Wednesday, March 17, 2010

Samningar og hjól

Hér fæ ég alltaf samning ef ég vinn, skrifaði einu sinni undir samning á Íslandi þegar ég vann þar. Hér er alltaf samningur sendur heim til mín eftir djobb sem ég þarf að kvitta á og senda tilbaka. Sem er ágætt held ég, þá hlýt ég að vera verndaður á einhvern hátt, it goes both ways right?

Annars heilsaði ég upp á Hei Produkjon stelpurnar í dag, en það voru stelpurnar sem voru að framleiða stuffið með Ása þegar hann var hér. Ætlaði alltaf til þeirra en ég er bara búinn að vera að vinna svo mikið og vesenast að þær voru ekkert ofarlega í forgangslistanum, en þær voru glaðar að sjá mig og buðu uppá kaffi á skrifstofunni. Hressar stelpur sem eru að reyna að koma sér á kortið, aldrei að vita nema þær lumi á einhverjum litlum skemmtilegum verkefnum.

Það er alltaf jafn gaman að fara í miðbæinn hér, fólk er alltaf að gera eitthvað furðulegt. Syngja eða spila á harmoniku til að fá pening á götunni, allskonar tilboð í gangi allstaðar. Fór inní búð í dag, svona fínni búð sýndist mér á verðunum þegar ég kom inn, en ég ákvað samt að labba hring þar sem ég var sá eini inní búðinni og afgreiðslumennirnir tveir horfðu á mig og biðu æstir eftir að fá að aðstoða mig. Þegar ég var á leiðinni út þá stoppaði annar mig og sagði að ég myndi fá 20% afslátt af öllu sem var á rekkanum sem ég hafði verið að skoða. Ég leit í kringum mig en sá ekkert skilti sem sagði það, hann var bara að prútta mig í að kaupa eitthvað. Gaman að svona, en ég keypti samt ekkert.

Svo sá ég að einhver hafði fengið nóg af hjólinu sínu og hent því uppá skilti:


Það horfði einn gaur á mig grunsemdaraugum og reykti á meðan ég smellti nokkrum myndum af hjólinu, svo spurði hann mig hvenær ég hefði hent því upp á skiltið. Ég neitaði öllum ásökunum og dreif mig í burtu.

No comments:

Post a Comment