Friday, February 19, 2010

Já já og já

Í dag var ég að vinna síðasta vinnudag minn samkvæmt samningnum í sænska Julkalendaren. En svo bara mætti framleiðandinn ofsahress á sett og sagðist hafa talað við ljósamennina og vill fá nýjan samning við mig, sem segir að ég sé bara þeirra þriðji maður út tímabilið. Það eru 12 vikur eftir af því þannig ég er með slatta af dögum framundan (er ekki á hverjum degi neitt en samt...).

Sem er rosafínt, þessi ljósamaður (gafferinn) vinnur mikið með tökumanni sem vann "tökumaður ársins" hér í Svíþjóð, þannig að ef ég held áfram að standa mig með honum held ég að ég sé kominn í nokkuð gott gengi. Þannig ég er bara mjög kátur.

Annars er eina vesenið að ég er voða seinn að venja mig á þennan dagsrythma hér. En hér fer fólk einfaldlega fyrr á fætur og í háttinn, það er eitthvað sem hausinn minn er ekki búinn að meðtaka. Til dæmis í dag þurfti ég að vakna rétt rúmlega sex til að ná lestinni minni og borða morgunmat. Þessi lest var stappfull og Anders var að fara á fætur þegar ég labbaði út. Skemst er frá því að segja að ég svaf bara í svona 3 og hálfan tíma í nótt... og svona er þetta oftast fyrir fyrsta vinnudag. Dagur 2 í röð er betri því þá er ég auðvitað alveg búinn á því.

Annars eitt sem ég komst að í dag, hér er samningsbundið að það sé heitur matur ekki seinna en 5 tímum eftir að mætt er á sett. Og eftir það eru 5 tímar í næsta heita mat. Jonas sem vinnur með mér í ljósum í þessu verkefni sagði að oft væri borðaður heitur matur 4 sinnum á sama degi (þá í frekar hektískum auglýsingum). Heima geta liðið 9 tímar í að það sjáist heitur matur á setti (ættu að vera sex og eru það oft en samt...) OG ég hef mjög sjaldan séð second lunch heima. Það er verið að spilla mér hér...

höres

8 comments:

  1. Til hamingju karlinn! Farðu nú varlega svo þú verðir ekki feitur.

    ReplyDelete
  2. Sko kallinn! Glæsilegt! Til hammó!
    Ást&Kossar...

    ReplyDelete
  3. Haha já Finni það er hætt við því að ég fitni. En takk fyrir kveðjurnar!

    ReplyDelete
  4. Til lukku með þetta allt :)

    ReplyDelete
  5. Til hamingju með meiri vinnu, glæsilegt.

    Ekki amalegt að fá svona margar heitar máltíðir á dag og bara gott að fá smá varaforða á sig. Eigum við að fara í keppni, hver getur orðið feitari og þyngri á ca 6 mánuðum og að þeim tíma loknum hver er fljótari að léttast aftur...múhahaha. Tekurðu áskoruninni?

    Kv, Jórunn

    ReplyDelete
  6. Hahaha já ég tek henni!
    Ég brenni allri máltíðinni á þessum fimm tímum á milli hvort eð er ;)

    IT'S ON!!!

    ReplyDelete
  7. Já en þú verður að vera orðinn úber feitur eftir 6 mánuði (jólasveinafeitur sko) og mátt ekki léttast aftur fyrr en í lok ágúst ;)

    Held ég rústi þessu!!

    Kv, Jórunn

    ReplyDelete
  8. hahaha þú svindlar!

    Díses hvað ég var slow að fatta þetta ekki samt!!
    Góð, þú munt rústa ;)

    ReplyDelete