Annars sprangaði ég bara um bæinn og skoðaði mig um, þetta er svo stór borg að ég á eftir að skoða heilmargt, alltaf að detta niður á eitthvað nýtt.
Er að spá í að reyna að vaka og horfa á hokkí í nótt, það verður stuð ef ég nenni, mig grunar að ég sofni, það er byrjaður útsláttur og það væri gaman að reyna að fylgjast með.
Læt fylgja mynd yfir Gamla Stan sem ég tók í dag í fallegu veðri.

Svo fór ég og skoðaði Saluhallen sem er í Östermalm (fína hverfinu), þetta er svona.. tjah markaður er kannski besta orðið. Margir básar þarna inni með rosa góðu hráefni, eldgömul hefð fyrir því að hafa svona í þessu húsi. Risa kjötborð, fiskborð grænmetisborð og allskonar bara, sultur og brauð líka. Þetta var mjög flott.

YO búnir að panta !
ReplyDeleteflottir!
ReplyDelete