Sunday, February 14, 2010

Búinn að vera saddur í 2 tíma

Úff, já nautakjöt með lauk og stór salatskál. Ég get varla hreyft mig...
Anders eldaði þetta þegar við vorum nýkomnir úr kökuheimsókn Stefáns og Orlu, ég verð saddur í svona 25 klukkutíma í viðbót.

Fór á fund með einum gaffer í dag á kaffihúsi, hann var jákvæður og er núna að vinna í jóladagatali Svía fyrir næsta ár. Nóg að gera hja honum, hann ætlar að reyna að láta mig fá nokkra daga í þessu þegar þeim vantar aukahendur á sett. Svo lét hann mig hafa nöfn á 2 í viðbót sem hann sagði að væri sniðugt að tala við.

Svo var mér gefinn túlípani í lestinni af einhverju stelpugengi, þeim fannst þetta voða gaman og tóku mynd af mér, ég gat ekki annað en tekið við þessu... að segja nei takk hefði bara verið asnalegra.
Hér er auðvitað Valentínusardagur eins og annarstaðar, Svíarnir eru eins og við, ekkert alltof spenntir fyrir þessu en þetta er að verða stærra hér eins og heima. Fullt af hjartalaga stuffi í búðunum og útum allt, og auðvitað eru líka allir að fylgjast með vetrarólympíuleikunum, fullt af svíum þar.

Ætla að legjast á meltuna

2 comments:

  1. Jahá, langaði þeim að taka mynd af þér? Nú rifjaðist upp fyrir mér þegar þú varst ekki með myndavélina með þér og þú sást gæjann með vatnspokabaugana... Varstu nokkuð eitthvað óvenjulegur þarna?
    Ég er að grína í þér.
    kv, Stína

    ReplyDelete
  2. haha ég veit ;) nei ég vil meina að ég hafi geislað af innri hamingju og frið... en hvað veit ég!

    ReplyDelete