Þegar ég vinn hjá Dagsljus er ég búinn þar um sexleytið, tek strætó þar fyrir utan og er kominn niður á Liljeholmen (skiptistöð á milli strætó og neðanjarðarlestakerfis)um 18:15... Sem er nákvæmlega ekkert merkilegt fyrir utan það að ég las í blaðinu í dag að klukkan 18:15 í gærkvöldi var rænd skartgripabúð í Liljeholmen (rétt hjá neðanjarðarlestinni), 2 menn með byssur létu greipar sópa, annar náðist fyrir utan en hinn skaut að lögreglu og komst undan á dökkum bíl. Gott að ég var ekki að vinna í gær :P
Húha
Tuesday, March 23, 2010
Monday, March 22, 2010
Menningarlegur
Ákvað að fara bara á safn í dag. Það var fínt veður líka þannig ég fór út á Djurgárden þar sem tívolíið er tildæmis og fullt af söfnum. Ég fór á Nordiska Museet sem var gígantískt stórt. Þetta var svona sögusafn um Svíþjóð, hvernig fólk bjó, hvað það borðaði og þannig. Í hvernig fötum það var og fullt meira. En þetta var risastórt og ég hefði betur farið á eitthvað listasafn því ég var kominn með nóg eftir eina hæð. Byggingin var bara svo tilkomumikil að ég varð að fara þarna inn.

Þetta var miðjusalurinn.
Annars er ég loksins kominn með bankakort OG pin-kóða, þannig ég get vonandi farið í hraðbanka og notað pening sem ég fæ útborgað hér. Úje.
So annars er útlit fyrir rólega viku eins og mig grunaði, reyni að finna uppá einhverju.

Þetta var miðjusalurinn.
Annars er ég loksins kominn með bankakort OG pin-kóða, þannig ég get vonandi farið í hraðbanka og notað pening sem ég fæ útborgað hér. Úje.
So annars er útlit fyrir rólega viku eins og mig grunaði, reyni að finna uppá einhverju.
Sunday, March 21, 2010
Eldgos
Farið að gjósa á Íslandi, lítið og pent gos en maður veit ekki hvort að Katla ákveður að eipa líka. Ég fylgist spenntur með. Og svo held ég að systir mín, kærastinn hennar, mamma og pabbi séu öll föst í Boston útaf þessu.
Hér er bara farið aftur að snjóa! Sem er hræðilegt! En við fylgjumst bara með eldgosinu á Íslandi og tökum því rólega. Labbaði samt til að fara eitthvað útúr húsi, sá næstum engan á ferli enda ekkert skemmtilegt veður.

Annars var fínt í gær í afmælisveislunni, góður matur og vinir frænku og Svíans komu í heimsókn. Líka Stefan og Orla og krakkarnir, þegar þau fóru heim um hálf níu fór ég líka bara inní herbergi. Ég er nefnilega með mission, og það er að horfa meira á sænskt sjónvarp, þeas þar sem töluð er sænska (til að læra þetta hraðar). Og í gær byrjaði Millenium trilogían í sjónvarpinu hér, fyrsti hluti af einhverskonar directors cut þannig þetta er víst miklu lengra en það sem var sýnt í bíó. Ég átti eftir að sjá myndirnar og þær eru auðvitað á sænsku þannig þetta er perfekt fyrir missionið mitt. En ég held að þetta séu fleiri en þrír hlutar sem verða sýndir hér, því slottið í sjónvarpinu er bara einn og hálfur tími, þannig ætli þetta sé ekki næstu 5-6 laugardaga.
Hér er bara farið aftur að snjóa! Sem er hræðilegt! En við fylgjumst bara með eldgosinu á Íslandi og tökum því rólega. Labbaði samt til að fara eitthvað útúr húsi, sá næstum engan á ferli enda ekkert skemmtilegt veður.

