Allt gekk vel og þetta var mjög fínt. Töluvert stærra og skipulagðara en heima, mér fannst amk allt ganga hraðar og meira tempo. Við skutum held ég uþb 4 síður á 8 klukkutímum, tókum klukkutíma í mat líka. Þannig þetta voru total 9 tímar á svæðinu.
HÉR KEMUR BARA LJÓSATAL
Það var ekkert leiðinlegt að byggja 28' T-bar í morgun og hengja á hann 20x20 Black solid og öfugt ultrabounce (svarta hliðin upp, svo bara keyra þetta á 2 stöndum út á bílastæðið og geyma það þar þangað til að átti að nota hann. Ég spurði hvort ég ætti ekki að ná í sandpoka á þetta eða binda þetta niður, bestboyinn sagði nei nei það þarf ekkert. Svo 2 tímum seinna þegar við náðum í hann þá var hann þarna bara, á sínum stað, tilbúinn í að sverta alla 8-9 metrana. Mjög gott stuff, en að vísu höfðum við hann ekkert í efstu stöðu, brutum hann í tvennt og hengdum botninn á stöngina á meðan við vorum ekki að nota hann, samt 20'x 10'... Á Íslandi hefði hann líklega verið nýfokinn framjá Goðafossi útá Faxaflóa. Ljósadeildinn er 2 menn plús einn nemi sem kann lítið. Svo svona aukaþræll eins og ég á dögum sem er mikið að gera... og stærsta ljósið er 4KW... hehe. Þetta er samt dund, mikið flaggað og flakkað með lítil ljós.
Í dag var 100-asta slate-ið líka, þannig það var kampavín og fínerí. Allt var mjög svipað og heima, nema minna stress, meira skipulag. Leggst vel í mig.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég sagði þér þetta! Það skiptir engu máli hvað þú ert góður ef skipulagið er ekki í lagi!
ReplyDelete