Saturday, May 22, 2010

Styttist

Í að Biggi og Helgi komi í heimsókn og að ég taki mér vikufrí. En það er búið að vera nokkuð gott um vinnu undanfarið og engin vika alveg dauð. Auglýsing á morgun og hinn.

Annars var drukkinn bjór í piparsveina-íbúð ársins í gær. Penthouse íbúð sem var frekar vel staðsett, með tvær hæðir, glergólf á efri hæðinni, sería á svölunum og fjólublá leðurbólstruð hurð að baðinu. Og miklu meira sem ég nenni ekki að telja upp. Var semsagt með Finna, hans frú og gömlum vinum hans. Mjög gaman.

Umm hvað meira, íbúðin mín að verða meira og meira mín með hverjum deginum, geri smávægilegar breytingar næstum á hverjum degi. Allt að koma

2 comments:

  1. Jess.. Styttist óðum, líst vel á þessa íbúð sem þú ert að lýsa.
    Nú fer maður að kaupa gjaldeyri, pakka niður og telja niður daganna :)

    ReplyDelete
  2. Já en til að fyrirbyggja allan misskiling var þetta ekki íbúðin mín... haha hún er sko ekki svona pimpuð.

    ReplyDelete