Hún er klár, ég og frænka tókum tveggja tíma törn í henni, þrifum, þurrkuðum af, ryksuguðum og skúruðum.
Annars skilaði Ludwig henni nokkuð ágætri bara, var búinn að taka svona 50% af skítnum út. Þannig þetta er að verða helvíti fínt bara eftir að við tókum hin 50%. En netið mitt er ekki komið, verð að sjá til hvort að ég geti ekki pluggað því rugli í gang helst strax. Ég var búinn að hringja og panta, og það hefði átt að koma í gær, en ég þarf að tékka betur á þessu. Glatað að vera ekki með net og geta ekki skoðað vinnupóstinn sinn.
Þá verð ég bara að hlaupa út á 7/11, þeir eru með fríar nettengdar tölvur.
Annars er planið að flytja á laugardag, byrjaður að pakka, frænka fann fullt af matardiskum / hnífapörum sem hún notar aldrei og vill losna við, ég tek glaður við því. Ludwig var greinilega ekki oft með gesti, hann átti tvo gaffla og tvo hnífa. Svo held ég að það hafi verið skeið þarna líka. Kannski nennti hann bara ekki að vaska upp og henti öllu þegar hann fór, það er líka möguleiki. Allavega voru engir matardiskar þarna, bara djúpir diskar. Kannski var hann súpugaur, ég veit það ekki. Hann átti samt bara eina skeið þannig ég er ekki viss.
Hmm what else, jú svo nýtt músíkvideo á Sunnudag, einhverstaðar fyrir utan bæinn, og svo Dagsljus á mánudag, eftir það mega alveg koma 2-3 lausir dagar, svona á meðan ég er að koma mér fyrir í íbúðinni. Sé hvað gerist.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Giska á að Ludwig hafi verið alveg fínn gaur sko! Til hamingju með íbúðina ég mæti í innflutningspartýið!!!
ReplyDeleteSvíar eru mjög hagsýnir, svo ég gíska á að hann hafi borðað seríósið sitt með gaffli til að spara mjólkina hehe!
ReplyDeletePs. Sjáumst næstu helgi stubbur!