Annars var fínt í gær í afmælisveislunni, góður matur og vinir frænku og Svíans komu í heimsókn. Líka Stefan og Orla og krakkarnir, þegar þau fóru heim um hálf níu fór ég líka bara inní herbergi. Ég er nefnilega með mission, og það er að horfa meira á sænskt sjónvarp, þeas þar sem töluð er sænska (til að læra þetta hraðar). Og í gær byrjaði Millenium trilogían í sjónvarpinu hér, fyrsti hluti af einhverskonar directors cut þannig þetta er víst miklu lengra en það sem var sýnt í bíó. Ég átti eftir að sjá myndirnar og þær eru auðvitað á sænsku þannig þetta er perfekt fyrir missionið mitt. En ég held að þetta séu fleiri en þrír hlutar sem verða sýndir hér, því slottið í sjónvarpinu er bara einn og hálfur tími, þannig ætli þetta sé ekki næstu 5-6 laugardaga.
Saturday, March 20, 2010
The Long and Winding Road

Þetta er mynd af götunni sem ég þarf að labba á enda á hverjum degi til að komast á brautarpallinn. Sorry að ég er að bombarda þetta blogg með myndum af hinu og þessu, fannst bara að það vantaði fleiri liti hingað inn og why not líka bara...
Annars leysti ég afmælisinnkaupin fyrir Svíann með flösku af Ákavíti, birgðirnar hans af því voru farnar að minnka sagði frænka mér. Hann var nokkuð glaður með það. Honum er líka stórum létt að koma úr hvítu mánuðunum sínum (útskýring að neðan) og fékk sér bjór og viský í gær og vín með matnum. Svo kom einmitt nýr BMW út í dag og var sýndur hjá umboðinu. Anders var búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði sko ekki að fara að skoða hann í dag því að það færu svo margir, en rétt rúmlega tíu var mér sagt að ég mætti koma með að skoða BMW í dag ef ég vildi. Ég þakkaði pent en leyfði þeim að eiga ánægjuna einum saman.
En hvítir mánuðir er nokkuð algent fyrirbrigði hér í Svíþjóð, og fólk gerir þetta gjarnan eftir jól eða aðrar átveislur. Þegar hvítur mánuður eða tímabil er í gildi þá leyfir fólk sér ekki jafn feitan mat og drekkur ekki áfengi. Semsagt háfgerður megrunarkúr en mjög heilbrigt að taka svona inn á milli.
Það fara að koma gestir þannig ég ætla að fara í skyrtu og fram.
Thursday, March 18, 2010
What to do?!

Öll þessi skilti að segja mér hvað ég á að gera, hvert ég á að fara og hvað ég á að fá mér. Gott stuff.
En ég er nýsyntur, beikonaður upp eftir sundið og nú ætla ég að hella biksvörtu kaffi ofaní mig og reyna að gera eitthvað að viti.
Á todo listanum er samningur sem ég þarf að póstleggja fyrir helgi og reyna að finna afmælisgjöf fyrir svíann sem fyllir ár næstu helgi. Veit EKKERT hvað ég get gefið honum, veit bara að hann fílar viský, spurning um að splæsa í eina þannig flösku á hann þó að hann eigi 50 fyrir og ég mun líklega ekki finna flösku sem hann á ekki... en það er besta hugmyndin mín so far. Sé hvað gerist.
Ekkert annað að gerast svosem, bíð bara eftir svörum um verkefni sem ég á von á og svo bara senda email og minna á sig. Ég gafst upp á bankanum og sagði þeim bara að drepa þetta kort sem þeir eru búnir að láta mig fá og senda mér nýtt með PIN kóða, ætti að koma á föstudag eða mánudag. Ef það kemur ekki þá, þá fer ég og tek allt útúr bankanum og fer annað. Grrrr....
