Friday, May 7, 2010

Týpískt

Fæ lyklana að íbúðinni í dag. Búinn að vera laus frá verkefnum alla vikuna, og auðvitað er ég fullbókaður fram á næsta fimmtudag núna. Ætla að reyna að þrífa og gera klárt á kvöldin bara en ég er ekki að sjá að ég geti flutt inn fyrr en í allrafyrsta lagi á fimmtudaginn næsta. Ef ekki þá, þá verður það um helgina þar á eftir.

Annars fór ég niður í bæ í gær og skoðaði Kungsträdgården, Hann er allur í kirsuberjatrjám og þau eru einmitt bleik um þetta leyti ársins. Aldrei séð þannig áður, mjög spes.

1 comment:

  1. eitthvað finnst mér þetta nú bara hálfsögð saga með gærdaginn :)
    Flott mynd, töffari.

    *Knús*

    ReplyDelete