Tuesday, June 29, 2010

Laura Palmer

Ég er að fara að vinna í einhverri Ikea auglýsingu í dag, og eins og heima þá er myndað í búðinni eftir lokun, þannig næturvinna er á dagskrá. Tók þessvegna vökumaraþon í gær og byrjaði á að horfa á leikinn, en hætti eftir að Brasilía komst í 2-0, sá ekki Chile gera neitt comeback úr því. Svo setti ég á myndina Dogtooth, mjög sérstök Grísk mynd sem vann un certain regard á Cannes 2009. Ekki fyrir viðkvæma, heldur ekkert hátt tempo í myndinni. Svo tók við 4 þættir af Twin Peaks... þannig ég er frekar ringlaður í dag og Twin Peaks lagið spilaðist í draumum mínum, vaknaði svo við að einhver sænsk kona var að tala mjög hátt um að eitthvað ætti ekki að vera þar sem það væri ef að kóngurinn kæmi í heimsókn.
Ég hélt að þetta væru bara leifar af draumum í hausnum mínum, en svo var einhver kona að skammast í Bretanum, nágranna mínum, og sagði eitthvað á þessa leið. Hluturinn sem var á vitlausum stað var einhver stóll úti í garði... hvar sænski kóngurinn kom inn í myndina skildi ég samt aldrei alveg.

Annars er búið að bjóða mér á eitthvað rosalegt blakmót/strandpartý í Malmköping um helgina, það er á laugardaginn, svo ætla mínir frábæru grannar að reyna að smíða einhverja seglflugvél og taka þátt í RedBull seglflugvélakeppni á sunnudeginum þarna úti. Þá ætla þeir semsagt að hoppa fram af sex metra bjargi í þessari uppfinningu sinni og sjá hvað þeir geta flogið langt, sounds too good to miss.

Ef ég fer ekki úr bænum þá er þakpartý á Södermalm, þekki bara eina manneskju þar af 75 sem hafa boðað komu sína. Akkúrat núna hljómar betur að fara úr Stokkhólmi, en ætla að sjá til, verð að redda mér fari (vinn á föstudag og flestir ætla að fara á fimmtud) og ætla líka að skoða veðrið. Annars langar bretanum líka pínu á blakið, og hann bauðst til að bíða eftir mér bara á föstudaginn, en allt skýrist á fimmtudag.

Býst við rólegum júlí annars, en það er fínt eftir að það er búið að vera slatti að gera. Þannig ég bara sé til hvað gerist, jú og svo fæ ég kannski bíómynd uppúr miðjum ágúst. En á eftir að klára að semja, þannig það getur ennþá farið á hvorn vegin sem er.

Fire, walk with me.

No comments:

Post a Comment