Monday, March 22, 2010

Menningarlegur

Ákvað að fara bara á safn í dag. Það var fínt veður líka þannig ég fór út á Djurgárden þar sem tívolíið er tildæmis og fullt af söfnum. Ég fór á Nordiska Museet sem var gígantískt stórt. Þetta var svona sögusafn um Svíþjóð, hvernig fólk bjó, hvað það borðaði og þannig. Í hvernig fötum það var og fullt meira. En þetta var risastórt og ég hefði betur farið á eitthvað listasafn því ég var kominn með nóg eftir eina hæð. Byggingin var bara svo tilkomumikil að ég varð að fara þarna inn.


Þetta var miðjusalurinn.

Annars er ég loksins kominn með bankakort OG pin-kóða, þannig ég get vonandi farið í hraðbanka og notað pening sem ég fæ útborgað hér. Úje.

So annars er útlit fyrir rólega viku eins og mig grunaði, reyni að finna uppá einhverju.

2 comments:

  1. beilaðiru á félagsfræðiverkefninu?

    ReplyDelete
  2. Ha neinei, ég bara fann ekkert gott kaffihús. Mun gera það.

    ReplyDelete