Tuesday, April 13, 2010

Ekki hættur

Æh best að halda áfram.

En það hefur svosem ekkert merkilegt gerst hér, það komu páskar og ég fékk íslenskt páskaegg! úje. Það sem var ekki úje var að ég braut tönn á karamellu úr því. Þannig ég þurfti að fara til sænsks tannlæknis í gær. Það var ekkert töff. Hún ætlaði ekkert að deyfa mig, bara bora, ég mótmælti og fékk loksins sprautu sem ég var byrjaður að ímynda mér að væri rándýr, en hún var svo ókeypis.... Þá gekk þetta samt bara hviss bamm búmm í stólnum, tók svona 3 mínútur að troða einhverju í brotið, slípa það til og vera skipað að skola. Mér er samt illt í tönninni í dag, veit ekki hvort að það er eðlilegt. Gef þessu nokkra daga í viðbót.

Annars er ég að fara í Finnlandsferjuna á morgun að vinna. Tökur í bátnum meðan hann liggur við bryggju. Svaka stress á tíma. Svo er pre-light í stúdíói á fimmtud og föstud. Og eitthvað músíkvideo í næstu viku, á laugardeginum sem kallinn á bara að lýsa einn og óstuddur. Fer á fund með tökumanninum í næstu viku til að skipuleggja þetta eitthvað.

Finnlandsferjan er svona fylleríis bátur sem Svíar skella sér í og djamma bara um borð. Sigla fram og tilbaka til Finnlands og versla í dutyfree. Kemur túrisma ekkert við, báturinn er sennilega allur út í kynsjúkdómum og ælu. Stuð. Muna að taka með hanska, mikilvægt.

No comments:

Post a Comment