Wednesday, March 17, 2010
Samningar og hjól
Hér fæ ég alltaf samning ef ég vinn, skrifaði einu sinni undir samning á Íslandi þegar ég vann þar. Hér er alltaf samningur sendur heim til mín eftir djobb sem ég þarf að kvitta á og senda tilbaka. Sem er ágætt held ég, þá hlýt ég að vera verndaður á einhvern hátt, it goes both ways right?
Annars heilsaði ég upp á Hei Produkjon stelpurnar í dag, en það voru stelpurnar sem voru að framleiða stuffið með Ása þegar hann var hér. Ætlaði alltaf til þeirra en ég er bara búinn að vera að vinna svo mikið og vesenast að þær voru ekkert ofarlega í forgangslistanum, en þær voru glaðar að sjá mig og buðu uppá kaffi á skrifstofunni. Hressar stelpur sem eru að reyna að koma sér á kortið, aldrei að vita nema þær lumi á einhverjum litlum skemmtilegum verkefnum.
Það er alltaf jafn gaman að fara í miðbæinn hér, fólk er alltaf að gera eitthvað furðulegt. Syngja eða spila á harmoniku til að fá pening á götunni, allskonar tilboð í gangi allstaðar. Fór inní búð í dag, svona fínni búð sýndist mér á verðunum þegar ég kom inn, en ég ákvað samt að labba hring þar sem ég var sá eini inní búðinni og afgreiðslumennirnir tveir horfðu á mig og biðu æstir eftir að fá að aðstoða mig. Þegar ég var á leiðinni út þá stoppaði annar mig og sagði að ég myndi fá 20% afslátt af öllu sem var á rekkanum sem ég hafði verið að skoða. Ég leit í kringum mig en sá ekkert skilti sem sagði það, hann var bara að prútta mig í að kaupa eitthvað. Gaman að svona, en ég keypti samt ekkert.
Svo sá ég að einhver hafði fengið nóg af hjólinu sínu og hent því uppá skilti:

Það horfði einn gaur á mig grunsemdaraugum og reykti á meðan ég smellti nokkrum myndum af hjólinu, svo spurði hann mig hvenær ég hefði hent því upp á skiltið. Ég neitaði öllum ásökunum og dreif mig í burtu.
Annars heilsaði ég upp á Hei Produkjon stelpurnar í dag, en það voru stelpurnar sem voru að framleiða stuffið með Ása þegar hann var hér. Ætlaði alltaf til þeirra en ég er bara búinn að vera að vinna svo mikið og vesenast að þær voru ekkert ofarlega í forgangslistanum, en þær voru glaðar að sjá mig og buðu uppá kaffi á skrifstofunni. Hressar stelpur sem eru að reyna að koma sér á kortið, aldrei að vita nema þær lumi á einhverjum litlum skemmtilegum verkefnum.
Það er alltaf jafn gaman að fara í miðbæinn hér, fólk er alltaf að gera eitthvað furðulegt. Syngja eða spila á harmoniku til að fá pening á götunni, allskonar tilboð í gangi allstaðar. Fór inní búð í dag, svona fínni búð sýndist mér á verðunum þegar ég kom inn, en ég ákvað samt að labba hring þar sem ég var sá eini inní búðinni og afgreiðslumennirnir tveir horfðu á mig og biðu æstir eftir að fá að aðstoða mig. Þegar ég var á leiðinni út þá stoppaði annar mig og sagði að ég myndi fá 20% afslátt af öllu sem var á rekkanum sem ég hafði verið að skoða. Ég leit í kringum mig en sá ekkert skilti sem sagði það, hann var bara að prútta mig í að kaupa eitthvað. Gaman að svona, en ég keypti samt ekkert.
Svo sá ég að einhver hafði fengið nóg af hjólinu sínu og hent því uppá skilti:

Það horfði einn gaur á mig grunsemdaraugum og reykti á meðan ég smellti nokkrum myndum af hjólinu, svo spurði hann mig hvenær ég hefði hent því upp á skiltið. Ég neitaði öllum ásökunum og dreif mig í burtu.
