Ásinn er í Stokkhólmi og ég tók hann í smá guided tour um Stokkhólm í gær. Löbbuðum í næstum 4 tíma um miðbæinn og nánast umhverfi í -15°C. Reyndar vorum við eftir tveggja tíma labb bara að leita að hentugum bar til að fá okkur bjór sem við höfðum unnið okkur inn með labbinu. Tók sinn tíma. Svo ætlum við að fá okkur bjór á fimmtudagskvöldið og þá ætla ég líka að kíkja á Íslendingafélagið þá sem er með bjórkvöld.
Fór í litla kjarnann í dag í klippingu. Gaurinn sem klippti mig var íranskur 24 ára gutti. Ég hélt að hann ætlaði að stúta mér. Ég er náttla vanur því að Dagný klippi mig og ég finn varla fyrir því. Þessi ætlaði að greiða heilanum mínum hann greiddi svo fast, og þegar hann tók hárið saman og klippti, þá kippti hann svo fast í að stóllinn snerist smá og ég færðist allur til. Ég hélt fyrst að hann væri bara að klúðra smá en þegar hann gerði þetta alltaf þá var þetta greinilega bara hans stíll. Við skildum líka greinilega ekkert hvorn annan vegna tungumálaörðugleika, þannig ég labbaði út með klippingu sem ég þarf bara að venjast... og fjárfesta í nýrri húfu.
Anyhow, engin vinna fyrr en í næstu viku, en þá er meira jóladagatal, svo er minn fyrsti payday á fimmtudaginn, það verður fróðlegt að sjá hvað ég þarf að borga í skatt hérna.
Laters
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hæ gaman að heyra að það gengur svona vel að aðlagast þarna :) verður nú eiginlega að setja inn mynd af klippingunni hehe en gangi þér vel með vinnuna og góða skemmtun á íslendingakvöldinu :D kv. Telma
ReplyDeleteohh Dagný er bara best sko. Tek undir með Telmu, mynd af nýja hárinu væri mjög hressand ;)
ReplyDeleteKv, Jórunn
I'll join the girl club. Mynd af hári, takk.
ReplyDelete-snjórinn er kominn. Kósý. Pirrandi. Kalt. Samt hlýrra.
kel :*