Gaurinn sem ég er að flytja inn til gefur mér tilefni til að taka fram og dusta af orði frá áttunda áratug síðustu aldar.... gufa. Ég hef aldrei hitt mann sem er meiri gufa, honum er skítsama um allt sem gerist í kringum sig. Engar áhyggjur, ég er samt að fá íbúðina um helgina... hann bara virðist ekki vita neitt. Ég hringdi í hann áðan til að fá að vita númer hvað íbúðin væri... ætlaði að panta net í hana og svona... hann vissi það ekki alveg, ætlaði að hringja og tékka. Hvert fær maðurinn póstinn sinn?! Hann lifir ekki fyrir einn dag í einu, hann lifir fyrir einn klukkutíma í einu.
En góðar fréttir fyrir komandi gesti, ég er að redda svefnsófa í staðinn fyrir sófan hans. Sem er gott stuff.
Bíð eftir góða veðrinu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment