Tuesday, February 2, 2010

Und still!

Ójá

Meiri vinna á morgun við það sama, preppuðum 1 stk bíl í dag og nokkur smádjobb, plús allt wrappið sem er í gangi. Ég læri meira og meira af þessu. Samt er ég oft pirraður því það tefur mig að vita ekki hvernig protocolið er ef maður finnur eitthvað að einhverju. T.d. hvenær lætur maður það sleppa og hvenær ekki, hvað er gamall galli sem er búið að rukka fyrir... hvenær geri ég sjálfur við það og hvenær set ég það í viðgerðarherbergið... urr... Finnst eins og ég geri ekki annað en að spyrja hina hvað ég á að gera í þessu eða hinu, sem pirrar mig vonandi miklu meira en þá. Hlýt að læra þetta á endanum.

Heit sturta og rólegt kvöld framundan, batterýin tæmast fljótt þegar maður þarf að einbeita sér til að skilja hvað fólk er að segja OG vera að vinna á milljón. Slefa yfirleitt af þreytu um 10 leytið. En sænskan mín hefur tekið framförum, ég er amk byrjaður að tala hana alltaf frekar en að hoppa yfir á ensku.

En en, bíð ennþá eftir fyrsta sett djobbinu, bíð spenntur!

4 comments:

  1. Hvenær færðu að taka í 100kw softsunnið þeirra?

    ReplyDelete
  2. Já shit, það er víst það eina af þessu sem ég á eftir að testa... nei 18K á ég líka alveg eftir, búið að vera mest smádót þessa daga, meiraðsegja bíómyndin tók bara stærst 6K Par.
    En SoftSunnið fer ekki mikið út... 2-3x á ári segja þeir. Enda geymt lengst uppi á stærstu hillunni.

    ReplyDelete
  3. já... einmitt... ég er búin að vera að spegúlera í því sama og Finni... Ég bíð spennt eftir 100kw softsun sögu. Úje!

    Ertu eitthvað farinn að pæla í leigu?

    ReplyDelete
  4. Já en ég verð að fá öðruvísi vinnu fyrst. Er samt að skoða en mun líklega ekkert flytja neitt fyrr en í allra fyrsta lagi um páskana...

    ReplyDelete