Tuesday, March 16, 2010
Órói í testesterón jafnvæginu
Frænka kemur heim frá Íslandi í dag. Ég þarf að taka til áður en ég næ í hana á flugvöllinn! Ég og Svíinn erum búnir að hafa það náðugt hér heima. Skruppum í miðbæinn í bíó á The Hurt Locker um helgina og átum pizzu eftirá. By the way þá fannst mér þetta athyglisverð mynd og documentarystíllinn smellpassaði við hana, en mér fannst hún ekkert endilega eiga skilið Óskarinn.... En ég meina mynd um Íraksstríðið og gert af konu, mikið af svona behind the scenes ástæðum fyrir Óskarnum held ég. En þetta var samt fín mynd, ef þú átt eftir að sjá hana myndi ég kíkja á hana við tækifæri.
PIN kódinn minn er ennþá týndur í sænska póstinum, ég ætla að gefa þeim fram til morgundagsins að redda þessu, eftir það heimta ég nýjan pin kóda, þetta er orðið fáránlegt! Bæði hjá bankanum að gera ekki eitthvað þegar ég segi þeim að ég er ekki að fá neitt sem þeir eru að senda mér, og hjá póstinum að klúðra þessum tveimur bréfum! Somebody somewhere messed up!!!!
Annars flæðir allt af sænskum myndum í bíó hér og Evrópskum líka, gott að sjá að það eru ekki öll lönd í heiminum orðin þrælar blockbusterana. Sá trailer af svaka franskri fangelsismynd, einhver thriller sem leit vel út. Hún kemur sennilega til Íslands á Alliance France bíóviku, þá hefur maður tvo sénsa til að sjá hana.
Jæja farinn að skoða aðkomur flugvéla.
PIN kódinn minn er ennþá týndur í sænska póstinum, ég ætla að gefa þeim fram til morgundagsins að redda þessu, eftir það heimta ég nýjan pin kóda, þetta er orðið fáránlegt! Bæði hjá bankanum að gera ekki eitthvað þegar ég segi þeim að ég er ekki að fá neitt sem þeir eru að senda mér, og hjá póstinum að klúðra þessum tveimur bréfum! Somebody somewhere messed up!!!!
Annars flæðir allt af sænskum myndum í bíó hér og Evrópskum líka, gott að sjá að það eru ekki öll lönd í heiminum orðin þrælar blockbusterana. Sá trailer af svaka franskri fangelsismynd, einhver thriller sem leit vel út. Hún kemur sennilega til Íslands á Alliance France bíóviku, þá hefur maður tvo sénsa til að sjá hana.
Jæja farinn að skoða aðkomur flugvéla.
Saturday, March 13, 2010
Huffin and puffin
Búið að vera fín törn núna í verkefninu en það lítur út fyrir að næstu 2 vikur verði rólegar í því þannig nú hefst atvinnuleitin að nýju. Reyndar er ég pínu feginn að losna við það að vakna klukkan 5, en þetta er samt búið að vera fínt og maður venst því bara að fara í rúmið klukkan 9 á kvöldin.
Það var stuð í gær í hálfleiksdjamminu í vinnunni, en ég var samt frekar þægur, fékk mér bjór en náði lestunum heim. Anyhow, það er ekkert spes um að vera hér annað en að hitinn fer upp fyrir núllið á næstum hverjum degi þannig að það bráðnar meir og meir í burtu af snjónum, ég er farinn að sjá í jörð á nokkrum stöðum. Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera um helgina, langar aftur í virka daga því þá get ég farið og tuðað í bankanum og leitað mér að meiri vinnu. Ætli ég kíkji ekki í bíó á morgun bara eða eitthvað.
