Úti í sólinni. Úje. Báturinn gekk vel, Ég varð sjóveikur um leið og ég kom um borð. En náði einhvernvegin að bægja því frá mér. Ég var fínn á meðan við vorum að vinna. En þetta er bara þessi ferjulykt, eldgömul einhverskonar blanda af mat, áfengi og ælu sem hefur sest í teppin. Svo dass af sjávarlofti með góðri seltu... þá er þetta nokkurnvegin komið. Verð ekkert sjóveikur í stórum fiskibátum eða minni trillum.... bara ferjum.
Svo bara labbitúr í góða veðrinu, búin að fá nokkra góða daga í röð. Snjórinn er löngu farinn, nema einhver fúll skafl ofaní skurði kannski.
Prelight dagur á morgun í stúdíóinu, verður ekki mikið mál hugsa ég. Svo fíníseringar þar á föstudag. Gaman að vinna oft þegar maður er ekki með 30 manns í kringum sig og tímann á herðunum. Bara dunda sér og vanda sig.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment