina og átum pizzu eftirá. By the way þá fannst mér þetta athyglisverð mynd og documentarystíllinn smellpassaði við hana, en mér fannst hún ekkert endilega eiga skilið Óskarinn.... En ég meina mynd um Íraksstríðið og gert af konu, mikið af svona behind the scenes ástæðum fyrir Óskarnum held ég. En þetta var samt fín mynd, ef þú átt eftir að sjá hana myndi ég kíkja á hana við tækifæri.
PIN kódinn minn er ennþá týndur í sænska póstinum, ég ætla að gefa þeim fram til morgundagsins að redda þessu, eftir það heimta ég nýjan pin kóda, þetta er orðið fáránlegt! Bæði hjá bankanum að gera ekki eitthvað þegar ég segi þeim að ég er ekki að fá neitt sem þeir eru að senda mér, og hjá póstinum að klúðra þessum tveimur bréfum! Somebody somewhere messed up!!!!
Annars flæðir allt af sænskum myndum í bíó hér og Evrópskum líka, gott að sjá að það eru ekki öll lönd í heiminum orðin þrælar blockbusterana. Sá trailer af svaka franskri fangelsismynd, einhver thriller sem leit vel út. Hún kemur sennilega til Íslands á Alliance France bíóviku, þá hefur maður tvo sénsa til að sjá hana.
Jæja farinn að skoða aðkomur flugvéla.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment