Wednesday, March 10, 2010

Ertu Íslendingur?

Ákvað að gera stórþvott í dag og svo fór ég í roadtrip til Vaxholm, einhver kastalabær hér í nágrenni Stockholm sem Anders benti mér á að væri gaman að skoða. Ég gleymdi samt alveg að spá í nákvæmlega hvað átti að skoða þarna í þessum litla bæ og eftir smá ráp í miðbænum og við höfnina (sá kastalann út á eyju rétt hjá) fékk ég mér borgara á einhverri búllu við sjóinn. Sat við hliðina á tveimur mönnum og hámaði í mig borgara, ákvað að spyrja þann eldri hvort að þeir væru heimamenn, þá gætu þeir kannski bent mér á hvað er sniðugt að skoða. Hann horfði á mig í eina sekúndu og spurði mig hvort ég væri frá Íslandi. Ég sem hélt að ég væri orðinn nokkuð sleipur í sænskunni en það er greinilega smá hreimur í gangi. Ég spjallaði svo aðeins við þá en ég var búinn að sjá flest það markverðasta. En þetta kom líka fyrir mig um daginn þegar ég tók strætó til vinnu klukkan hálf sex um morguninn og spurði bílstjórann hvort hann væri ekki örugglega að fara þangað sem ég var á leiðinni. Hann varð ofsa kátur og sagði "nei sko er íslendingur um borð". Ég var svo nývaknaður að ég gat engan veginn tekið þátt í kátínu hans svona snemma um morguninn en þetta var samt réttur strætó. Næst þegar ég tók þennan strætó var sami bílstjóri, ég sagði við hann góðan daginn á íslensku til að kæta hann aftur.

Þarf að finna það nákvæmlega hvar hreimurinn liggur, mér finnst ég vera að tala voða rétt, en svona er þetta. Það leikur einhver finnsk kona í þættinum sem ég er að vinna í og hennar hreimur er rosalegur, ég hélt að hún væri að djóka fyrst, svo bara talar hún svona. Maður veit allavega nákvæmlega hvar það koma "k" og "r" í orðunum sem hún segir, minnir mig á rússneskan hreim pínulítið.

Tveir vinnudagar framundan og svo helgi, jess. Já og allur póstur til mín frá bankanum mínum kemur ekki lengur til mín. Allur annar póstur skilar sér, frá Íslandi og svona en nei, ekki bankapóstur og enginn getur sagt mér hversvegna. Ég sem er búinn að vera að bíða og bíða eftir bankakortinu mínu sem endaði svo með að lenda bara í útibúinu hér í Vallentuna, þau hringdu í mig og báðu mig um að ná í það. En auðvitað var PIN-kóðinn ekki í sama umslagi og guð má vita hvar hann er í Svíþjóð, vonandi fæ ég hann samt fljótlega.

2 comments:

  1. Haha mér sem finnst svo þægilegt að skilja sænskuna þegar elsku Finnarnir tala hana :D
    -Arna

    ReplyDelete
  2. haha já hún verður ekki mikið skýrari en hjá þeim :P

    ReplyDelete