Tuesday, January 19, 2010

Vinnudagur

Ég var að fara héðan úr úhverfinu, stífbónaður og gelaður, með myndavél og penging á leið í kebableit og skoða gamla bæinn. Þá hringdi síminn og ég var beðinn að mæta til vinnu í tækjaleiguna sem ég kíkti á í gær. Ég: sure, when? Hann: Now.

Þannig ég þurfti að skipta um föt og hlaupa í lestina. Ekkert rugl á lestarkerfinu í dag (sem betur fer) og ég mætti hress beint í hádegismatinn, þannig ég byrjaði bara á að fara í mat. Og við hoppuðum 3 uppí einhvern chevy van frá '87, rosa nauðgarabíl og keyrðum á einhverja pizzasjoppu. Settumst niður allir, (hinir komu líka á öðrum bílum) og þetta var bara eins og einskonar fjölskyldumatur. Kona eins kom og barn og borðaði með okkur og þetta var voða fínt allt saman. Og pizzan sem ég pantaði var kebabpizza, hún kostar svipað og hádegistilboðið á devitos. Ég beið í stutta stund og bjóst við lítilli pizzu og svona... neibb þá kemur bara 16 tommu pizza útötuð í kebabkjöti og hvítlaukssósu, átti aldrei séns í hana.

Svo bara vann ég á leigunni, þeir eru víst á fullu að preppa einhverja hollywood-mynd sem á að skjóta hér 7-8 tímum norðan við Stokkhólm. Mér skilst að Clooney leiki í henni, þannig við vorum eitthvað að undirbúa tækjapakkan fyrir þá, svo var ég að fara yfir tæki sem var skilað. Nenni ekki að lýsa vinnunni í meiri smáatriðum en þetta hér, en þetta var fínt. Og þeir vildu fá mig aftur á föstudaginn.

Farinn að taka lífinu með ró, so long!

5 comments:

  1. Til lukku með þetta, allt að detta í gang hjá þér.

    ReplyDelete
  2. Takk gamli, já hjólið er farið að snúast!

    ReplyDelete
  3. Gaman gaman, Karlinn kominn í gang! prófaðu næst pizzu með biff & bernaise sósu, jamm!

    ReplyDelete
  4. Djöfull hljómar þessi pizza sem þú talar um vel Finni!

    ReplyDelete
  5. Það er toppurinn að vera í teinóttu!

    ReplyDelete