Thursday, April 29, 2010

Hvíldardagur

Í dag ætla ég ekki að gera neitt. Ég efast um að ég fari úr náttbuxunum. Tvær 16 tíma auglýsingar í röð að baki, sú fyrri léttari en sú seinni.

Í gær var sól fyrst og heitt, svo skýjað og heitt, svo rigning og heitt, svo bara ískalt og rigning. Og við vorum úti í 16 tíma. Brjálað að gera, en mjög gaman.

Svo aftur auglýsing á morgun... það verður allt í lagi, næ að hvíla þessa törn úr mér. Svo lítur út fyrir að ég sé í fríi um helgina. Sem verður næs.

Jú íbúðaflutningurinn frestaðist um viku, gaurinn sem á hana þarf að vera í Stokkhólmi í eina viku í viðbót, þannig við seinkuðum þessu bara. Þannig ég verð hér í útjaðrinum aðeins lengur.

geisp

No comments:

Post a Comment