Saturday, February 6, 2010

Hönnunargalli

Fyrir um það bil 35-36 árum byggði vitleysingur hús í Svíðjóð, húsið var með nánast engum vatnshalla og flötu þaki. Semsagt þegar það snjóar mikið þá hleðst það á þakið, og húsin hérna eru ekkert öll úr steypu þannig að grindin fer til fjandans þegar að snjórinn verður þungur í leysingunum. Sum þök gefa sig. En þetta er ástæðan fyrir því að ég eyddi 1 og hálfum tíma með Anders uppá þaki að moka snjóinn af þakinu. Sem var hressandi en ég (og þau) skil ekki þessa hönnun á húsi...

Fattaði samt eftir á að Anders heitir að eftirnafni Karlson. Og Karlson pá taket er einmitt Kalli á þakinu, ævintýrið eftir Astrid Lindgren, skemmtileg tilviljun.

Egill passaðu þig á snúrunni.

Hér er Stefan og familía í heimsókn með litlu hryðjuverkamennina tvo, þeim finnst rosa gaman að hanga inni hjá mér og horfa á sjónvarp þar og messa í öllu, en það gefur bara lífinu lit. Reyndar er sá eldri (Ronan) pollrólegur og þægur, hinn minni (Killian) er hinsvegar algjör andstæða og þefar markvisst upp hluti sem hann á ekki að fikta í. Þannig að hann er undir ströngu eftirliti inni hjá mér útaf tölvunni og myndavéladótinu.

Verið þæg í kvöld

Egill passaðu þig á snúrunni

4 comments:

  1. Þú ættir nú að þekkja það að geta ekki átt þér prívat líf fyrir litlu aðdáendunum þínum. Siggi Dagur segir að þú eigir ekki heima í Svíþjóð en velti samt fyrir sér hvort þú hefðir séð Elg.
    Kveðja, Eyjólfur

    ReplyDelete
  2. Nei engan elg :( ekki heldur á meðan ég bjó í Noregi. En ég hef séð íkorna og fullt af fuglum... en ég skal hafa augun opin fyrir elgjunum.

    ReplyDelete
  3. Egill og snúran er það ekki ágætis titill á barnabók samanber Kalli á þakinu? Bara að pæla gætum hrifsað saman í bók um að gera krakka meðvitaða um umhverfið sitt?

    ReplyDelete
  4. Já það fer að verða af nógu að taka ;)

    ReplyDelete