Hin tækjaleigan er farin að sýna mér áhuga. Vinn töluvert fyrir þá núna og þeir vilja endilega fá mig til að vinna hjá þeim eins mikið og ég get því að nú eru margir að fara í sumarfrí. Það er massaskemmtilegur mórall þar, minnir mig pínu á bílaleiguna í gamla daga.
Hljómar reyndar fínt að vinna fullt fyrir þá núna því að auglýsingarnar eru í rénun núna og gafferarnir sem ég vinn mikið fyrir eru farnir í frí, nokkrir af þeim amk. Þannig því ekki að fá inn aukapening hjá leigunni.
Já svo fór ég ekkert úr bænum, bretinn var whippaður af konunni til að halda sig heima, og þessvegna hafði ég ekkert far. En RedBull keppnin er í bænum, þannig ég fer á hana á Sunnudag, og svo er Annie Leibovitz með sýningu í bænum sem væri gaman að sjá. Þannig það er sunnudagurinn, svo er auðvitað þakpartý á morgun.
Pink Room
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment