Saturday, May 1, 2010

Frí jess

Núna virðist ég hafa nokkuð mikið að gera, amk síðustu 10 dagar voru frekar hektískir, og strax búið að bóka mig á 3 í næstu viku. Bara gott mál því mig er farið að langa svoldið í iPhone.... En ég ætla að standast freistinguna aðeins lengur amk.

Nú voru stelpurnar í Hej að bjóða mér á einhvern vorfögnuð á skrifstofunni, sem verður eflaust gaman að fara á, og svo fer að líða að wrappi á Jóladagatalinu... sem hefur verið duglegt að bóka mig svona 7-10 daga í mánuði... en núna eru auglýsingarnar byrjaðar að detta inn þannig að þetta ætti að bjargast.

Vonandi næ ég samt að flytja næstu helgi, það væri fínt að færa sig nær og allt það... hmm hvað annað er um að vera... tréin eru að fá lauf, hér var Valborgarmessa í gær þannig það voru brennur og pínu flugeldasýningar í gær. Mjög vinsæll dagur fyrir unglinga til að detta í það. Ég missti því miður af öllum brennum, var að gera Kókakóla auglýsingu í einhverju studioi til svona 10 í gærkvöldi og var ekki kominn heim fyrr en undir 11. En lestin var samt full af blekuðum ungmennum, þannig ég sá þau. Lestin ilmaði af alkóhóli og ilmvatni.

Þvottadagur í dag 1 af þrem vélum komin í gang...

No comments:

Post a Comment