Jájá, nokkuð þétt bókuð vinnuvika framundan. Hún byrjar á vinnu í Pilot verkefni á sunnudaginn, ættum að vera að vinna til svona miðnættis í því, þá er ég kominn heim um eittleytið og þarf svo að fara framúr klukkan 05:00 næsta dag til að ná lestinni í Jóladagatalið sem byrjar aftur þá. Þetta verður gaman... Held að ég fari snemma að sofa á mánudagskvöldið. Því svo fer ég aftur í Jóladagatalið á þriðjudag og miðvikudag, frí fimmtudag en svo aftur inn á föstudag. Vitlaust að gera alveg hreint.
Annars sótti ég um nýtt vegabréf og mitt gamla er núna gatað og gagnslaust. Kemst hvorki lönd né strönd þangað til að ég fæ það nýja. Ætti að fá það í lok næstu viku vonandi.
Hér er annars allt enn í snjó en það virðist eiga að fara að hlýna núna fljótlega eftir helgi, fara amk uppfyrir núllið og vonandi helst það þar í smá tíma því ég er gjörsamlega kominn með nóg af snjó í bili. Langar að fara að sjá meiri náttúru, ekki bara svarthvítan lauflausan skóg.
Býst ekki við neitt miklu bloggi í næst viku vegna anna, en sjáum til, reyni kannski að henda inn einni færslu á þriðjudaginn eða eitthvað.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
break a leg, sýndu þessum andsk***** hvernig á að nota c-stand.
ReplyDeleteKv. Ási
Ási meinaru að hann eiga að fótbrjóta einhvern með c standinum?
ReplyDelete