Saturday, March 13, 2010

Huffin and puffin

Búið að vera fín törn núna í verkefninu en það lítur út fyrir að næstu 2 vikur verði rólegar í því þannig nú hefst atvinnuleitin að nýju. Reyndar er ég pínu feginn að losna við það að vakna klukkan 5, en þetta er samt búið að vera fínt og maður venst því bara að fara í rúmið klukkan 9 á kvöldin.

Það var stuð í gær í hálfleiksdjamminu í vinnunni, en ég var samt frekar þægur, fékk mér bjór en náði lestunum heim. Anyhow, það er ekkert spes um að vera hér annað en að hitinn fer upp fyrir núllið á næstum hverjum degi þannig að það bráðnar meir og meir í burtu af snjónum, ég er farinn að sjá í jörð á nokkrum stöðum. Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera um helgina, langar aftur í virka daga því þá get ég farið og tuðað í bankanum og leitað mér að meiri vinnu. Ætli ég kíkji ekki í bíó á morgun bara eða eitthvað.

6 comments:

  1. skynsamlegt að ná lestinni :)

    kv. Inga

    ReplyDelete
  2. jæja. Mig vantar meira glimmer.

    Það er vesen að kommenta hjá þér. Spurning hvort allir þurfi að fara í gegnum þrjár síjur til að koma athugasemdum sínum á framfæri?

    Káf:*

    ReplyDelete
  3. ojjj, ég ætla að reyna að laga það, takk fyrir ábendinguna... alltaf verið vesen?

    ReplyDelete
  4. Náði að taka eina í burt.. vonandi léttir það lífið.

    ReplyDelete
  5. úú, þá verð ég náttúrulega að prófa! -En já, þetta hefur alltaf verið vesen. Mér er bara svo mikið í mun að koma mér að þannig að ég hef látið mig hafa það...

    Spennandi.

    ReplyDelete