Fór í lestina í morgun, hress á leiðinni í vinnuna klukkan hálf átta eins og nýr úr kassanum. Lestin fór eina stöð og festist svo í bremsu og öllum var hent út í kuldann, okkur var sagt að það væri strætó á leiðinni að pikka okkur upp. Hann koma aldrei og frá stoppistöðinni sáu allir lestina sem var föst í bremsu keyra aftur af stað eftir 15 mín! Þannig að allir fóru aftur á brautarpallinn og náðu næstu lest, var meira en hálftíma seinn í vinnuna og frekar pirraður.
Vann svo mikið í vinnunni að ég þarf ekki að mæta á morgun, bíómyndapakkinn er að klárast í rólegheitunum.
Svo á leiðinni heim bilaði lestin fokking aftur, í þetta skipti var ljósabúnaðurinn eitthvað bilaður og við þurftum að snúa við og fara í aðra lest og VESEN VESEN!!!!
Urrr...
En gott í bili, allt er mjög gott hér og ég ætla að biðja til lestarguðsins í kvöld.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég hef líka farið í lest. Stundum gaman. Stundum leiðinlegt. Aldrei gaman að bíða. Alltaf gaman að ná lest. Aldrei gaman að missa af lest. En stundum fyndið.
ReplyDeleteSvo þarftu að fá þér hjól. Með körfu. Eins og mitt.
Góða nótt ljúfurinn.
Takk fyrir gott cybersex.
Ást&kelertí**
Já, mér hefur skilist að það taki Íslendinginn oft dálítinn tíma að gíra sig í allar þær tafir sem fylgja stórborgarlífinu... Sé samt á ,,kommentinu" hér á undan að það gengur ekki allt brösugt hjá þér góurinn :-)
ReplyDeletekv, Stína
hahaha vitleysingar!
ReplyDeleteEn já þessar tafir fara í mig, en allir skilja þetta voða vel hér, enda ekkert hægt að gera í þessu nema sitja og hlusta bara á iPod. Svona er þetta bara víst.
BB það eru svo margar brekkur hér og ég er 25km frá miðbænum. Neita að hjóla, þó að það sé karfa á hjólinu! :P
au-ming-i :)
ReplyDeleteÞú hjólar bara hér ef þú kemur í heimsókn. Sé hvað þú verður hress og nærð að gera mikið ;)
ReplyDelete