Það var stuð í gær í hálfleiksdjamminu í vinnunni, en ég var samt frekar þægur, fékk mér bjór en náði lestunum heim. Anyhow, það er ekkert spes um að vera hér annað en að hitinn fer upp fyrir núllið á næstum hverjum degi þannig að það bráðnar meir og meir í burtu af snjónum, ég er farinn að sjá í jörð á nokkrum stöðum. Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera um helgina, langar aftur í virka daga því þá get ég farið og tuðað í bankanum og leitað mér að meiri vinnu. Ætli ég kíkji ekki í bíó á morgun bara eða eitthvað.
Wednesday, March 10, 2010
Ertu Íslendingur?
Ákvað að gera stórþvott í dag og svo fór ég í roadtrip til Vaxholm, einhver kastalabær hér í nágrenni Stockholm sem Anders benti mér á að væri gaman að skoða. Ég gleymdi samt alveg að spá í nákvæmlega hvað átti að skoða þarna í þessum litla bæ og eftir smá ráp í miðbænum og við höfnina (sá kastalann út á eyju rétt hjá) fékk ég mér borgara á einhverri búllu við sjóinn. Sat við hliðina á tveimur mönnum og hámaði í mig borgara, ákvað að spyrja þann eldri hvort að þeir væru heimamenn, þá gætu þeir kannski bent mér á hvað er sniðugt að skoða. Hann horfði á mig í eina sekúndu og spurði mig hvort ég væri frá Íslandi. Ég sem hélt að ég væri orðinn nokkuð sleipur í sænskunni en það er greinilega smá hreimur í gangi. Ég spjallaði svo aðeins við þá en ég var búinn að sjá flest það markverðasta. En þetta kom líka fyrir mig um daginn þegar ég tók strætó til vinnu klukkan hálf sex um morguninn og spurði bílstjórann hvort hann væri ekki örugglega að fara þangað sem ég var á leiðinni. Hann varð ofsa kátur og sagði "nei sko er íslendingur um borð". Ég var svo nývaknaður að ég gat engan veginn tekið þátt í kátínu hans svona snemma um morguninn en þetta var samt réttur strætó. Næst þegar ég tók þennan strætó var sami bílstjóri, ég sagði við hann góðan daginn á íslensku til að kæta hann aftur.
Þarf að finna það nákvæmlega hvar hreimurinn liggur, mér finnst ég vera að tala voða rétt, en svona er þetta. Það leikur einhver finnsk kona í þættinum sem ég er að vinna í og hennar hreimur er rosalegur, ég hélt að hún væri að djóka fyrst, svo bara talar hún svona. Maður veit allavega nákvæmlega hvar það koma "k" og "r" í orðunum sem hún segir, minnir mig á rússneskan hreim pínulítið.
Tveir vinnudagar framundan og svo helgi, jess. Já og allur póstur til mín frá bankanum mínum kemur ekki lengur til mín. Allur annar póstur skilar sér, frá Íslandi og svona en nei, ekki bankapóstur og enginn getur sagt mér hversvegna. Ég sem er búinn að vera að bíða og bíða eftir bankakortinu mínu sem endaði svo með að lenda bara í útibúinu hér í Vallentuna, þau hringdu í mig og báðu mig um að ná í það. En auðvitað var PIN-kóðinn ekki í sama umslagi og guð má vita hvar hann er í Svíþjóð, vonandi fæ ég hann samt fljótlega.
Þarf að finna það nákvæmlega hvar hreimurinn liggur, mér finnst ég vera að tala voða rétt, en svona er þetta. Það leikur einhver finnsk kona í þættinum sem ég er að vinna í og hennar hreimur er rosalegur, ég hélt að hún væri að djóka fyrst, svo bara talar hún svona. Maður veit allavega nákvæmlega hvar það koma "k" og "r" í orðunum sem hún segir, minnir mig á rússneskan hreim pínulítið.
Tveir vinnudagar framundan og svo helgi, jess. Já og allur póstur til mín frá bankanum mínum kemur ekki lengur til mín. Allur annar póstur skilar sér, frá Íslandi og svona en nei, ekki bankapóstur og enginn getur sagt mér hversvegna. Ég sem er búinn að vera að bíða og bíða eftir bankakortinu mínu sem endaði svo með að lenda bara í útibúinu hér í Vallentuna, þau hringdu í mig og báðu mig um að ná í það. En auðvitað var PIN-kóðinn ekki í sama umslagi og guð má vita hvar hann er í Svíþjóð, vonandi fæ ég hann samt fljótlega.
Tuesday, March 9, 2010
10 and rising
10 gráður á hitamælinum í dag! Í skjóli... og þegar sólin skein alveg beint á skynjarann... þannig ætli þetta hafi ekki verið meira svona 4 gráður. En engu að síður er snjórinn farinn að leka ofan í drulluskítug ræsin og göturnar að koma undan klakalögum.
Hér er bara vinna á seyði, pilot síðasta sunnudag og ég skreið inn um útidyrnar klukkan að verða hálf tvö um nóttina, svo vaknaði ég daginn "eftir" klukkan 05:00 til að ná strætónum í hitt verkefnið, þar var ég pínu zombie en lifði þó af.
Frí frá vinnu á morgun vegna þess að einn leikarinn er með einhverja augnsýkingu og það þarf að róta til dögum í planinu, vinn í staðinn á fimmtudag og föstudag. Svo á víst að vera eitthvað vinnudjamm á föstudag, hálfleiksfögnuður, vegna þess að verkefnið er hálfnað. Þá fáum við að sjá nokkrar klippur úr því sem er búið og fáum fínan mat og svona. Ætli maður fái sér ekki einn til tvo með genginu, heyrist margir ætla að vera hressir.
Er með GPS tæki í láni og frænka er heima á Íslandi þannig ég hef að gang að bíl... spurning um að fara í smá road trip á morgun. Sjá eitthvað annað en neðanjarðarlestar og hús.
Hér er bara vinna á seyði, pilot síðasta sunnudag og ég skreið inn um útidyrnar klukkan að verða hálf tvö um nóttina, svo vaknaði ég daginn "eftir" klukkan 05:00 til að ná strætónum í hitt verkefnið, þar var ég pínu zombie en lifði þó af.
Frí frá vinnu á morgun vegna þess að einn leikarinn er með einhverja augnsýkingu og það þarf að róta til dögum í planinu, vinn í staðinn á fimmtudag og föstudag. Svo á víst að vera eitthvað vinnudjamm á föstudag, hálfleiksfögnuður, vegna þess að verkefnið er hálfnað. Þá fáum við að sjá nokkrar klippur úr því sem er búið og fáum fínan mat og svona. Ætli maður fái sér ekki einn til tvo með genginu, heyrist margir ætla að vera hressir.
Er með GPS tæki í láni og frænka er heima á Íslandi þannig ég hef að gang að bíl... spurning um að fara í smá road trip á morgun. Sjá eitthvað annað en neðanjarðarlestar og hús.
Friday, March 5, 2010
Vegabréfslaus
Jájá, nokkuð þétt bókuð vinnuvika framundan. Hún byrjar á vinnu í Pilot verkefni á sunnudaginn, ættum að vera að vinna til svona miðnættis í því, þá er ég kominn heim um eittleytið og þarf svo að fara framúr klukkan 05:00 næsta dag til að ná lestinni í Jóladagatalið sem byrjar aftur þá. Þetta verður gaman... Held að ég fari snemma að sofa á mánudagskvöldið. Því svo fer ég aftur í Jóladagatalið á þriðjudag og miðvikudag, frí fimmtudag en svo aftur inn á föstudag. Vitlaust að gera alveg hreint.
Annars sótti ég um nýtt vegabréf og mitt gamla er núna gatað og gagnslaust. Kemst hvorki lönd né strönd þangað til að ég fæ það nýja. Ætti að fá það í lok næstu viku vonandi.
Hér er annars allt enn í snjó en það virðist eiga að fara að hlýna núna fljótlega eftir helgi, fara amk uppfyrir núllið og vonandi helst það þar í smá tíma því ég er gjörsamlega kominn með nóg af snjó í bili. Langar að fara að sjá meiri náttúru, ekki bara svarthvítan lauflausan skóg.
Býst ekki við neitt miklu bloggi í næst viku vegna anna, en sjáum til, reyni kannski að henda inn einni færslu á þriðjudaginn eða eitthvað.
Annars sótti ég um nýtt vegabréf og mitt gamla er núna gatað og gagnslaust. Kemst hvorki lönd né strönd þangað til að ég fæ það nýja. Ætti að fá það í lok næstu viku vonandi.
Hér er annars allt enn í snjó en það virðist eiga að fara að hlýna núna fljótlega eftir helgi, fara amk uppfyrir núllið og vonandi helst það þar í smá tíma því ég er gjörsamlega kominn með nóg af snjó í bili. Langar að fara að sjá meiri náttúru, ekki bara svarthvítan lauflausan skóg.
Býst ekki við neitt miklu bloggi í næst viku vegna anna, en sjáum til, reyni kannski að henda inn einni færslu á þriðjudaginn eða eitthvað.
Tuesday, March 2, 2010
Fyrsta lest
Það er búið að vera rólegt á blogginu mínu, en það stendur til bóta. Ég er byrjaður aftur í Jóladagatalinu hér, vann í gær og í dag og fer aftur í fyrramálið.
Við erum á þannig stað að ég sem er norðan við bæinn verð að taka lest inn í bæinn, þaðan tek ég aðra vestur úr bænum svipað langa vegalengd eins og er norður til mín. Þannig ég er svona klukkutíma og korter á leiðinni í vinnuna, þarf að taka fyrstu lest héðan klukkan hálf sex á morgnana... geggjað stuð. En það venst furðulega vel, mér er samt oft hugsað til Reykjavíkur þar sem maður er mest korter á leiðinni eitthvað, á sínum bíl auðvitað. Ef ég væri á bíl hér væri ég samt í svona 40 mínútur á leiðinni. Það er alveg eins og að keyra til Keflavíkur!
Hmmm what else, ekkert annað að frétta svosem, bara vinna og leita að meiri vinnu. Bíð spenntur eftir bankakortinu mínu líka, hér er alveg erfitt að fá að opna reikning í banka. Á Íslandi gat maður opnað reikning, fengið 500.000kr yfirdrátt og 100% húsnæðislán, allt á sama degi! En það var greinilega ekki rétta leiðin eins og við vitum.
Við erum á þannig stað að ég sem er norðan við bæinn verð að taka lest inn í bæinn, þaðan tek ég aðra vestur úr bænum svipað langa vegalengd eins og er norður til mín. Þannig ég er svona klukkutíma og korter á leiðinni í vinnuna, þarf að taka fyrstu lest héðan klukkan hálf sex á morgnana... geggjað stuð. En það venst furðulega vel, mér er samt oft hugsað til Reykjavíkur þar sem maður er mest korter á leiðinni eitthvað, á sínum bíl auðvitað. Ef ég væri á bíl hér væri ég samt í svona 40 mínútur á leiðinni. Það er alveg eins og að keyra til Keflavíkur!
Hmmm what else, ekkert annað að frétta svosem, bara vinna og leita að meiri vinnu. Bíð spenntur eftir bankakortinu mínu líka, hér er alveg erfitt að fá að opna reikning í banka. Á Íslandi gat maður opnað reikning, fengið 500.000kr yfirdrátt og 100% húsnæðislán, allt á sama degi! En það var greinilega ekki rétta leiðin eins og við vitum.
Subscribe to:
Posts (Atom)